Feykir - 14.04.2011, Qupperneq 8
8 Feykir 15/2011
Söngvarakeppni Húnaþings vestra
Hjón sungu til sigurs
Söngvarakeppni Húna-
þings vestra fór fram í
Félagsheimilinu Hvamms-
tanga sl. helgi en alls tóku
13 atriði þátt í keppn-
inni en þemað í ár var
„Uppáhaldslagið mitt.“
Eftir harða og jafnframt
skemmtilega keppni voru það
þau Ingunn Elsa Rafnsdóttir
og Valdimar Gunnlaugsson
sem báru sigur úr bítum
með laginu Where the wild
roses grow sem er þekktast í
flutningi Nick Cave og Kylie
Minogue.
Í öðru sæti hafnaði Anna
Elísabet Gestsdóttir sem söng
lagið Nú brennur tú í mær
sem er eftir Eivør Pálsdóttur.
Það var svo Kristrún
Kristjánsdóttir sem varð í
þriðja sæti með lagið Forget
you sem Cee Lo Green gerði
vinsælt.
Einnig var verðlaunað fyrir
bestu sviðsframkomu og bestu
búningana. Diskódísir fengu
verðlaun fyrir sviðsframkomu
og Tómas Örn Daníelsson
fyrir búninga. Í hléi var síðan
boðið upp á óvænt atriði
er hljómsveitin Overdose
kom saman eftir langt hlé
en hljómsveiti var að sögn
Norðanáttar bernskubrek
hljómsveitarmeðlima.
Feykir sló á þráðinn til
Ingunnar Elsu og forvitnaðist
um sigurvegarana.Í ljós kom
að um par er að ræða en
hingað til segir Ingunn Elsa að
Valdimar hafi verið þekktari
fyrir sönginn en hún. En hvað
kom til að þau ákváðu að taka
þátt? „Við höfum bæði tekið
þátt áður, ég hef tvisvar tekið
þátt með saumaklúbbnum
Diskódísir fengu verðlaun fyrir bestu sviðsframkomu - Ljósm. Gurrý
3. sætið Kristrún Kristjánsdóttir - Ljósm. Gurrý
2. sætið Anna Elísabet Gestsdóttir - Ljósm. Gurrý
( ÁSKORENDAPENNINN )
„Hvað ætlar þú að
verða þegar þú verður
stór?“ er spurning
sem allir kannast við
að hafa bæði spurt
og svarað. Þegar við
erum yngri vefst ekki
fyrir okkur að svara og
draumarnir eru stórir.
Eftir því sem við
verðum eldri, þrengist
sjóndeildarhringurinn
óðum, við förum að hafa
augastað á einhverju
einu ákveðnu sem við
ætlum að verða og
gerum okkar besta til að
ná því takmarki. Ég hef
fyrir mitt leyti átt í mesta
basli með þetta, þar
sem ég get ómögulega
ákveðið hvað ég ætla
að verða þegar að ég
verð stór.
Ég ætlaði t.d. að
verða tamningakona,
læknir, kennari,
fóstra og leikkona. Á
tímabili hallaðist ég
að því að verða bóndi
líka og hugsanlega
hárgreiðslukona, allt
var inni í myndinni.
Á leið minni um
menntaveginn hélt ég
fyrst að ég ætlaði að
verða ferðaráðgjafi, svo
kennari, þá upplýsinga-
og kynningarfulltrúi og
síðan framkvæmdastjóri
(selamálaráðherra).
Nú held ég að ég
gæti kannski orðið
vísindamaður (ég
er samt ekki viss). Í
millitíðinni uppgötvaði
ég svo að ég er líka
heilari, miðill og
grasakona OG að í mér
blunda rithöfundur,
söngkona og listamaður.
Ég get ekki valið, það
er bara ekki hægt! Ég
tók því um daginn, þá
upplýstu ákvörðun að
ég ætla EKKI að ákveða
hvað ég ætla að verða
þegar að ég verð stór.
Í staðinn ætla ég að
lifa lífinu eftir því sem
hjartað segir mér og
njóta hvers dags hvaða
titil sem ég ber þann
daginn. „Lærir meðan
lifir“ var lífsmottó
Gunnþórs afa míns,
en hann einsetti sér
að læra eitthvað nýtt á
hverjum degi út lífið og
stóð við það.
Lífið er ævintýri! Tökum
á móti því með bros
á vör. Eyðum tíma í
náttúrunni og uppgötvun
heiminn sem opnast
allt í kringum okkur.
Veröldin er svo miklu
stærri en við höldum og
við þurfum ekkert annað
en að opna hugann
og nota innsæið okkar
til að upplifa hversu
frábært lífið getur verið.
- - - - -
Ég skora á Helgu
Hinriksdóttur sem
starfar hjá Virki
þekkingarsetri að koma
með næsta pistil úr
Húnaþingi
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir skrifar úr Húnaþingi
Þegar ég verð stór
mínum, The Bjútís og svo
vann ég ásamt Huldu Signýju
Jóhannesdóttur árið 2005 með
lagi eftir Dixie Chicks. Valdi
lenti í 3 sæti í fyrra með lagi
eftir Vilhjálm Vilhjálmsson.
Við höfum aldrei sungið
saman áður en ákváðum að
prófa og það tókst svona líka
vel,“ segir Ingunn og Valdimar
bætir við. „Þó svo að stressið
geti alveg farið með mann
rétt fyrir keppni þá er þetta
samt alltaf jafn gaman. Fullur
salur af fólki og stemningin
frábær, það verður ekki betra
en það.“
Lagið sem þau sungu
til sigurs er eitt af þeirra
uppáhalds lögum og segir
Ingunn að þau hafi verið
samstíga í því að velja lagið. En
hvað skyldu þau gera þegar þau
eru ekki að syngja. „Í daglega
lífinu vinn ég á sambýlinu á
hérna á Hvammstanga en er
í fæðingarorlofi eins og er, og
Valdi vinnur í Kaupfélaginu,“
svarar Ingunn að bragði.
Mitt framlag til
söngsins
Söngvarakeppnin hefur verið
haldin 11 sinnum en síðustu
skipti hefur Sæunn Vigdís
Sigvaldasóttir staðið ein að
undirbúningi keppninnar.
„Sjálf get ég ekki sungið fyrir
mitt litla líf og er þetta því
góð leið fyrir mig til þess að
gera mitt þegar kemur að
söngnum,“ segir Sæunn í
spjalli við Feyki.
Sæunn sér sjálf um að
ráða og greiða tónlistarfólki
og öðru starfsfólki í kringum
kvöldið en hún segir að
keppnin hafi vaxið frá upphafi
og því hafi verið svo komið
að fólk hafi ekki lengur treyst
sér til að vinna að þessu í
sjálfboðavinnu.
„Ég gat ekki hugsað mér
að þetta dytti upp fyrir og tók
þetta því að mér. Það er svo
bara happa og glappa hvort ég
fæ eitthvað greitt fyrir mína
vinnu. Það á eftir að koma í
ljós hvernig árið í ár kom út en
ég vona að ég þurfi alla vega
ekki að borga með þessu,“
segir Sæunn að lokum.
Sigurveigarar kvöldsinns Valdimar Gunnlaugsson og Ingunn Elsa Rafnsdóttir - Ljósm. Gurrý