Feykir - 19.05.2011, Síða 10
10 Feykir 19/2011
Sönglög í Sæluviku
Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð
Sæluvikan hófst með látum þegar blásið var
til tónlistarveislu í Miðgarði föstudagskvöldið
29. apríl sl. Mun þetta vera þriðja árið í röð
sem tónleikar sem bera yfirskriftina „Sönglög í
Sæluviku“ eru haldnir og er þetta vonandi orðinn
fastur liður í sæluvikudagskránni. Fullt var út úr
dyrum og stemningin í salnum gríðargóð.
Þarna leiddu saman hesta sína frábærir
tónlistarmenn, með reynsluboltann Stefán R.
Gíslason í broddi fylkingar. Söngvararnir komu úr
ýmsum áttum en þar ber fyrst að nefna Eyþór Inga
Gunnlaugsson og Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur
júróvisionstjörnu sem skiluðu sínu af stakri snilld
eins og þeim er von og vísa til. Heimafólkið stóð sig
ekki síður vel. Einkar gaman var að sjá unga fólkið
spreyta sig en bæði Sigvaldi Helgi Gunnarsson
og Ása Svanhildur Ægisdóttir sýndu að þau
eiga mikla framtíð fyrir sér á tónlistarsviðinu.
Blönduhlíðarskvísurnar Kolla, Lína og Íris sungu
af hjartans list sem og Silla. Dúi átti góða takta og
Gunni og Jón Hallur skemmtu bæði sér og öðrum.
Efniskráin var úr ýmsum áttum og tekin voru fyrir
bæði íslensk og erlend lög.
Segja má með sanni að þarna hafi farið fram
stórkostleg skemmtun og greinilegt var að mikil
vinna og metnaður hefur verið lagður í.
Texti Helga Rós Sigfúsdóttir.
Hópurinn saman kominn á sviðinu.
Kvikmyndasmiðju lokið
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Sl. föstudag luku átta þátttakendur
úr hópi atvinnuleitanda
kvikmyndanámi hjá Skottufilm.
Námið var að frumkvæði
Vinnumálastofnunar á Norðurlandi
vestra sem lagði til að sett væri
upp tímabundið kvikmyndasmiðja á
Sauðárkróki fyrir atvinnuleitendur.
Vinnumarkaðsráð lagði fjármagn
til verkefnisins og sá síðan Farskól-
inn um að skipuleggja námskeiðið,
en það kom síðan í hlut Árna
Gunnarssonar hjá Skottufilm að sjá
um framkvæmdina.
Kvikmyndasmiðjan stóð yfir í tvo
mánuði og var 150 klukkustundir að
lengd. Þátttakendur lögðu á sig mikla
vinnu í smiðjunni og tóku upp efni
bæði á kvöldin og um helgar.
Helstu námsþættir voru; inngang-
ur að gerð kvikmynda og stuttmynda.
Hljóð og mynd, uppbygging, samspil
og framsetning. Uppbygging á
myndrænni frásögn, grundvallaratriði
við gerð kvikmyndahandrits.
Þátttakendur lærðu á ,,alvöru" kvik-
myndatökuvél; lýsingu og hljóð,
bæði inni og úti og um klippingu og
frágang.
Föstudaginn 13. maí var Kvik-
myndasmiðjunni slitið formlega með
því að þátttakendur frumsýndu fjórar
stuttmyndir sem allar tengdust Gretti
Ásmundarsyni með einhverjum hætti.
Myndirnar voru jafn ólíkar og þær
voru margar en báru stimpil Grettis
hvað varðaði blóð og nálægðina við
dauðann.
Jóhanna Guðrún syngur af innlifun.
Heimafólk á sviði.
Eyþór rokkaður að flottur.