Feykir - 19.05.2011, Page 4
4 Feykir 19/2011
Leikmannakynning
Guðný Þóra Guðnadóttir
Laufey Rún Harðardóttir
Sunna Björk Atladóttr
Pétur Björnsson
aðstoðarþjálfari
Brynhildur Ólafsdóttir
Harpa Sif Jónsdóttir
Rakel Svala Gísladóttir
Svava Rún Ingimarsdóttir
Elísabet Haraldsdóttir
Hrafnhildur Guðnadóttir
Sandra Hilmarsdóttir
Svava Stefanía Sævarsdóttr
Erla Björk Björnsdóttir
Kristín Halla Eiríksdóttir
Sigurbjörg Þ. Marteinsdóttir
Þóra Rut Jónsdóttir
Fríða Rún Jónsdóttir
Kristveig Anna Jónsdóttir
Snæbjört Pálsdóttir
Bjarki Már Árnason
þjálfari
Tindastóll – mfl. kvenna
Meistaraflokkur kvenna leikur í B- riðli 1.
deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar
ásamt sex öðrum liðum. Mikill og góður
stígandi hefur verið í liðinu undanfarin ár og er
mikill metnaður hjá Tindastóli að því gangi
sem best.
Fyrsti leikurinn hjá stelpunum er nk.
sunnudag þegar Fjölnir Reykjavík fær þær í
heimsókn en fyrsti heimaleikur verður
föstudaginn 27. maí er Draupnir frá Akureyri
mætir á svæðið.
Nýlega var gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara
en það er Pétur Björnsson margreyndur fót-
boltakappi af Vestfjörðum.
Aðalþjálfari er Bjarki Már Árnason sem
einnig þjálfaði liðið í fyrra.
„Það er mikil tilhlökkun í stúlkunum að
Íslandsmótið sé loksins að byrja og eru þær
gríðarlega ákveðnar í að standa sig vel í sumar.
Og er ég ekki nokkrum vafa um að sumarið
verði gott, því getan er klárlega til staðar til að
ná flottum úrslitum.“ segir Bjarki.
( ÁSKORENDAPENNINN )
Ég ætla fyrst og fremst
að beina orðum mínum
til sauðfjárbænda
og langar að deila
með þeim reynslu
okkar af því að
vera með lífrænan
sauðfjárbúskap.
Það er útbreiddur
misskilningur að það
sé flókið fyrirbæri.
Við meðhöndlum
sauðkindina svipað og
forfeður okkar gerðu
áður en innfluttur
áburður kom til
sögunnar. Hér er
fjárhúsum sjaldan lokað
því ærnar ráða því hvort
þær eru úti eða inni.
Hefur það sýnt sig að
þær kjósa að vera utan
dyra í flestum tilfellum.
Það er einungis ef
hvasst er eða mikið
vatnsveður sem þær
Helga Þórðardóttir skrifar úr Lýtó
Hinn íslenski fóðurbætir
kjósa að liggja inni.
Nokkur umræða hefur
verið að undanförnu
um meðferð á dýrum.
Ég tel ástæðu til að
sauðfjárbændur líti í
eigin barm og velti fyrir
sér hvort sauðkindinni
hugnist að vera lokuð
inni í illa loftræstum
fjárhúsum marga
mánuði á ári.
Við notum eingöngu
laust þurrhey sem við
geymum í hlöðum eða
fúlgum. Það er að
sjálfsögðu meiri vinna
að vera með laust
hey en á móti kemur
að nýting heyjanna er
mun betri en þegar
heilu rúllurnar eru
gefnar úti. Það er líka
mikið ódýrara en að
kaupa plast utanum
allan heyforðann. Svo
er maður laus við að
útsvína nágrennið
með fjúkandi plasti og
hefur ekki samviskubit
vegna gjaldeyriseyðslu.
Einnig sparast olía
því ekki er ástæða
til að eiga dýrar
og eyðslufrekar
dráttarvélar.
Það er reyndar
"hinn íslenski
fóðurbætir" sem mig
langar að benda
sauðfjárbændum á
hvort sem þeir eru með
lífræna framleiðslu
eða ekki. Við höfum
gefið fénu fiskúrgang
í nokkur ár með afar
góðum árangri. Þetta
eru bein og roð og
annar afskurður sem til
fellur í fiskvinnslunni.
Við hökkum úrganginn
og söltum hann.
Hann er síðan gefinn
í stampa sem féð
hefur frjálsan aðgang
að. Heilsufar er
afar gott hjá fénu og
þökkum við það ekki
síst fiskúrganginum.
Þó getur vel verið
að það tengist því
að við notum ekki
innfluttan áburð. Það
er undarleg ráðstöfun,
finnst mér, að flytja
fiskúrgang úr landi til
að ala dönsk loðdýr en
flytja inn í stórum stíl
fóðurbæti og áburð til
að framleiða "íslenskt
lambakjöt". Er ekki
þarna leið til að spara
gjaldeyri ? Lítum
okkur nær og notum
það sem íslensk
náttúra gefur okkur
og hættum að henda
verðmætum í sjóinn.
- - - - - -
Ég skora á Magneu
Guðmundsdóttur á
Varmalæk að verða
næst til að munda
pennann.
Háskóli unga fólksins á Skagaströnd
Í lok vikunnar
Háskólalestin verður á
Skagaströnd á tímabilinu 20.
-21. maí nk. Í tilefni
aldarafmælis HÍ 2011 verður
starfsemi HUF með
hátíðarsniði og skólinn á
faraldsfæti.
Þar ber hæst ferð Háskóla
unga fólksins með svokallaðri
Háskólalest sem heimsækir níu
áfangastaði á landinu í samstarfi
við Rannsóknarsetur HÍ á
landsbyggðinni, grunnskóla,
sveitarfélög o.fl.
Frá og með 29. apríl til 28.
ágúst 2011 verða valin
námskeið HUF, ætluð börnum
frá 12 til 16 ára, haldin víðs
vegar um landið undir for-
merkjum Háskólalestarinnar.
Til viðbótar við námskeið
fyrir unga fólkið verður fjöl-
þætt dagskrá fyrir alla aldurs-
hópa á hverjum áfangastað,
viðburðir, uppákomur, örfyrir-
lestrar og margt fleira.
Háskólalestin er skipulögð í
nánu samstarfi við Vísindavef
Háskóla Íslands en á vefnum
verður sérstakur „brautar-
pallur“ lestarinnar. Á Vísinda-
vefnum verður m.a. fróðleikur
um hvern áfangastað lest-
arinnar, tekinn saman með
virkri þátttöku grunnskóla-
nemenda og Rannsóknasetra
HÍ. Nemendur vinna jafnt
spurningar og svör á vefinn
ásamt öðru efni, svo sem
myndböndum og hlaðvarpi.
Blönduós
Betri afkoma en
búist var við
Rekstrartekjur Blönduóss-
bæjar námu á árinu 2010
alls um 620 millj. kr.
samkvæmt samanteknum
rekstrarreikningi fyrir A- og
B-hluta sem er nokkuð hærra
en fjárhagsáætlun gerði ráð
fyrir. Rekstrarniðurstaða
samstæðunnar fyrir afskriftir
og fjármagnsliði var neikvæð
um 4,9 milljónir kr.
Rekstrarniðurstaða sveitar-
félagsins samkvæmt sama-
teknum rekstrarreikningi A- og
B-hluta var neikvæð um 41
milljón kr. og er 12 milljónum
kr. betri en fjárhagsáætlun
gerði ráð fyrir. Skuldir og
skuldbindingar samtals eru
1.180.172 þús. kr. árið 2010 en
voru 865.389 þús. kr. árið á
undan. Tekin ný langtímalán
eru 250 milljónir kr. Afborganir
langtímalána ársins 2010 voru
78 milljónir kr.
Þetta kemur fram í bókun
sem lögð var fram fundi
Bæjarstjórnar í síðustu viku en
þar kemur einnig fram að árið
2010 var mikið framkvæmdaár
og námu eignfærðar fram-
kvæmdir ársins um 327
milljónum kr. Lokið var við
framkvæmdir við sundlaugina
á Blönduósi og talsverðar
framkvæmdir voru á vegum
byggðasamlaga sem Blönduós
á aðild að og má nefna miklar
endurbætur sem voru gerðar á
Kvennaskólanum á Blönduósi
og endurbætur á íbúðum eldri
borgara í Hnitbjörgum.