Feykir


Feykir - 14.04.2011, Page 7

Feykir - 14.04.2011, Page 7
15/2011 Feykir 7 Margt í deiglunni Alexandra situr aldrei auðum höndum og hefur mörg járn í eldinum hverju sinni. Auk þess að setja upp óperur rekur hún söngskóla og stýrir Stúlknakór Norðurlands vestra. -Nemendur mínir hafa tekið þátt í spennandi verkefnum hjá skólanum, Óperu Skagafjarðar og Draumaradda norðursins. Vorið 2008 setti ég í samstarfi við Guðrúnu Ásmundsdóttur leik- og söngdagskrá um Sigvalda Kaldalóns, við vorum með þrjár sýningar í Villa Nova á Sauðárkróki þar sem ég var fyrst með aðsetur fyrir skólann. Söngnemendur mínir tóku síðan margir hverjir þátt í uppfærslu Óperu Skagafjarðar á La Traviata árið 2007-2008, og á Rigoletto vorið 2009. Draumaraddir norðursins sem er stúlknakór fyrir stelpur 8-16 ára voru stofnaðar að mínu frumkvæði haustið 2008 og er samstarfsverkefni þriggja söng- og tónlistarskóla á Norðurlandi vestra . Það verkefnið hefur gengið ágætlega og stelpurnar fengið að taka þátt í mörgum áhugaverðum verkefnum og núna síðast uppfærslunni á Óperudraugnum. Söngskóli Alexöndru tekur þátt í alþjóðlegu verkefni í vetur, Nordplus og s.l. haust var farin ferð til Danmerkur í heimsókn til nema þar og framundan er að nemendur frá Eistlandi og Lettlandi komi hingað til lands í maí. Það er því ekki ólíklegt að sveitarfélagið sé þegar farið að njóta nokkurra tekna af allri þeirri starfsemi sem söngstarfi Alexöndru fylgir. Einnig eru í farvatninu tvö önnur alþjóðleg verkefni fyrir skólann á næsta vetri og núna er söngskólinn, Ópera Skagafjarðar og Draumaraddirnar að leggja upp í stærsta verkefnið til þessa, þ.e. uppsetningu og sýningu á Óperudraugnum. -Flestir nemendurnir mínir eru börn og unglingar sem hafa byrjað í grunnnámi en einnig er ég með eldri nemendur sem hafa klárað grunn- og miðnám hjá mér. Nokkrar stúlkur frá mér hafa tekið þátt í söngkeppnum Samfés og framhaldsskólakeppninni og staðið sig mjög vel og náð langt. Flestir nemendurnir mínir hafa fengið að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi verkefnum, upptöku á lögum, myndbandagerð, tónleikum Frostrósa og mínum tónleikum þar sem ég söng með Kristjáni Jóhannssyni. Alexandra viðurkennir að reksturinn geti verið þungur í slíkum verkefnum en söngskólinn hefur verið með skólagjöld sem hafa dugað fyrir rekstrarkostnaði s.s. leigu, nótum, akstri o.fl. en því miður hefur það ekki dugað í fleira þ.m.t. til að greiða Alexöndru laun í þau rúm þrjú ár sem skólinn hefur starfað og hefur hún því unnið þetta starf kauplaust. Söngskólinn hefur ekki notið neinna styrkja fyrir utan eins sem hann fékk vorið 2008 frá Sveitarfélaginu Skagafirði. -Framtíð skólans er mjög óljós núna því ljóst er að ekki er hægt að vera í vinnu sem greiðir engin laun til langframa, segir Alexandra sem verið hefur í þrjú ár án launa frá skólanum. Frá því að skólinn fór af stað hafa nemendur verið 30-35 í söng- og píanónámi auk stúlknakórsins. Alexandra hefur þurft að vísa frá nemendum því hún er eini starfsmaður skólans og miðað við þennan nemendafjölda og umfang í starfsemi þá er þetta um tvö stöðugildi sem hún sinnir. Flestir nemendur Alexöndru eru börn og unglingar, þó eru nokkrir fullorðnir. Það er ljóst að mikið er umleikis hjá þessari glæsilegu söngkonu sem lagt hefur sál og líkama í þau miklu verkefni sem fjallað hefur verið um hér á undan og er hún kvödd með þeim óskum að framtíð hennar verði sem björtust með þessa miklu menningarstarfsemi sem hún hefur komið á hér í Skagafirði og víðar. KVENNATÖLT NORÐURLANDS Háklassa töltkeppni HÚNVETNSKU LIÐAKEPPNINNI LOKIÐ Víðidalur vann N1 EINN AF STÆRSTU STYRKTARAÐILUM LANDSMÓTS OG LH Styrktu þitt félag Kvennatölt Norðurlands fór fram á laugardagskvöldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Margar konur mættu til leiks á mjög góðum fákum. Var mál manna að reiðmennska og hrossagæði hafi verið í háklassa. Mótið var í boði Útflutningsþjónustu Eysteins Leifssonar ehf. en hann er tengdur Skagafirði sterkum böndum. Úrslit mótsins eru hér Á föstudagskvöldið fór fram lokakeppni Sparisjóðs-liðakeppninnar á Hvammstanga er keppt var í tölti. Gríðarleg stemmning var á pöllunum og vilja margir meina að aldrei fyrr hafi töltmótið verið jafnt sterkt en alls voru 104 keppendur skráðir til leiks. Það var lið 3, Víðidalur, sem stóð uppi sem sigurvegari Sparisjóðs-liðakeppninnar 2011 með yfirburðum og lauk keppni með 212,5 stig, í 2. sæti varð lið 2 með 173 stig, í 3. sæti varð lið 1 með 128 stig og lið 4 í 4. sæti með 87,5 stig. Úrslit urðu eftirfarandi þar sem fyrri talan segir til um einkunn í forkeppni en sú síðari í úrslitum: 1. flokkur 1 Ólafur Magnússon / Gáski frá Sveinsstöðum 7,57 / 8,22 2 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,33 / 7,78 3 Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 7,13 / 7,67 2. flokkur 1 Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,57 / 7,00 2 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,67 3 Herdís Rútsdóttir / Taktur frá Hestasýn 6,30 / 6,61 3. flokkur 1 Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,93 / 6,39 2 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 5,67 / 6,39 3 Jón Ragnar Gíslason / Bleikur frá Bjarnastaðahlíð 5,77 / 6,28 Unglingaflokkur 1 Ásdís Ósk Elvarsd. / Ópera frá Brautarholti 6,07 / 6,78 2 Helga Rún Jóhannsd. / Lávarður frá Þóreyjarnúpi 5,77 / 6,17 3 Guðmar Freyr Magnússon / Frami frá Íbishóli 5,37 / 6,00 EINSTAKLINGSKEPPNIN: 1. flokkur 1. sæti Tryggvi Björnsson með 26 stig 2. sæti Elvar Einarsson með 24 stig 3. sæti Reynir Aðalsteinsson með 23 stig 2. flokkur 1. sæti Vigdís Gunnarsdóttir með 17 stig 2. sæti Þóranna Másdóttir með 15 stig 3. sæti Halldór Pálsson með 14 stig 3. flokkur 1. sæti Selma Svavarsdóttir með 5,5 stig 2. sæti Ragnar Smári Helgason með 5,5 stig 3. sæti Sigrún Þórðardóttir með 3,5 stig Unglingaflokkur 1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir með 13 stig 2. sæti Jóhannes Geir Gunnarsson með 8 stig 3. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir með 5,5 stig Hestaumfjöllun Feykis Sjá fleiri hestafréttir á www.feykir.is/hestar A-úrslit minna vanar: 1. Anette Tiderman Gnótt frá Grund 2 6,56 2. Malin Elisabeth Jonson Verðandi frá Sauðárkróki 6,50 3. Herdís Rútsdóttir Taktur frá Hestasýn 6,50 4. Cloria Kucel Grímhildur frá Ytra-Skörðugili 6,00 5. Elínborg Bessadóttir Blesi frá Litlu-Tungu 2 5,56 A-úrslit meira vanar: 1. Vigdís Matthíasdóttir Stígur frá Halldórsstöðum 7,56 2. Barbara Wenzl Ræll frá Vatnsleysu 7,00 3. Þórdís Jensdóttir Gramur frá Gunnarsholti 6,83 4. Riikka Anniina Djásn frá Hnjúki 6,67 5. Úlfhildur Sigurðardóttir Sveifla frá Hóli 6,44 N1 er orðinn einn af stærstu styrktaraðilum Landsmóts og Landssambands hesta- mannafélaga og stendur nú öllum hestamönnum til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags. Þeir aðilar sem nú þegar hafa N1 kort geta sent tölvupóst til LH á hm@landsmot.is eða hringja í síma 514-4030 með ósk um hvaða hestamannafélag það vill að kortið sitt styrki og mun sú ósk í engu breyta um kjör viðkomandi hjá N1. LH mun síðan koma þeim skilaboðum áleiðis til N1. Það er því hagur hestamanna- félaganna að þeirra félagar noti kortin frá N1 og er þetta mjög góð fjáröflun fyrir fél- ög innan Landssambands hestamannafélaga. Aðildar- félög LH og félagsmenn njóta sérkjara með N1 kortinu og eru sérstök tilboð í gangi á hverjum tíma varðandi fjáröflunarvörur. Hestamenn eru hvattir til að nýta þetta góða tækifæri sem getur verið góð tekjuöflun næstu árin fyrir félögin og þess má geta að hver N1 korthafi fær 1000 króna afslátt af hverjum miða inn á Landsmót hestamanna 2011 og 2012.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.