Feykir


Feykir - 19.05.2011, Síða 5

Feykir - 19.05.2011, Síða 5
 19/2011 Feykir 5 Íþróttafréttir Feykis ( MITT LIÐ ) Nafn: Aðalsteinn Arnarson. Heimili: Tjarnargata 39, 101 Reykjavík. Starf: Þjónustufulltrúi í Landsbankanum. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Manchester United er mitt lið. Ég man nú ekki eftir mér öðruvísi en að halda með þeim, þannig að ég gæti best trúað því að á meðan ég var mjög ungur hafi einhver lagt sig fram um að gera mig að stuðningsmanni þeirra. Væntanlega hefur þessi aðili haft það fyrir augum að gera uppvaxtarárin eins skemmtileg og hægt var, enda hef ég fagnað mörgum sigrum með mínu liði í gegnum árin. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Ekki beint deilum kannski. En ég hef oft lent í því að þurfa að skýra út fyrir stuðningsmönnum annarra liða að Manchester United séu bestir og eigi undantekningalaust sigra sína fyllilega skilið, en aftur á móti séu þeir yfirleitt beittir óréttlæti í þau örfáu skipti sem tapa. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Ég held að ég verði að fá að nefna 3 leikmenn hér. Þá Ryan Giggs, David Beckham og Paul Scholes. Allt saman frábærir leikmenn sem hafa látið mikið að sér kveða í rauða búningnum. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já ég hef farið tvisvar sinnum í Leikhús draumanna. Fyrra skiptið var árið 2000. Þá fékk ég ferð á leik í fermingargjöf þannig að ég verð eiginlega að þakka guði fyrir það þó svo að mamma og pabbi hafi lagt út fyrir þessu. Þá tóku mínir menn á móti Chelsea og unnu 3-2 með tveimur mörkum frá Dwight Yorke og einu frá Óla Gunnari Sólsker. Síðan fór ég árið 2005 á leik gegn Tottenham. Þetta var down- tímabil hjá United-liðinu og þeir enduðu ekki nema í 2. sæti. Leikurinn fór 1-1 og skoraði Mikael Silvestre mark United. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, eitthvað á ég af þeim. Helst eru það keppnistreyjur en einnig ýmsa aðra hluti. Sá skemmtilegasti er líklega vekjaraklukka sem pabbi fékk í afmælisgjöf þegar hann var fertugur en ég sló eignarhaldi á gripinn. Þessi klukka vakti mig og aðra íbúa götunnar í mörg ár með hinu geysivinsæla lagi ,,Glory, Glory Man United“. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Það halda allir í fjölskyldunni með Manchester United, það er skilyrði fyrir inngöngu. Viddi, hundurinn á heimilinu, hefur þó haft miklar tilfinningar til Wolves, en það er bara vegna þess að hann hefur lifað í þeim misskilningi að hann sé úlfur. Kærastan er eitthvað á villigötum ennþá en ég er að vinna í þessu. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, maður skiptir ekki út hlutum sem ekkert er hægt að setja út á. Uppáhalds málsháttur? Þetta er eiginlega meira orðatiltæki sem stuðningsmenn Liverpool hafa verið duglegir að grípa til þegar 3-5 leikir eru liðnir af hverju tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta hljómar einhvernvegin svona: ,,Djöfull rústum við þessu á næsta tímabili!“ Einhver góð saga úr boltanum? Ég hef aldrei verið góður í því að muna tölur. Hvort sem það eru símanúmer, ártöl eða nákvæm úrslit leikja. Ég hef þó yfirleitt verið með það á hreinu hvernig staðan er í þeim leikjum sem ég spila sjálfur, alla vega á meðan leikurinn er í gangi. Þetta klikkaði þó eitthvað í heimaleik í 2. deild fyrir nokkrum árum síðan gegn Reyni Sandgerði. Þegar stutt var eftir af leiknum skora Reynismenn og minnka muninn í eitt mark, að ég hélt. Mér fannst mínir menn vera full kærulausir og rólegir yfir þessu þannig að ég lét þá aðeins heyra það. Við tökum í kjölfarið miðju og það er Halldór Jón Sigurðsson (Donni) sem sér um það. Eitthvað fór hann vitlaust að þessu og gaf dómarinn honum þá sitt annað gula spjald og þar með rautt. Donni hló að þessari vitleysu í dómaranum og tók þessu ekki mjög alvarlega en rölti út af. Mér fannst þetta alveg fáránlegt af Donna, að vera láta reka sig út af fyrir eitthvað rugl þegar munurinn var aðeins eitt mark og lítið eftir af leiknum, þannig að í hita leiksins hraunaði ég yfir hann fyrir að vera að þessari vitleysu. Donni rölti samt bara út af hinn rólegasti. Leiknum lauk síðan án þess að fleiri mörk hafi verið skoruð og við fögnuðum sigri. Upp í klefa barst það síðan eitthvað í tal af hverju ég hafi verið svona uppstökkur og æstur í lokin. Ég útskýrði það að mér hafi fundist menn vera allt of rólegir og kærulausir þegar andstæðingurinn hafi minnkað muninn í eitt mark. Þá kom það upp úr krafsinu að þeir minnkuðu muninn alls ekkert í eitt mark eins og ég hélt, heldur í 5-3 þannig að ég hafði ekki alveg verið með talninguna á hreinu og lifað í mesta misskilningi lengst af í leiknum. Hefur Öddi Ragnars (pabbi þinn) kennt þér einhver lymskubrögð sem hægt er að nota í boltanum? Kennt og ekki kennt... Hann hefur nú aldrei tekið mig undir höndina og farið í gegnum einhver fantabrögð með mér, ef verið er að fiska eftir því. Ég hef náttúrulega bara séð hann spila með Old Boys. En þegar ég hef heyrt einhverjar sögur af honum frá því í denn og spurt hann út í þær þá hefur það yfirleitt verið einhver annar sem átti upptökin samkvæmt því sem pabbi segir. Ég sjálfur hef nú blessunarlega ekki gert mikið af því að láta illa inni á vellinum, en í þau örfáu skipti sem það hefur komið fyrir þá hef ég alltaf séð mikið eftir því. Sem betur fer hef ég þó nánast aldrei þurft að afsaka þetta mikið fyrir eldra fólki út í bæ. Því ef þetta ber á góma þá er það er yfirleitt fyrra til en ég og segir eitthvað á þessa leið: ,,Iss, þetta er nú ekkert. Þú hefðir átt að sjá hann pabba/ frænda þinn hérna á vellinum í gamla daga.“ Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Það var í einum leik hérna um árið við Hamar frá Hveragerði á Sauðárkróksvelli að títtnefndur faðir minn, Örn Ragnarsson, var til taks á bekknum með sjúkratöskuna eins og hann hefur stundum gert. Í leiknum gerist það að leikmaður okkar, Stefán Arnar Ómarsson meiðist og liggur óvígur eftir á vellinum. Pabbi er kallaður inn á völlinn til þess að hlúa að honum og þetta tekur dálítinn tíma. Hamarsmenn voru orðnir eitthvað pirraðir á þessu og fóru að arga og garga að þessi læknir þyrfti bara að fara út fyrir völlinn og hlúa að manninum þar. Dómarinn tók undir þessar kvartanir með Hamarsmönnum og bað pabba að fara útaf með manninn. Pabbi svaraði engu, lét sem hann heyrði ekki í dómaranum og hélt bara áfram að tjasla Stefáni saman. Hamarsmenn voru orðnir mjög pirraðir á þessu og vildu fá leikinn í gang og dómarinn ítrekaði það við pabba að koma manninum útaf. Þá greip ég inn í og tilkynnti dómaranum og þessum allra æstustu leikmönn- um Hamars að það þýddi ekkert að ræða við lækninn, hann væri útlendingur og skildi ekki íslensku. Menn fóru þá að spyrja að því hvort hann talaði ekki dönsku eða ensku. Ég svaraði því um hæl neitandi og sagði að hann væri pólskur og talaði ekkert nema pólsku, þannig að það þýddi ekkert að reyna tala við hann. Úr því svo var fékk pabbi að klára að hlúa að Stefáni inni á miðjum vellinum og menn biðu á meðan. Hamarsmenn voru orðnir frekar pirraðir þegar yfir lauk, eins og gefur að skilja. Spurning frá Jóhanni Helgasyni. - Hversu oft hefur fjöl- skyldan í Lerkihlíð 1 samtals fengið rauða spjaldið á knattspyrnuvellinum? Svar... Þau eru nú ekki mörg og ég man bara hreinlega ekki eftir neinu. En til þess að geta svarað spurningunni þá fór ég nú samt inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands til þess að reyna finna upplýsingar um þetta. En það er því miður greinilegt að kominn er einhver vírus í gagnagrunninn hjá þeim því það var ekkert að marka það sem þar var gefið upp. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Ég vil endilega að Sigmundur Birgir Skúlason fái tækifæri til að segja frá því sem honum liggur á hjarta. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkom- andi? Nú ert þú Púllari Simmi. Og sem slíkur þá hlýtur þú að vera löngu farinn að hugsa um næsta tímabil. Hvernig leggst það í þig? Knattspyrna : 2. deild karla Tindastóll/Hvöt laut í gras fyrir Hetti Tindastóll/Hvöt fór á Egilsstaði á laugardaginn og spilaði þar fyrsta leik sumarsins. Lokatölur leiksins urðu 1-0 fyrir Hött. Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum í Fellabæ. Leikurinn fór rólega á stað, en Hattarmenn þó ívið sterkari aðilinn, án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Tinda- stóll/Hvöt komst svo meira og meira inn í leikinn, en tókst ekki heldur að skapa sér hrein marktækifæri. Þessi leikur var frekar harður og eðlilega svolítill vorbragur á leik liðanna. Hattarmenn áttu nokkur langskot í þessum leik sem ógnuðu marki okkar manna ekki mikið. Við áttum hinsvegar nokkrar vel útfærðar sóknir sem við náðum ekki að binda endahnútinn á. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Tindastóls/Hvatar frá síðasta leik. Fannar Örn Kolbeinsson kom inní liðið fyrir Arnar Skúla sem var að taka út leikbann. Óskar Vignis leysti síðan stöðu Ingva Hrannars sem er meiddur frá síðasta leik. Árni Einar kom aftur inn í liðið eftir meiðsli og bar fyrirliðabandið í leiknum og stóð fyrir sínu. Heilt yfir þá var leikur okkar manna ágætur. Við gáfum lítil færi á okkur en sóknarleikur- inn gekk misjafnlega. Oft á tíðum var of langt bil á milli sóknar og miðju og stuðningur við fremstu menn þar af leiðandi ekki nægur. Þegar rúmar 10 mínútur voru eftir að leiknum fékk leikmaður Hattar sendingu inn fyrir vörn okkar og skoraði sigurmark leiksins. Líklega hefur leikmaðurinn verið rang- stæður og því markið ólöglegt. Í uppbótartíma átti Hilmar Kárason skalla í þverslá en inn vildi boltinn ekki. Næsti leikur er heimaleikur gegn Fjarðabyggð, laugardag- inn 21. maí. Hann verður spilaður á Blönduósi og byrjar leikurinn kl: 14:00. Við hvetjum alla til þess að skreppa yfir fjallið í laugardagsbíltúr og styðja strákana okkar nú eða bara að skreppa út á völl og leggja sitt að mörkum. Heimild: Tindastóll.is Körfuboltabúðir Tindastóls Kunnir kappar ætla að mæta á svæðið Skráningar eru nú í fullum gangi á þjálfaranámskeið sem körfuknatt- leiksdeild Tindastóls mun halda í júní í tengslum við körfuboltabúðir félagsins.. Meðal kunnugra kappa sem hafa boðað komu sína á nám- skeiðið eru Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Benedikt Rúnar Guðmundsson þjálfari Þórs í Þorlákshöfn. Einnig ætla nýráðnir þjálfarar Njarðvíkur, þeir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson að sækja námskeiðið. Námskeiðið verður haldið 10. og 11. júní, í aðdraganda körfuboltabúðanna. Um öflugt námskeið verður að ræða og fá þjálfarar þátttökuna metna inn í fræðsluáætlun KKÍ. Iss, þetta er nú ekkert

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.