Feykir


Feykir - 03.06.2010, Blaðsíða 12

Feykir - 03.06.2010, Blaðsíða 12
Feykir 3. júní 2010 :: 21. tölublað :: 30. árgangur Feykigott blað! Ertu með fréttaskot? Hafðu samband! feykir@feykir.is og sími 455 7176 / 898 2597 / 861 9842 Dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Afsláttardagar 20% Afsláttur af öllum fatnaði og skóm fimmtudag og föstudag Óskum sjómönnum til hamingju með daginn Árskóli 40 nemendur kvöddu skólann sinn Árskóla var slitið þriðju- daginn 1. júní sl. en að venju var skólanum slitið fimm sinnum. Einu sinni fyrir fyrstu þrjá bekkina, einu sinni fyrir 4. - 8. bekk og síðan um kvöldið fyrir 9. og 10. bekk. Það voru brosmildir nemendur sem kvöddu skólann sinn og héldu út í sumarið, en að venju sáu nemendur í eldri bekkjunum um skemmtiatriði með miklum glæsibrag. Meðal annars sungu nemendur í 10. bekk lagið Bless bless skóli, en textann sömdu þau sjálf. Skólahljómsveitin fór á kostum. Sigurlaug kennari færði Júlíu gjöf en hún er að flytja til Noregs. Eysteinn átti afmæli og var sungið fyrir hann. Fjölmenni við útskrift á miðstigi. Bless bless bless sungu 40 útskriftarnemendur Árskóla. Ása söng eins og engill. Litla systir fékk að koma með og var orðin þreytt á að sitja kyrr.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.