Feykir


Feykir - 14.04.2011, Síða 2

Feykir - 14.04.2011, Síða 2
2 Feykir 15/2011 Feykir.is Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir – gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 317 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið undirbýr nú skýrslu um starf í leikskólum þar sem sjónum er beint að markvissu starfi tengdu málörvun og þróun lestrarnáms. Tíu leikskólar sem hafa verið að vinna að sérstökum verkefnum þessu tengdu hafa verið valdir í þetta verkefni og er Leikskólinn Tröllaborg á Hólum einn þeirra. Sérfræðingar sem vinna skýrsluna munu heimsækja leikskólann til að afla frekari upplýsinga og kynna sér starfið. Í skýrslunni verður gerð ítarleg grein fyrir starfi leikskólans á sviði málörvunar og lestrarnáms til upplýsinga fyrir bæði leik- og grunnskóla. Hólar Leikur og læsi Yfir 65 lög bárust í Dægurlagakeppni Sauðárkróks sem fram fer á Sæluviku Skagfirðinga þann 6. maí nk. Nú hafa tíu lög verið valin til þess að keppa um Sæluvikulagið 2011og hafa lagahöfundar þrjár vikur til að fullgera sín lög. Verkefnið snýr að því að setjAð sögn Sigurpáls Aðalsteinssonar eins aðstandenda keppninnar, bárust lög alls staðar að af landinu og ljóst að um hörku keppnin verður að ræða í Sæluvikunni. –Við fórum af stað með þá von að milli 30 og 40 lög myndu berast, svo ég er gríðarlega ánægður með þátttökuna, segir Sigurpáll eða Siggi Doddi eins og hann er oftast kallaður. Hljómsveit Sigga Dodda,Von, mun spila á balli eftir keppni en ekki er búið að ákveða hvort hljómsveit sjái um undirleik á keppninni sjálfri eða hvort leikið er af diski eins og gerist í Júróvision. Samningar hafa tekist við Exton um ljós- og hljóðvinnslu á keppninni og segir Siggi Doddi að búast má við miklu ljósasjóvi. Skagafjörður Fjöldi laga barst í Dægur- lagakeppni SauðárkróksBlönduós Lögreglan stöðvaði par við dópflutninga JÍ síðustu viku stöðvaði lögreglan á Blönduósi bifreið á suðurleið í hefðbundnu umferðareftirliti. Grunur kviknaði strax á þá leið að maður og kona er í bifreiðinni voru, hefðu óhreint mjöl í pokahorninu en þarna var um að ræða þekkta afbrotamenn af höfuðborgarsvæðinu. Ökumaður bifreiðarinnar, kona á fertugsaldri er grunuð um að aka bifreiðinni undir áhrifum ávana, – og fíkniefna. Karlmaður sem með henni var og einnig er á fertugsaldri reyndi að losa sig við fíkniefni í lögreglubifreiðinni. Um er að ræða lítilræði af kannabis. Leitað var í bifreið parsins, en ekkert fannst í fyrstu. Þegar Freyja fíkniefnahundur lögreglunnar á Blönduósi var látin leita í bifreiðinni gaf hún til kynna að fíkniefni væru falin í innréttingu bifreiðarinnar. Eftir töluverða leit og fyrirhöfn fannst ætlað amfetamín í poka sem ætlað er nokkur grömm. -Það kætir okkur ávallt hér hjá lögreglunni á Blönduósi þegar að Freyja finnur fíkniefni sem ekki hefðu fundist ella og sýnir fram á nauðsyn þess að lögreglan sé alltaf með góða fíkniefnahunda í sinni þjónustu, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Blönduósi. Gyrðir Elíasson. Mynd: Kristján Kristjánsson Ásmundur Einar Daðason Ótrúleg vinnubrögð Á Fésbókarsíðu Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanni VG, kemur fram að hann er ekki ánægður með framvindu mála í sínum þingflokki. Orðrétt segir hann; „Á fyrsta fundi eftir fæðingarorlof er Guðfríður Lilja sett af. Hún hefur staðið sig vel í þessu embætti, það var í það minnsta ekki brottfall úr þingflokknum á hennar vakt. ÓTRÚLEG vinnubrögð!” 55 vinir hans kunna að meta þessi ummæli og aðrir kjósa að tjá sig og er fólk þungort í garð flokksforystunnar. Ummælin eru á þessa leið; „Þetta heitir trúlega að skjóta sig í fótinn.“ eða „Þetta er virkilega lúalegt, var ekki kosið um þetta í þingflokknum? Mér finnst það þú, Guðfríður og Ögmundur og Jón ættuð að yfirgefa þessa sökkvandi skútu og mynda bandalag með Lilju M og Atla „ Eða „Nei Ásmundur þetta eru ekki ÓTRÚLEG vinnubrögð, Steingrímur verður að hafa í kring um sig fólk sem dansar eftir hans hljóðpípu, svo að nú er hann komin langleiðina með að hreinsa út þá sem fylgja stefnu og loforðum til kjósenda . Nú eða „Er verið að ganga af flokknum dauðum, hvað kom fyrir þennan flokk?“ og að lokum „Er ekki ævintýrið með VG búið spil, Ásmundur ? Af kynnum mínum af flokkseigendafélgi VG þá hættir það fólk aldrei fjandskap sínum í garð þeirra flokksmanna sem ekki eru undirgefnir foringjum flokkseigenda í einu og öllu“ Af þessu má sjá að ólgan er til staðar og menn langt því frá sáttir Bókmenntir Gyrðir Elíasson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Gyrðir Elíasson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 hlýtur íslenski rithöfundurinn Gyrðir Elíasson fyrir smásagnasafnið „Milli trjánna”, stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og er í samræðu við heimsbókmenntirnar.” Gyrðir Elíasson sem lengi bjó á Sauðárkróki gaf út sína fyrstu bók árið 1983, Svarthvít axlabönd. Eftir hann hafa komið út fjölmargar smásagna- og ljóðabækur og fimm skáld- sögur. 13 rithöfundar frá Norðurlöndunum og sjálf- stjórnarsvæðunum voru að þessu sinni tilnefndir til verðlaunanna. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs nema 350.000 dönskum krónum, nær 7,5 milljónum íslenskra króna. Gyrðir Elíasson mun veita verðlaununum viðtöku á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn. Skagaströnd BioPol í alþjóð- legu verkefni Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd var á dögunum formlega boðið að vera aðili að verkefninu NPP WATER sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun ESB; NPP (Northern Periphery Programme). Verkefnið miðar að því að minnka þau neikvæðu áhrif sem blómi eitraðra svifþörunga getur haft á kræklingarækt og fiskeldi á jaðarsvæðum. Það var margt góðra gesta hjá starfsfólki BioPol ehf. í vikunni sem leið í tengslum við þátttöku í verkefninu. Dr. Robin Raine frá Martin Ryan Institute National University of Ireland, verkefnisstjóri NPP WATER, og þeir Dr. Jean- Pierre Lacaze og Guillaume Hermann frá Marine Scotland komu og héldu tveggja daga námskeið. Farið var yfir skjótvirkar mæliaðferðir á þörungaeitri í skelfiski og einnig fræðst um notkun svokallaðra SPATT-poka sem eru einskonar te-pokar sem safna í sig þörungaeitri beint úr sjó. Meðal helstu markmiða verkefnisins er að finna leiðir til að minnka þá röskun sem verður á uppskeru kræklingaræktenda vegna eiturþörungablóma með því að ná betri stjórn á framleiðslunni. Þeim markmiðum er m.a hægt að ná með áhrifaríkum vöktunaraðferðum, nýrri tækni við vöktun þörungaeiturs í sjó og með notkun spálíkana. Í kjölfarið er stefnt að því að halda námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki um notkun fljótvirkra aðferða við mælingar á þörungaeitri í skelfiski og aðferðir þróaðar svo hægt sé að mæla þessa þætti með staðbundnari hætti en áður hefur þekkst.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.