Feykir


Feykir - 14.04.2011, Síða 9

Feykir - 14.04.2011, Síða 9
 15/2011 Feykir 9 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Sameining leik- og grunnskóla er stórt mál en nú hefur Húnavatnshreppur ákveðið að ráðast í sameiningu þessara stofnana og hefur nú þegar verið auglýst eftir skólastjóra sameinaðrar skólastofnunnar. Jens P Jensen sveitarstjóri svaraði fyrir hönd hreppsins, þegar Feykir spurði frétta. Lífið gengur sinn vanagang í sveitinni Sæll, hvað er nú helst að frétta úr Húnavatnshreppi? „Héðan er allt sæmilegt að frétta. Lífið gengur sinn vanagang í sveitinni þrátt fyrir Icesave og allt stjórnmálavafstrið í þjóðfélaginu. Við erum þó orðin langþreytt á slæmu ástandi vega í sveitinni og finnst undarlegt að ekki skuli vera unnt að gera þá nokkurnveginn ökufæra og leggja á þá bundið slitlag, ef til eru peningar í 2ja til 3ja milljarða kr. framkvæmd við hraðbraut um sveitarfélagið.“ En af þér sjálfum? „Jú allt gott þakka þér fyrir. Ég kem bara tiltölulega sprækur undan vetri, enda notfært mér ótæpilega þá frábæru líkamsræktaraðstöðu sem nágrannar okkar á Blönduósi hafa komið upp. Þrátt fyrir allan bölmóð í samfélaginu eftir efnahagslegt hrun þess þá verðum við að líta björtum augum til framtíðarinnar, enda höfum við alla möguleika á því að eflast og dafna, ef okkur auðnast að standa saman um þá framþróun sem þarf að eiga sér stað í þjóðfélaginu.“ Nú eruð þið að sameina grunn- og leikskólann hjá ykkur hvað kom til? „Í lögum um leik- og grunnskóla frá 2008, er sveitarfélögum heimilað að reka saman leik- grunn- og tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Með þessu er m.a.verið að koma til móts við sveitarfélög, sér í lagi fámenn sveitarfélög, þar sem hagræðingarmöguleikar felast í því að hafa einn stjórnanda yfir skólunum. Frá því að lögin tóku gildi hafa mörg sveitarfélög séð sér hag í því að taka upp samrekstur skólastofnana, flest á leik- og grunnskólasviði. Hreppsnefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt að leik- og grunnskólinn á Húnavöllum verði sameinaðir í eina stofnun, með eina yfirstjórn frá og með 1. ágúst 2011. Í skólunum er verið að vinna gott og metnaðarfullt starf, hins vegar stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að á umliðnum árum hefur nemendum fækkað verulega, við erum því í varnarbaráttu og teljum að sameining muni styrkja faglegt starf á báðum skólastigum til hagsbóta fyrir nemendur og starfsfólk. Jafnframt teljum við að sameining skapi möguleika á hagkvæmari rekstri. Varðandi tónlistarnámið má geta þess að árið 2008 stofn-uðu sveitarfélögin í Austur- Húnavatnssýslu Byggðasamlag um rekstur tónslistarskóla A-Hún. Tónlistarskólinn hefur starfsstöðvar á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og fer Húnavatns- hreppur með daglegan rekstur byggðasamlagsins. Að mínu áliti hefur þetta form reynst vel og eru nemendur nú um 130.“ Er almenn sátt um þá aðgerð? „Á kynningarfundum um sameiningu skólastofnana á Húnavöllum, bæði með starfsfólki og einnig íbúum í Húnavatnshreppi, hefur mér virst vera mikil sátt um málið. Þær athugasemdir sem þó hafa komið fram varða þá helst undirbúning sameiningar og kynningarferlið sjálft.“ Kemur þetta til með að breyta einhverju í daglegu skólahaldi? „Nú verður það auðvitað hlutverk skólastjórnanda, ásamt starfsfólki, að leiða áfram faglegt starf í sameinaðri stofnun. Einnig þarf að móta almenna stefnu um leik- og grunnskólahald í Húnavatns- hreppi.“ Hvað ber annað hæst í sveitar- stjórnarmálum eru einhverjar framkvæmdir fyrirhugaðar í sumar? „Í fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps árið 2011 er gert ráð fyrir mikilli tekjuskerðingu frá fyrra ári. Munar þar mest um lækkun á framlögum frá jöfnunarsjóði. Lækka þarf verulega rekstrarkostnað á árinu 2011, hækka gjaldskrár og draga úr framkvæmdum. Um leið er mikilvægt að verja störfin eins og kostur er, þó verður ekki undan því vikist að lækka þarf launakostnað ef nauðsynlegur sparnaður á að nást. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði í lágmarki á árinu.“ Eitthvað að lokum? „Ég óska fréttablaðinu Feyki til hamingju með 30 ára afmælið. Það er ómetanlegt að hafa öflugt héraðsfréttablað sem flytur okkur fréttir af svæðinu.“ Ræktaðu garðinn þinn í sumar Jafnvel svalirnar duga til matjurtaræktunar Í dýrtíðinni undanfarin ár hefur matjurtarækt notið aukinna vinsælda enda grænmæti hollt og gott en því miður oft á tíðum í dýrara lagi. Leigureitir hafa notið vinsælda og fólk sem aldrei hefur talið sig hafa græna fingur hefur rokið af stað í ræktun. Feykir kannaði málið og komst á snoðir um að í raun duga svalirnar eða pallurinn til matjurtaræktunar. Það eina sem stoppar er okkar eigið framtaksleysi. Á heimasíðunni verond.is má t.d. sjá Gróðurpíramída sem smíðaðir eru í þremur, fimm og sjö hæðum. Henta þeir einkar vel fyrir þá sem hafa lítið pláss og eins fyrir eldra fólk sem ekki treystir sér til að borga niður við jörð. Þarna er plássið sem vera þarf til staðar ekki nema einn fermetri en eins og sjá má á myndinni er hægt að rækta margar tegundir á einum fermetra og ætti salatið að duga fjölskyldunni allt sumarið. Fyrir þá sem ekki vilja fara út í stórar fjárfestingar getur verið sniðugt að smíða kassa upp frá pallettum og rækta á þeim, en þá er hægt að setja kassann hærra frá jörðu og á þann hátt sleppa við að bogra yfir þeim, auk þess sem grænmetið ræktast mun hraðar og betur en í jörðinni þar sem jarðkuldi hægir á vexti plöntunnar. Þeir sem eiga mandarínu- kassa frá jólunum geta klætt þá að innan með jarðvegsdúk og ræktað eina tegund af salati í hverjum kassa. Passar flott í gluggann til þess að byrja með og má síðan flytja út þegar hlýnar í veðri. Séu kassarnir málaðir í þeim lit sem passar eru þeir hin mesta prýði. Þá má sjá á veraldarvefnum grænmeti ræktað í skúffum og kommóðum sem hætt var að þjóna síunum tilgangi. Smart og óvenjuleg lausn. Í blómabúðum má fá mikið úrval matjurtafræja og í raun tilvalið að fara að sá fyrir grænmeti sumarsins. Grænmetið má síðan setja út í beð þar sem þau eru til staðar eða í píramída, potta, kassa eða ker eftir því sem pláss eða hugmyndaflug leyfir. Passa þarf að láta grænmetið vaxa í köldum gluggum og ekki beint ofan við ofn svo það vaxi ekki of hratt og spretti í raun úr sér áður en hægt er að dreifiplanta því. Grænmetinu er síðan dreifiplantað þegar á það eru komin fjögur blöð. Þá er hægt að forrækta gulrætur inni í mjólkurfernum skera síðan utan af þeim og koma fyrir úti í beði eftir að frost hefur farið úr jörðu. Gulrótum má líka sá inn á milli í blómaker. Þá minnum við á að útsæði er komið í búðirnar og í raun tilvalið að fara að fjárfesta í útsæði og koma því í spírun svo hægt verði að setja niður um leið og frost fer úr jörðu. Kartöflurnar er tilfalið að láta spíra í geymslunni, dreifa vel úr þeim og passa að hafa ekki of heitt á þeim. Feykir óskar ykkur gleðilegs ræktunarsumars.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.