Feykir


Feykir - 28.07.2011, Blaðsíða 7

Feykir - 28.07.2011, Blaðsíða 7
28/2011 Feykir 7 öll upp með. Hér er sem sagt um að ræða búnaðarblað í anda þess sem hann var þar sem áherslan verður á að birta hagnýtan fróðleik á sviði landbúnaðar.“ Þú hefur verið ötull tals- maður þess að Ísland fari ekki í Evrópusambandið og duglegur að benda á að matarverð hér sé ekki verra en gengur og gerist annars staðar af hverju þessi mikla sannfæring? „Ég verð bara að viðurkenna að mér finnst það hálf bilað að kvarta yfir matvælaverði þegar það er þó þetta lágt hlutfall af kostnaði við að vera til. Peningum sem varið er í mat er alltaf vel varið, sama verður ekki sagt um margt annað. Að nota hátt matvælaverð sem ástæðu til inngöngu virkar því ekki á mig. Nær væri að reyna að benda á einhver menningarleg- eða söguleg tengsl okkar við meginlandið, eða eitthvað í þá áttina en það virðist bara ekki vera til staðar sem rök fyrir Evrópumálstaðnum og persónulega sé ég bara ekki að Íslendingar eigi samleið með miðstýringabákninu í Brussel.“ Mun Freyja verða lituð af þessum skoðunum þínum? „Freyja er nú fyrst og fremst ætlað að fjalla um landbún- aðarfræði fremur en pólitík þó eflaust verði að einhverju leyti komið inn á þau mál sem eru í umræðunni hverju sinni. Ritstjórnarstefna blaðs- ins miðar að því að Freyja birti efni sem er íslenskum landbúnaði til framdráttar. Við þrjú sem stöndum að blaðinu myndum ritstjórn sem tekur sameiginlegar ákvarðanir um efni blaðsins auk þess sem á bak við ritstjórnina er ritnefnd 5 valinkunnra fræðimanna.“ En að Freyju, hvenær er von á fyrsta blaðinu og hverjir munu skrifa í blaðið? „Fyrsta tölublaðið kemur út 6. ágúst næstkomandi og er vinna við það langt komin. Almennt séð vonumst við til að ráðunautar, fræðimenn á sviði landbúnaðar og aðrir sem telja sig hafa eitthvað fram að færa, sjái sér hag í að senda okkur efni í blaðið. Miðað er við að efnið spanni sem mest land- búnaðinn í heild sinni og í fyrst tölublaðinu er til að mynda fjallað um loðdýrarækt, fóðrun, bútækni, nautgriparækt, garð- rækt o.fl. auk þess sem við reynum að líta út fyrir land- steinana og skyggnast til baka í landbúnaðarsöguna.“ Hver verður dreifingin á blaðinu? „Blaðinu verður fyrst og fremst dreift sem vefútgáfu á heimasíðu útgáfufélagsins www.sjarminn.is og verður blaðið opið fyrir alla sem vilja lesa það. Hægt er að skrá sig á póstlista og fá blaði sent á pdf-formi án endurgjalds. Fyrir þá sem ekki vilja lesa af tölvuskjánum eða einfaldlega vilja eiga blaðið á hörðu eintaki er hægt að hafa samband við einhvern af aðstandendum blaðsins og fá prentað eintak gegn greiðslu fyrir prentun og sendingarkostnaði.“ Ef fólk vill nálgast blaðið nú eða koma í það efni hvert á það að snúa sér? „Í báðum tilfellum er best að snúa sér til einhvers í útgáfufélaginu en allar upplýs- ingar um hvernig hægt er að ná í okkur eru á heimasíðu félagsins www.sjarminn.is einnig er hægt að senda tölvupóst á sjarminn@ sjarminn.is.“ Kemur þetta til með að vera blað eingöngu fyrir starfandi bændur? „Nei alls ekki! Ég tel að efni blaðsins höfði til allra sem hafa áhuga á íslenskum landbúnaði hvort sem þeir eru starfandi bændur eða ekki.“ Nú ert þú staddur hér heima á Íslandi í námsleyfi kemur þú til með að helga blaðinu krafta þína í fríinu eða er tími fyrir aðra vinnu? „Því miður lifir maður ekki á hugsjónunum einum saman (þó að furðulega margir haldi að það sé svo) og því verð ég að sjá mér farborða með því að vinna "heiðarlega" vinnu. Þar er ég undir skónum á sveitunga mínum, Magnúsi, einnig þekktur sem Þrælahaldarinn frá Þverá.“ Hvað með Skagafjörðinn þitt heimahérað telur þú líklegt að þú munir snúa heim að námi loknu? „Það er auðvitað ekkert blaða- viðtal án þess að viðmælandi komi með digurbarkalega yfirlýsingu, og hér kemur hún; það er alveg pottþétt að ég snúi heim í Skagafjörðinn að námi loknu.“ Axel það er ekki hægt að skilja við ungan mann án þess að spyrja hann út í ástina hún hefur ekki barið að þínum dyrum? „Góðir hlutir gerast hægt.“ Eitthvað að lokum? „Vil bara minna aftur á útgáfu- dag Freyju, 6. ágúst á www. sjarminn.is.“ ( TÖLVUPÓSTURINN ) Tónlistarhátíðin Gæran mun fara fram í húsnæði Loðskinns helgina 12. - 14. ágúst næstkomandi en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Friðrik Friðriksson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sem er hugarfóstur hans og félaga hans, sem vildu sjá hér svipaða hátíð og Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði um hverja páska. Feykir sendi Stefáni línu og forvitnaðist um Gæruna. Styttist í Gæruna 2011 Sæll Stefán er undirbúningur alveg á fullu þessa dagana? „Já það er óhætt að segja að nú sé allt á fullu. Það eru mörg símtöl og tölvupóstar á hverjum degi, enda orðið mjög stutt í veisluna.“ Hverjir standa að Gærunni? „Við erum fimm sem stöndum að þessu í ár. Með mér í þessu eru Sigurlaug Vordís, Ragnar Pétur, Fúsi Ben og Stefán Arnar.“ Er þetta sami hópur og í fyrra? „Nánast. Nema Helgi Sæmundur gat ekki verið með þetta árið og fengum við Stefán Arnar til að fylla skarðið.“ Hvaða bönd verða á Gærunni þetta árið? „Það er af nógu af taka í ár eins og í fyrra. Hljómsveitalistann má sjá á gæran.is og á facebook. En það eru stór nöfn þarna eins og Múgsefjun, Blaz Roca, The Vintage Caravan, Valdimar. Brother Grass, Biggi Bix, Douglas Wilson, Benny Crespo´s Gang og Vigri. Svo er líka fullt af nýjum sem og reyndari skagfirskum hljómsveitum s.s. Contalgen Funeral, Hljómsveit Geirmundar, Rock to the Moon, Úlfur Úlfur ofl. Svo má ekki gleyma að á fimmtudeginum verður svakalegt sólókvöld þar sem fullt af Skagfirðingum koma fram með gítarinn að vopni og verða í ruglinu. Þetta verður rosalegt.“ Nú hefur undirbúningur líklega staðið yfir í einhvern tíma hvað tekur í raun langan tíma að skipuleggja svona hátíð? „Við erum með þetta á bakvið eyrað allt árið, hringjum mikið í hvort annað þegar við heyrum í góðri hljómsveit sem við viljum fá eða erum með nýjar hugmyndir. En formlegur undirbúningur hófst núna í febrúar með styrkumsóknum og öðru slíku stuði. Núna fundum við nánast daglega. Enda tékklistinn mjög langur og margt sem þarf að huga að.“ Húsnæðið kom skemmtilega út í fyrra verður svipuð uppsetning í ár? „Já ég býst við að uppsetningin verði algjörlega copy/paste, enda kom þetta frábærlega út í fyrra. Eina stóra breytingin er að við verðum með annað og betra hljóðkerfi í ár. En við gerðum samning við Exton og verða hljómgæðin úr þessum heimi.“ Hvernig fjármagnið þið svona hátíð? „Það eru aðallega styrkir frá fyrirtækjum og stofnunum. Menningarráð Norðurlands vestra og Menningarsjóður KS gáfu okkur líka góða styrki ásamt því að sveitarfélagið hefur svo sannarlega staðið sig með mikilli prýði með alla þá aðstoð sem við þurfum. Við erum mjög þakklát öllum þessum aðilum sem sjá sér fært að styrkja okkur. En svona hátíð kostar mikið af peningum og því mikilvægt að fá þá hjálp fjárhagslega sem við þurfum. En von okkar er að hátíðin verði algjörlega sjálfbær og ekki upp á aðra komin eftir nokkur ár. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir alla að mætingin verði góð, bæði af Skagfirðingum og aðkomufólki.“ Markhópurinn, hver er hann? „Markhópurinn er í raun allir sem hafa gaman af lifandi tónlist. Ungir sem aldnir. Það ætti að vera eitthvað fyrir alla. Svo lengi sem fólk fílar tónlist þá fílar það Gæruna.“ Eina gagnrýnin sem heyrðist í fyrra var að böndin þá hefðu kannski höfðað til full þröngs hóps hafið þið eitthvað brugðist við þeirri gagnrýni? „Það er alltaf erfitt að gera öllum til geðs eins og í svo mörgu. Markmið hátíðarinnar er að gefa ungum norðlenskum hljómsveitum tækifæri á að spreyta sig í geggjuðu hljóðkerfi fyrir framan fullt hús af tónlistarunnendum. Við erum ekki að borga neinni hljómsveit til að spila hjá okkur fyrir utan ferðakostnað, mat og gistingu. Þess vegna er rosalega erfitt að fá stærstu nöfnin. Hins vegar finnst mér að við höfum staðið okkur vel í að hafa þetta eins fjölbreytt og hægt er. Í ár erum við með allan skalann, Blue grass, rokk, hip hop, metal, country og allt þar á milli. Allt í allt eru þetta 27 atriði á Gærunni. U.þ.b. 5 heimildarmyndir um íslenska tónlist. Þannig að ég get lofað því að það er eitthvað fyrir alla.“ Eitthvað að lokum? „Ég vil bara hvetja sem flesta til að kynna sér hljómsveitirnar og koma á Gæruna. Skemmta sér og skemmta öðrum og þannig hjálpa til að festa þessa hátíð í sessi sem eftirsóknarverðan viðburð. Bæði fyrir hljómsveitir og gesti sem annars kæmu ekki í okkar fallega fjörð. Svo vantar okkur alltaf einhverja sjálfboðaliða til að aðstoða okkur í hinu og þessu.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.