Feykir


Feykir - 14.04.2011, Page 11

Feykir - 14.04.2011, Page 11
15/2011 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Steingrímur og Halldóra kokka Sannkallaðir veisluréttir 6-8 kjúklingabringur Ca. 1 dl. hveiti Salt og svartur pipar Olía til steikingar 1 stk. sítróna Karrýsósa: 2 msk. smjör 1 msk. ólífuolía Karrý eftir smekk 1 stk. gult epli kjarnhreinsað og afhýtt 1 stk. laukur saxaður í bita 1½ stk. rauð paprika söxuð í bita 100 gr. nýir sveppir skornir í sneiðar 250 gr. frosin grænmetisblanda 2 dl. kjúklingasoð vatn + kjúklingakraftur 1 dós Campell‘s kjúklingasúpa (má sleppa setja þá aðeins meira vatn og kraft) 1 dl. rjómi (ef rjómi er ekki til er mjög gott að nota 2-3 msk. af uppáhalds smurost- inum og mjólk í staðinn) Salt og pipar ef þarf Þerrið kjúklingabringurnar, veltið upp úr hveiti og brúnið á pönnu, setjið í eldfast mót. Kryddið með salti og pipar og kreistið safann úr sítrónunni yfir kjúklinginn. Karrýsósa: Setjið smjör og olíu á pönnuna og gljáið laukinn, paprikuna, sveppina og grænmetisblönduna, látið steikjast um stund. Bætið þá eplinu, kjúklingasoðinu og karrýinu út í og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Látið krauma í um 1 mínútu. Hellið þá rjómanum og kjúklingasúpunni út í og látið samlagast vel. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og bakið í ofni í 40 mín. við 170°. Það eru sannkallaðir veisluréttir sem þau Steingrímur Ingvarsson og Halldóra Gestsdóttir Litlu-Ásgeirsá í Austur- Húnavatnssýslu bjóða upp á þessa vikuna. Humar í skel með ostabráð í forrétt, kjúklingur með indversku ívafi í aðalrétt og í eftirrétt eru ferskir ávextir í melónu með líkjör. -Við skorum á þau mætu hjón og matgæðinga Jóhönnu Erlu Pálmadóttur og Gunnar Rúnar Kristjánsson frá Akri að koma með uppskriftir í Feyki. Þau geta áreiðanlega galdrað eitthvað gómsætt upp úr sínum nýju ágætu pottum. FORRÉTTUR Humar í skel með ostabráð Fyrir 6 1,2 kg. stór humar í skel 150 gr. hvítlaukssmurostur 200 gr. smjör 4 stk. hvítlauksgeirar, fínt saxaðir ½ búnt fínt söxuð steinselja (ef til er ) Safi úr 1sítrónu Salt og pipar Kljúfið humarinn hálffrosinn eftir endilöngu og fjarlægið svörtu röndina, görnina (gott að nota flísatöng). Setjið í ofnskúffu og geymið (helst í frysti) meðan ostabráðin er löguð. Bræðið saman ost og smjör og bætið hvítlauk, steinselju, kryddi og sítrónusafa saman við. Hrærið vel saman. Þekið humarinn með ostabráðinni með matskeið. Setjið undir grill í ofni í 4 – 5 mín. Eða þar til humarkjötið losnar aðeins frá skelinni (þetta verður að grillast við algjöra gjörgæslu). Berið fram strax með snittubrauði og smjörinu úr ofnskúffunni. AÐALRÉTTUR Kjúklingur með indversku ívafi Fyrir 6 Meðlæti: 1 poki Tilda Basmati soðinn samkvæmt leiðbeiningum . Tilbreyting - Mjög gott er að steikja á pönnu rauðlauk og strengjabaunir og setja út í hrísgrjónin. Hafa með þessu svo gott ferskt salat . EFTIRRÉTTUR Ferskir ávextir í melónu með líkjör 1 stk. vatnsmelóna 250 gr. jarðaber 1 stk. banani 2 stk. kíví 1 stk. epli 1 appelsína 2 dl. líkjör eða góður ávaxtasafi Búið til körfu úr melónunni, skerið undan henni þannig að hún standi vel, mótið handfang og látið listagyðjuna aðstoða ykkur. Skerið ávextina niður, ekki of smátt. Blandið vel saman, setjið í körfuna og hellið líkjör yfir. Skreytið með rifsberjum og bláberjum. Góðir líkjörar eru til dæmis Amaretto og Grand Marnier. Verði ykkur að góðu! Heilir og sælir lesendur góðir. Það er góður vinur þáttarins í Skagafirði sem á fyrstu vísurnar að þessu sinni. Ekki vill hann að gefið sé upp hans rétta nafn, en kýs að yrkja undir dulnefninu X9. Hann segir svo. Nokkrar konur tóku sig saman og fengu bíl til að aka sér norður í Hörgárdal til þess að sjá sjónleikinn Með fullri reisn. Heimkomnar munu þær hafa glatt bændur sína með þeim tíðindum að þeir stæðust fyllilega samanburð við þau tól sem birtust þar. Okkur fannst það ekkert skrítið öll var förin eintómt spjað, því undir þeim var ósköp lítið og ekkert hægt að nota það. Til glöggvunar lesendum skal bent á að orðið spjað kemur fyrir í passíusálmunum og skilst mér að þar eigi það að merkja spé. Áfram heldur bréfritari og segist ekki skilja hvers vegna Hörgdælingar fóru nú á stað með þessa sýningu þegar Páll Arason í Bug er nýlátinn og búið að senda hans skrautmuni á safnið á Húsavík, þar sem það trónir í hillu við hlið steypireyða tóla, og sýnishorna af öðrum spendýrum. Ó Hörgárdalur við hörmung kenndur hér er getan engu lík. Því eini sem að upprétt stendur er austur á safni á Húsavík. Fyrir margt löngu var fræg frásögn af rjúpnaskyttu í Mývatnssveit sem varð fyrir því happi að skjóta hænu í stað rjúpu. Um þá frétt orti gárunginn Jóhannes Benjamínsson, svo. Aðgát rænir rjúpna leit ráðin kænu þjóðin veit. Skytta væn er skónum sleit skaut sér hænu í Mývatnssveit. Fuglasafn ef fyrir er freisting dafna virðist mér. Natni jafna nota ber. Næst má hrafninn gá að sér. Næstu vísu fann ég í drasli mínu og er hún þar talin eftir Sigríði Hjálmarsdóttur í Holtastaðakoti. Veit ekki hver hún hefur verið en mun hafa látist 1907. Eins er hér og eyðisker ekkert ber til gleði. Kríuger og hrafnaher helst er mér að geði. Glöggur lesandi þáttarins hafði samband og benti mér á að næsta vísa væri birt á fyrirbæri sem kallast vísnavefur Skagfirðinga. Væri höfundur hennar þar talin Sigríður Jónsdóttir frá Marðanúpi í Vatnsdal. Dregur hann þennan sannleika í efa og geri ég það líka án þess að muna nú fyrir víst eftir hvern hún er. Bið Vísnaþáttur 544 lesendur að gefa mér upplýsingar þar um, ef þeir vita, en veit fyrir víst að vísan er eftir konu. Veit ég beinn minn vegur er verður neinn ei skaðinn. Kemur einn þá annar fer ungur sveinn í staðinn. Vor hlýtur að hafa verið á næsta leiti þegar Sigríður Sigfúsdóttir í Forsæludal orti svo fallega. Glóey náttar sig nú senn sígur brátt að gríma. Hér er kátt, við eigum enn engan háttatíma. Það er Húnvetningurinn Rögnvaldur Rögnvaldsson sem yrkir svo fallega til vísunnar. Heima vakir hjá mér ein hún sem kvakar þetta. Bræðir klaka, bætir mein blessuð stakan létta. Önnur ágæt hringhenda kemur hér eftir Rögnvald. Hýsum amann ekki lengi óðinn tama kveðum vér. Ljóða saman stillum strengi stutt því gaman lífið er. Gaman að fá eina hringhendu í viðbót frá Rögnvaldi, þar sem segir frá gleðskap hjá nágranna. Granninn átti gómsætt vín gamanþátt svo kíminn. Langra nátta geymist grín gleymdist háttatíminn. Óskaplega þykir undirrituðum vænt um þá hugsun sem fram kemur í næstu vísu Rögnvaldar. Það er eins og ýmsir sjá algengt fyrirbæri, að lenda í villu þeirri að þrá þrýstin konulæri. Finnst gott og gilt að leita til Rögnvaldar með lokavísuna. Þar mun hann vera að glettast við samferðakonu á lífsins leið. Lengi mun í minnum haft og mörgum þykja gaman. Að Freyja á þann koparkjaft sem kemur aldrei saman. Mun þá ekki komist mikið lengra með úrval vísna í þessum þætti. Bið lesendur að vera sæla að sinni. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.