Feykir


Feykir - 03.06.2010, Page 7

Feykir - 03.06.2010, Page 7
21/2010 Feykir 7 og við hugsum okkur gott til glóðarinnar að efla. Gísli segir að sóknarfærin séu ekki einungis í matvæla- iðnaði því eins séu mikli sóknarfæri í framleiðslu, þró- un og hönnun í trefjaiðnaði eins og basalttrefja. -Önnur megin áherslan hér hjá okkur í Verinu eru rannsóknir á efnistækni trefja og plastefna sem og hönnun og smíði úr þessum efnum. Hér eru starfsmenn Ný s köpu n ar m i ð s t ö ð v ar m.a. að kanna möguleika á framleiðslu og nýtingu á trefjum. Þar sjá menn fyrir sér að skagfirskar trefjar verði í framtíðinni notaðar til að framleiða sportbáta og fiskiskip fyrir innlendan og erlendan markað. Markmið Versins er að rannsaka og finna ný tækifæri og koma þeim á framfæri samfélaginu til hagsældar en hvernig skyldu þau markmið hafa náð fram að ganga þessi ár sem Verið hefur starfað? -Öll þessi rannsóknarvinna er því marki brennd að hún tekur tíma að skila sér en við sjáum nú þegar mikinn árangur hvað varðar betri árangur í fiskeldi en þar hafa fóðurrannsóknir og rannsóknir á betri nýtingu vatns skilað sér til greinarinnar. Eins má nefna verkefni sem Verið Vísindagarðar, Hólaskóli, Hólalax, NMI og Skagafjarðarveitur eru að vinna saman. Í þessu verkefni er verið að stuðlað að því að bændur geti hafið bleikjueldi í smáum stíl. Þetta er mjög athyglisvert verkefni sem unnið er með stuðningi Vaxtarsamnings Norðurlands vestra og Byggðastofnunnar en þarna er þekking og styrkur ólíkra aðila er virkjaður og er skýrt dæmi um það að með því að sameina kraftana þá náum við betri árangri. Nú þegar er einn aðili að fara af stað og ég vonast til að fleiri fylgi á eftir fljótlega. Þá má nefna að rannsóknir á fiskipróteinum er að skila sér í auknum verðmætum í fiskvinnslunni hér en öll okkar vinna felst í því að auka verðmæti og finna nýjar og betri leiðir. Með tilkomu nýja húsnæð- isins segir Gísli að unnt verði að fjölga störfum auk þess sem öll aðstaða til vinnu mun stórbatna. –En til þess að við getum bætt við okkur störfum þarf einnig að koma til húsnæði en hafin er bygging nemendagarða við Laugatún hér á Sauðárkróki. Bygging nemendagarða í Laugatúni er mikilvægt skref í þeirri uppbyggingu sem á sér stað í Verinu, með þessum 8 íbúðum sem þarna er verið að reisa þá er hægt að fjölga nemendum í rannsóknartengdu námi sem fer fram í Verinu, segir Gísli. Segja má að starfsemi Versins sé nátengd sjómennsku enda fara þar fram ýmsar rannsókn- ir tengdar sjávarútvegi auk þess sem sjó er dælt inn í húsið og í eldisker Hólamanna og hefur Gísli því gjarnan bent á að í Verinu sæki Hólamenn sjóinn í bókstaflegri merkingu en eins og allir vita þá er Ver eða verbúð gamalt og fyrir sjóhús eða hús sem bændur og þeirra starfsfólk hélt þegar það sótti sjóinn eða stundaði fiskveiðar. Gísli svona í lokin hvað gerir þú ráð fyrir að starfsmenn í Verinu geti orðið margir þegar hin nýja aðstaða verður að fullu byggð? -Það treysti ég mér ekki til að fullyrða um en ef fjölgun verkefna og fyrirtækja heldur áfram með sama hraða og síðustu þrjú ár þá gætum við verið að sjá hér 50 til 60 starfsmenn. ( ÁSKORENDAPENNINN ) Þorgeir Gunnarsson skrifar úr Mývatnssveit Dagur í lífi drengs Sólin eða fiskiflugan hafa vakið mig, kannski bæði það skiptir ekki öllu máli. Úti er greinilega einn af þessum morgnum þar sem ekki bærist hár á höfði og hafgolan er ekki byrjuð að blása, allt var hljótt. Einstaka fugl söng þó morgunsönginn sinn á einhverri girðingunni því ekki voru trén á Öldustígnum í þá daga. Í stofunni sem við bræðurnir sofum í er breiskjuhiti og fiskiflugan skellur sí og æ suðandi á glerinu og geislar sólarinnar ýta undir löngun okkar beggja að fara út í hlýjuna og njóta morgunsins. Hvað er klukkan? Í þá daga áttu strákar ekki úr enda engin þörf á því, hungrið minnti okkur á að fara inn og borða og mamma fór út í dyr og kallaði þegar það var kominn háttatími, ekkert sjónvarp því þeir voru farnir í sumarfrí og barnaefnið byrjaði ekki aftur fyrr en í ágúst, engir gemsar ekkert video og ósköp fátt sem truflaði okkur í að vera strákar. Ég trítlaði á brókinni fram í eldhús og sá að gamla klukkan yfir dyrunum var rétt rúmlega sex, þess vegna var allt svona hljótt. Ég kíkti inn til pabba og mömmu sem sváfu bæði og systur mínar líka sem sváfu í sama herbergi, pabbi hraut og fiskiflugan mín var komin í gluggann hjá þeim eða var þetta bara einhver önnur fluga? Hvaða dagur var eiginlega, nokkrir dagar síðan það var kjöt í raspi með bökuðum baunum svo það hlaut að vera miðvikudagur eða fimmtudagur en hverju skipti það máli, það var miklu mikilvægara að vita hvort það var flóð eða fjara. Við vissum að það veiddist alltaf betur á flóðinu og þá sérstaklega þegar það var að flæða að. Það var bara eitt að gera, klæða sig og fara með stöngina niður í “Steina” en svo var uppfyllingin neðan við flugvallarendann kölluð. Ég kom við í eldhúsinu og skar mér eina þykka franskbrauðssneið sem ég beit í á meðan ég reimaði á mig strigaskóna, það var ekkert stígvélaveður í dag. Veiðistöngin stóð við útidyrnar tilbúin í átök dagsins. Þegar ég labbaði fram hjá húsinu þeirra Svabba og Öbbu stóð sá gamli út í dyrum á nærbolnum og var að ræskja sig með þvílíkum óhljóðum að ég átti von á að hann myndi vekja alla í nágrenninu nema Mæju Pé því hún var löngu vöknuð til að setja rúllur í hárið áður en hún fór að vinna. Svabbi kallaði brosandi í mig og spurði hvort ætti að moka honum upp núna, hann var sjálfur oft að veiða niðri í Ós og skildi okkur strákana ósköp vel. Valli Jóns var að fara í vinnuna enda var einhver togarinn bilaður og þurfti að redda því í hvelli að koma honum aftur á veiðar. Ég hljóp við fót fram hjá húsinu hans Ranna og pabba hans, það var alltaf einhver beygur í okkur varðandi þá feðga. Eflaust bara af því að við þekktum þá lítið og kannski líka út af því hversu oft við höfðum gert at í þeim á kvöldin með því að banka á dyrnar eða í gluggana hjá þeim, auðvitað voru þetta bestu menn eins og ég átti eftir að kynnast seinna. Ég var kominn ofan í fjöru og sólin var byrjuð að hita upp mölina og þessi kærkomni ilmur af þara og sjó mætti mér og undirstrikaði að þetta væri einn sá staður sem var mér kærastur á sumrin. Ég hraðaði mér eftir fjörunni því það virtist vera háflóð og jafnvel byrjað að fjara út svo það var um að gera að fara að byrja að kasta. Þegar ég nálgaðist uppáhalds staðinn minn sá ég að þar stóð annar veiðimaður, andsk….. og eflaust búinn að veiða allt frá mér líka, ég hefi átt að vakna fyrr. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var Fúsi Agga, það var allt í lagi því Fúsi var fínn strákur og svo átti hann systur sem ég var pínu skotinn í og ég taldi að það myndi hjálpa mér í baráttunni um hylli hennar að vingast við Fúsa. “Ertu að fá hann” sagði ég því mannalega og hrækti út á sjóinn. Ekki bein að hafa sagði Fúsi og mér leið strax betur, ég hafði ekki misst af neinu. Ég fór aðeins neðar en passaði að vera í kallfæri svo ég gæti nú spjallað við hann og fylgst með ef hann setti í fisk. Ég byrjaði að kasta en gamla Universal hjólið var eitthvað orðið stirt svo ekki fór svarti Toby spúnninn langt í þetta skiptið kannski myndi þetta liðkast þegar hjólið blotnaði eða kannski var kominn tími til að biðja pabba að kíkja aðeins á það í kvöld. Ég gjóaði augunum á Fúsa og kallaði eins mannalega og ég gat “var Hella vöknuð”? Úps! hvaða veiðimenn spyrja um stelpur svo ég bætti strax við “fórstu út á Gömlu bryggju í gær?” Það var eins og ég bjóst við, hann svaraði bara spurningunni um að hafa farið á bryggjuna, kannski var það eitthvað sem ég átti að vita að stelpur væru ekki að rífa sig upp fyrir allar aldir. Aggi Sveins, pabbi Fúsa vaknaði alltaf snemma því hann var sjómaður á Blátindi og þeir fóru út eldsnemma morguns. Fúsi var því oftast fyrstur til að mæta niður í fjöru eða út á bryggju því Aggi vakti hann stundum þegar hann fór að heiman. Fúsi hafði farið á alla helstu veiðistaðina í gær en ekki orðið var nema á Týrabryggjunni, þar var bolta silungur sem hafði elt í nokkur skipti en ekki tekið. Það var því eins og svo oft áður endað á ræsinu bak við frystihúsið og reynt að “húkka” þessa spikfeitu bolta sem dóluðu þar fyrir framan endann á úthlaupinu. Jósi og Ægir Bödda voru einskonar meistarar í því að húkka og svo Ægir Stefáns sem flestir guttar litu upp til og Didda Ásbjörns enda báðir búnir að fara að veiða í Blöndu og voru því alvöru veiðimenn. Oft veiddist vel á ræsinu og frystikistan stundum full af silungi eftir sumarið. Við Fúsi köstuðum í nokkra klukkutíma niður í Steinum án þess að verða varir og ákváðum því að hætta enda var að falla út og stutt í háfjöru og ekki veiðilegt aftur fyrr en færi að falla að seinni partinn. Fúsi ætlaði að hitta Tedda og Sæa því þeir voru búnir að ákveða að gera eitthvað “leyndó” en ég vissi að Hella og Abba voru að passa og væru komnar á “Rólóinn” og var stefnan tekin þangað, kannski veiddist betur á þeim fiskimiðum. - - - - - Ég skora á Halldór Þormar Halldórsson eða bara Hadda eins og ég kallaði hann að taka við pennanum úr minni hendi og rita næsta pistil. Hólmfríður Sveinsdóttir og Arnljótur Bjarki við vinnu sína hjá Matís.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.