Feykir


Feykir - 15.03.2012, Blaðsíða 17

Feykir - 15.03.2012, Blaðsíða 17
11/2012 Feykir 17 Borgaraleg ferming / Sunna Þórarinsdóttir Kjóllinn kominn Sunna Þórarinsdóttir mun fermast borgaralega á fullveldisdegi Íslendinga þann 17. júní í sumar. Foreldrar hennar eru bændurnir Guðrún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson frá Keldudal í Skagafirði. Hvers vegna valdir þú að fermast borgara- lega? -Ég vildi ekki láta ferma mig kirkjulega. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já. Hvernig hefur undirbúningi fermingarinnar verið háttað? -Ég fór á tvö helgarnámskeið á Akureyri hjá Siðmennt. Hvar og hvernig fer athöfnin fram og hvar verður veislan haldin? -Athöfnin og veislan verður heima. Það kemur maður frá Siðmennt og sér um ferminguna. Ég býst við að halda ræðu. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, lambakjöt í aðalrétt og kökur á eftir. Er dressið tilbúið? -Kjóllinn er kominn en ég á eftir að kaupa skó. /PF Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgara- legum fermingum sem er valkostur er nýtur sífellt meiri vinsælda og stendur öllum unglingum til boða. Samkvæmt heimasíðu Siðmenntar er íslenska orðið ferming þýðing á latneska orðinu confirmare sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi en megintilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. Fjölmargir þátttakendur með ólíkar lífsskoðanir fermast borgaralega ár hvert. Sumir tilheyra trúfélögum og aðrir ekki. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að undir- búningi fermingarveislu, eins og margir foreldrar þekkja. Meðal annars þykir flestum ómissandi að hafa kransaköku á boðstólnum, en oftar en ekki pantar fólk kökurnar frá bakaríum eða vönum kransakökumeisturum innan fjölskyldunnar. Nú er hins vegar þriðji kosturinn í boði, því Halldór Kr. Sigurðsson bakari og konditor býður upp á námskeið í kransakökugerð á Laugarbakka og á Skagaströnd dagana 16. og 17. mars nk. Þangað getur fólk komið og bakað sína eigin kransaköku undir styrkri leiðsögn Halldórs. Halldór er mikilreyndur bakari og konditor og hefur verið með námskeið í kransakökugerð í um 5 ár, en námskeið sem hann hefur haldið á vegum Blómavals, bæði í Reykjavík og á Akureyri, hafa notið mikilla vinsælda. „Sumar konur hafa komið aftur og aftur, ég man t.d. eftir einni sem hefur komið fjórum sinnum,“ segir Halldór en bætir við að fermingarbörnin sjálf komi með í baksturinn í um 70% tilfella og saman eigi foreldrar og börn skemmtilega samverustund í fermingarundirbúningnum. Halldór er frá Seltjarnarnesi en er ekki alveg ókunnugur hér nyrðra, því hann eyddi Námskeið í kransakökugerð Skemmtileg samverustund fyrstu fimm árum ævi sinnar á Laxárvatni í Austur- Húnavatnssýslu, þar sem faðir hans, Sigurður Guðlaugsson, starfaði sem stöðvarstjóri við Laxárvatnsvirkjun um árabil. Halldór hóf bakaranám sitt 17- 18 ára og árið 1996 fór hann svo út fyrir landssteinana til að læra konditor hjá einum færasta konditormeistara í Danmörku, Jørgen Søgaard Jensen, í Kransakökuhúsinu á Strikinu í Kaupmannahöfn. „Hann er gríðarlega fær og ég lærði rosalega mikið af honum,“ segir Halldór og bætir við að Jörgen sé nú sestur í helgan stein. „Það var frábær reynsla að læra hjá einu virtasta bakaríi í Danmörku en á því tveggja ára tímabili sem ég var þar vann bakaríið tvisvar sinnum köku ársins. Drottningin verslaði meira að segja við okkur,“ segir hann og hlær. Eins og nafnið gefur til kynna var framleitt mikið magn af kransakökum í Kransakökuhúsinu, um 15-20 kökur á viku, þá voru það yfirleitt svokölluð kransakökuhorn en einnig var bakað mikið af allskonar kökum og tertum sem gerðar voru eftir pöntun. Auk þess sem þar var búið til konfekt og sorbet-ís frá grunni. Gefa sköpunargleðinni lausan tauminn Halldór hefur um árabil miðlað þeirri þekkingu sem hann aflaði sér í Kransakökuhúsinu og haldið ýmis námskeið, bæði í konfekt- og kransakökugerð. „Ég hef gert gríðarlega mikið magn af kransakökum í gegnum tíðina og fannst því tilvalið að miðla þeirri þekkingu áfram,“ segir Halldór en hann kemur til með að sýna hvernig á að gera kökuna fríhendis þar sem einu áhöldin sem notast er við eru málband og skafa. „Ég hef haft þann háttinn á að ég bý til massann og sé svo um baksturinn á kökunni. Þeir sem sækja námskeiðið fá svo 1,6 kg af massa í hendurnar og ég sýni þeim hvernig á að útbúa hringina, sem þau raða svo sjálf. Ég skoða þá svo, pressa þá og baka,“ útskýrir Halldór. Á meðan kakan kólnar er búið til súkkulaðiskraut. Halldór sýnir hvernig á að gera kramarhús og svo getur fólk gefið sköpunargleðinni lausan tauminn. Námskeiðið tekur tvo og hálfan tíma að jafnaði og hver og einn tekur heim með sér 40 manna köku. Kakan geymist í frysti í allt að fjóra til fimm mánuði. „Áður en námskeiðinu lýkur sýni ég hvernig kakan er sett saman. Þá er kakan tekin út daginn fyrir fermingardaginn og henni leyft að þiðna í eina klst. áður en hún er skreytt,“ segir Halldór. Sem fyrr segir verða námskeiðin haldin í Grunn- skóla Húnaþings vestra á Laugarbakka þann 16. mars nk., frá kl. 20:00 til 22:30, og Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd þann 17. mars kl. 12:00 til 14:30. Aðspurður um hvort stæði til að halda námskeiðið víðar um Norður- land vestra svaraði Halldór því til að athugað hafi verið með aðstöðu fyrir námskeið á Sauðárkróki, en hann leggi ríka áherslu á að bjóða upp á sama verð allsstaðar, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni, og það hafi því miður ekki gengið upp. Námskeiðsgjaldið er 6990 kr. og er allt hráefni og bakstur innifalið í verðinu. „Þeir sem búa í Skagafirði verða því að snara sér yfir á Skagaströnd að þessu sinni,“ segir Halldór í lokin. Að sögn Halldórs eru allir velkomnir og tekið verður við skráningum á meðan húsrúm leyfir. Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á netfangið solnoi@hotmail.com eða hringt í síma 690 9078. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.