Feykir


Feykir - 19.05.2011, Qupperneq 8

Feykir - 19.05.2011, Qupperneq 8
8 Feykir 19/2011 Hugsað um barn Foreldrar í tvo sólarhringa Nemendur í 9. bekk Árskóla svo og nemendur í 8. -10. bekk Höfðaskóla voru í síðustu viku og um helgina þátttakendur í verkefninu hugsað um barn. Verkefnið gengur út á það að nemendurnir fá í hendurnar raunveruleikabörn eða dúkkur sem líkja eftir hegðun þriggja mánaða ungabarna, ekki bara á daginn heldur allan sólahringinn. Feykir fylgdist með verkefninu. Áður en nemendur skólanna fengu börnin afhent fengu þau fræðslu frá Ólafi Grétari Gunnarssyni sem ræddi við börnin um þá alvöru sem fylgir því að verða ungir foreldrar auk fleiri vandamála sem geta herjað á ungt fólk. Verkefnið fellur vel að námskrá skólans í lífsleikni og er talið efla jafnréttisumræðu. Á Sauðárkróki gekk verk- efnið vel þó að einhverjar dúkkur hafi bilað í miðju verkefni. Krakkarnir sástu á gangi um bæinn með „börnin“ sín í vögnum og burðarpokum og tóku flest hinu nýja hlutverki mjög alvarlega. Stelpurnar gengu þó skrefinu lengra klæddum börn sín vel og vandlega og héldu á þeim líkt og um alvöru ungabarn væri að ræða. Feykir kíkti við í dönsku- tíma en samhliða því að læra voru krakkarnir að gefa pela, vagga, skipta á, nú eða gera aðra hluti sem gera þarf þegar hugsað er um kornabörn. Við spurðum strákana hvernig verkefnið væri? „Þetta er eiginlega einum of raun- verulegt. Við fengum að velja hvort við tækjum barn eða skrifuðum ritgerð. Eftir á að hyggja hefði ritgerðin kannski verið auðveldari,“ sögðu strák- arnir sem margir hverjir höfðu ekki fengið mikinn svefn. Stelpurnar höfðu meira gaman að verkefninu en margar sem dags daglega eru líkt og klipptar út úr tískublaði mættu í jogginggallanum, ómálaðar og ógreiddar, það er jú ekki tími til þess að huga að útlitinu þegar börnin kalla. Aðspurð um hversu góð getnaðarvörn dúkkan væri á skalanum eitt til tíu hrópuðu krakkarnir 11. Já líklega virkaði þetta á Króknum. Börnin fóru á Skagaströnd Eftir tveggja sólahringa dvöl á Króknum héldu börnin á Skagaströnd þar sem þau dvöldust um helgina. Á laugardagsmorgun bauð skól- inn nýbökuðum foreldrum upp á djús og kex í skólanum og var haldinn foreldramorg- un að fyrirmynd kirkjunnar. Krakkarnir fóru að týnast inn upp úr ellefu á laugar- dagsmorgun og voru þau misþreytt eftir nóttina, sumir höfðu fengið að sofa meira og minna alla nóttina á meðan aðrir höfðu mátt vakna til barna sinna á klukkutíma fresti. Krakkarnir voru engu að síður mjög jákvæð fyrir verkefninu og fannst skemmtilegt að fá að prófa að annast alvöru barn. Að sögn Hildar Ingólfsdóttur, skólastjóra, höfðu krakkarnir sum hver sett allt á annan endann heima við í leit að gömlum barnafötum til að klæða börnin sín í. Það var hugað að hverju smáatriði. Strákarnir voru með það á hreinu að verkefnið væri til þess ætlað að þeir yrðu ekki pabbar svona ungir en voru engu að síður á þeirri skoðun að verkefnið væri mjög skemmtilegt. Einn þeirra hafði sett ungbarnavöggu upp við hliðina á rúminu sínu til þess að gera verkefnið raunverulegra. Krakkarnir voru sam- mála um forvarnagildi verk- efnisins en hvað getnaðar- varnastuðulinn varðaði voru þau á því að þetta væri getn- aðarvörn upp á svona sjö á meðan krakkarnir á Króknum voru með töluna 11 af 10 mögulegum. Unga konan sem vaknaði á klukkutíma fresti alla nóttina sagði verkefnið hafa þveröfug áhrif á sig. Sig væri bara farið að langa í barn eftir nóttina. Uppskar hún mikinn hlátur fyrir þessi ummæli sín. Krakkarnir voru sammála um að fyrirlesturinn sem þau fengu áður en þau fóru af stað í verkefnið hafi virkað vel á þau og sérstaklega hafði áhrif á þau þegar þau fengið að sjá dúkkubörn sem höfðu orðið fyrir skaða vegna neyslu móður á fíkniefnum og vegna reykinga móður á meðgöngu. Hildur skólastjóri Höfðaskóla var gríðarlega ánægð með verkefnið og sagði að það væri örugglega komið til þess að vera á þriggja ára festi hjá þeim. „Miðað við þann áhuga sem krakkarnir í 7. bekk sýndu verkefninu eigum við ekki eftir að geta skorast undan þegar kemur að þeim. Verkefnið er mjög skemmtilegt og fróðlegt en jafnframt mjög kostnaðarsamt og erum við þakklát fyrir þá velunnara skólans sem hafa styrkt okkur svo hægt var að fara út í verkefnið.“ Þegar tekin er niðurstaða úr báðum skólunum kemur í ljós að jafn foreldrar ungu foreldranna, ungu foreldrarn- ir, það er nemendurnir, svo og skólastarfsfólk er gríðarlega ánægt með verkefnið. Börnin vilja alla þá athygli sem venjuleg börn fá. Ekki er hægt að losa af þeim eina bleiu og setja hana aftur heldur þurfa börnin að skipta alveg um bleiu líkt og um raunveruleg börn væri að ræða. Nemar eru í börnunum sem skynja hvort reynt er að rugga þau í ró gráti þau. Eins verða foreldrarnir að sinna barninu innan ákveðins tíma því allt er vandlega skráð í tölvukerfi barnsins og síðan prentað út og gefin einkunn eftir því að verkefni loknu. Á Skagaströnd verður farið í verkefnið á þriggja ára fresti og þá allt unglingastigið í einu en á Sauðárkróki er stefnt að því að níundi bekkur fái barn ár hvert. Flott framtak þetta! Á ég að hjálpa þér góurinn. Krakkarnir á Skagaströnd þreytuleg eftir fyrstu nóttina. Á myndina vantar hluta foreldra. Amman, pabbinn og föðursystirin. Öll svakalega spennt yfir hinum nýja hlutverki sínu. Skagfirskir foreldrar.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.