Feykir


Feykir - 19.05.2011, Síða 3

Feykir - 19.05.2011, Síða 3
við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki Laust starf við aðhlynningu aldraðra á hjúkrunardeild á Heilbrigðsstofnuninni Sauðárkróki. Um er að ræða 100% starf, unnin önnur hver helgi, vaktavinna. Hægt er að semja um minna starfshlutfall. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Starfið er laust frá og með 22. maí til ágústloka eða eftir samkomulagi. Einnig eru lausar kvöldvaktir á hjúkrunardeild, vinnutími 18:00-22:00 Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Klausen framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 455 4011, netfang: herdis@hskrokur.is Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðuu HS: www.hskrokur.is Umsóknarfrestur er til 20. maí 2011. Öllum umsóknum verður svarað. www.hskrokur.is 19/2011 Feykir 3 Sumarafleysing FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKINorðurland vestra Ölvuðum vísað frá flugi og enduðu utan vegar Mennirnir sem veltu bíl rétt hjá Blönduósi á þriðjudaginn höfðu áður verið til nokkurra vandræða á Sauðárkróki þaðan sem þeir stálu bíl. Um morguninn höfðu þeir bókað sig inn í áætlunarflug með flugfélaginu Erni en þegar farþegar gerðu athugasemd við ástand þeirra var þeim vísað frá flugi. Þaðan héldu mennirnir aftur inn á Sauðár- krók þar sem þeir gengu á milli bíla í leit að verðmætum auk þess sem þeir fóru inn í íþróttahúsið á Sauðárkróki í sama tilgangi. Ekki höfðu þeir mikið upp úr krafsinu nema hvað að þeir náðu að stela bíl og ætluðu að freista þess að fara landleiðina suður þar sem flugleiðin var þeim klárlega ófær. Á flugvellinum höfðu mennirnir á orði að þeir væru á leið í meðferð. Ekki er vitað hvar mennirnir eru niður- komnir þessa stundina en gera má ráð fyrir að þeir séu á Sauðárkróki. Í samtalið við Feyki.is áréttar Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, að alltaf eigi að læsa hýbýlum sínum og bifreiðum og eigi það við nú líkt og áður. Jón Bjarnason Vill efla kornrækt á landinu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu um eflingu kornræktar. Ráðherra lagði þar til að stuðningur hins opinbera við kornrækt hér á landi yrði sambærilegur því sem er í Danmörku. Kornrækt á Íslandi nemur nú um 15 þúsund tonnum og hefur farið ört vaxandi síðustu ár. Miðað við núverandi rekstrarforsendur er þó talið að hægja muni á þessari aukningu. En það er mat skýrslu- höfunda að með þreföldun íslenskrar kornræktar megi spara þjóðarbúinu 200 mill- jónir í gjaldeyri og fullnægja byggþörf í íslenskum land- búnaði. Þar með má efla hagvarnir og fæðuöryggi þjóðarinnar, stuðla að stöð- ugra rekstrarumhverfi í land- búnaði og auka fjölbreytni í Skagaströnd og Skagafjörður Biskup Íslands í heimsókn Biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, kom fyrr í vikunni í stutta heimsókn á Skagaströnd. Var biskup í ferð með starfsfólki biskupsstofu og lá leið þeirra að Löngumýri í Skagafirði með viðkomu á Skagaströnd. Á Skagaströnd tóku þau Lárus Ægir Guðmundsson, formaður sóknarnefndar, og Úrsúla Árnadóttir, sóknar- prestur, á móti hópnum og buðu honum til kirkju. Lárus sagði frá kirkju á Spákonufelli frá upphafi kristni og til kirkju á Skagaströnd á vorum dögum. Hann sagðist hafa ræðuna stutta en ekki væri víst að hún hefði verið jafn stutt ef meðhjálparinn, Steindór R. Haraldsson, hefði haft tök á því að mæta og flytja ræðu, en hann var í Reykjavík. Úrsúla sagði frá sóknarstarf- inu og þar með æskulýðsstarfi sem er í miklum blóma. Biskup þakkaði fyrir mót- tökurnar og sagði það ávallt ánægjulegt að koma á Skaga- strönd. Að þessu loknu leiddi Magnús B. Jónsson, sveitar- stjóri, hópinn í skoðunarferð um Skagaströnd. Ferðinni var svo framhaldið og ók hópurinn fyrir Skaga og inn í Skagafjörð. Ástkær dóttir okkar, móðir og systir Þóra Elín Þorvaldsdóttir   lést fimmtudaginn 12. maí. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 23. maí 2011 kl. 14:00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Þóru Elínar er bent á Framtíðarreikning Jóhanns Einars sonar hennar í Sparisjóði Skagafjarðar númer 1125-18-560510 kt. 051008-3080. Kristín Snorradóttir Þorvaldur Einar Þorvaldsson Jóhann Einar Axelsson Jón Þór Þorvaldsson Einar Logi Þorvaldsson A N D L Á T atvinnulífi hinna dreifðu byggða. Styrkir til kornræktar á Íslandi eru í dag aðeins brot af því sem tíðkast í nágranna- löndunum. Þannig eru þeir þrefalt hærri í Danmörku en hér á landi og ef mið er tekið af Finnlandi er munurinn sexfaldur. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að á næstunni verði hafnar viðræður við Bændasamtök Íslands um mögulegar breytingar á bú- vörusamningi sem miði að auknum styrkjum til korn- ræktar. Sömuleiðis verður ráðist í úttekt á stöðu fæðu- öryggis í landinu. Myndin var tekin þegar starfshópurinn skilaði af sér til ráðherra en á henni eru nefndarmenn ásamt ráðherra, ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanni ráðherra, f.v. talið Sveinn Ingvarsson, Torfi Jóhannesson, Jón Bjarnason, Þorsteinn Tómasson formaður hópsins, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Áslaug Helgadóttir, Sigurgeir Þorgeirsson og Hörður Harðarson. Á myndina vantar tvo nefndarmenn, þau Bergþóru Þorkelsdóttur og Ólaf Eggertsson. Hópurinn í Hólaneskirkju. Mynd Skagaströnd.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.