Feykir


Feykir - 15.03.2012, Blaðsíða 21

Feykir - 15.03.2012, Blaðsíða 21
11/2012 Feykir 21 ...vertu áskrifandi FEYKIR -fréttir og fróðleikur úr þinni heimabyggð Lukkupottur Feykis 2. Nú er áskriftartilboð Þrír heppnir nýir áskrifendur vinna; Leikhúspakki HÓTEL KEA á Akureyri Gistinótt með morgunverði ásamt leikhúsmiðum fyrir tvo. Leikhúsmiðar leiksýningu GULLEYJUNA fyrir 5 hjá Leikfélagi Akureyrar Páskaegg nr. 7 frá Nóa í boði Skagfirðingabúðar Fylgstu með á Feykir.is lukkulegir vinningshafar verða dregnir út 2. apríl 1. 3. Lækaðu á FEYKIR á feisinu. Þegar vinur nr. 777 smellur inn er dregin út einn heppinn sem vinnur strigaprentun hjá Nýprent Lækaðu á NÝPRENT á feisinu. Þegar vinur nr. 500 smellur inn er dregin út einn heppinn sem vinnur strigaprentun hjá Nýprent Taktu tveggja mánaða áskrift að Feyki og þá færðu þriðja mánuðinn frítt og lendir í lukkupotti Feykis! Hver mánuður er á aðeins kr. 1400 Þú gerist áskrifandi - og eftir 3 mánuði lætur þú vita ef þú vilt ekki halda áfram áskriftinni. Hringdu núna Áskriftarsími: 455 7172 :: Netfang: feykir@feykir.is Feykir fór á stúfana til að kanna hvað er helst í tísku í hár og förðun hjá fermingarbörnum þetta árið og ráðfærði sig við þrjá sérfræðinga í þeim geira, þær Guðrúnu Vigdísi Jónasdóttur og Þórdísi Ósk Rúnarsdóttur hárgreiðslukonur hjá Capello á Sauðárkróki og Hrafnhildi Viðarsdóttur förðunarfræðing. Af gefnu tilefni var ákveðið að kynna hvað er heitast um þessar mundir í máli og myndum. Hárgreiðslu- og förðunarfræðingarnir voru sammála um það að aðalmálið væri að fermingarstúlkur ættu að vera frísklegar og náttúrulegar. Tískan í fermingarhárgreiðslum í ár segja þær Guðrún og Þórdís vera með rómantískum blæ og byggjast mikið á svokölluðum Hollywood krullum. „Greiðslurnar eru léttar og lausar en fléttur eru einnig áberandi í ár. Þá eru það aðallega fiskifléttur og fjórfaldar fléttur,“ segja þær og bæta við að hárskraut sé fremur fíngert og ekki mikið af því. Hárvörur eru í lágmarki en hér er notast við gloss- og hárúða frá Paul Michell. Hvað förðun varðar þá segir Hrafnhildur að sér þyki ekki fallegt að sjá fermingarstúlkur með mikinn farða, fremur ættu þær að notast við náttúrulega liti. „Það ætti í raun varla að sjást að þær séu farðaðar, frekar bara að skerpa og draga fram fallega fítusa í andliti þeirra,“ segir Hrafnhildur og bætir við að ekki sé nauðsynlegt að nota meik á svo ungar stúlkur. „Þær eru yfirleitt með það náttúrlega og fallega húð að púður nægir oftast. Svo ættu þær alls ekki vera með varaliti í sterkum litum en það stingur í stúf við förðunina. Heldur ættu þær að velja ljósan gloss eða hreinlega varasalva, bara til að fá smá glans á varirnar.“ Flestar vörur sem Hrafnhildur notar eru frá MAC. /BÞ Fermingartískan 2012 Hár & förðun Módel Linda Þórdís Róbertsdóttir Hár „Fyrst eru gerðar tvær fiskifléttur og snúningur tekinn frá vinstri hlið að fléttunum. Síðan eru endarnir krullaðir og settir upp í lausan hnút.“ Förðun „Meikið sem ég nota er Dinair airbrush, litur er Natural beige, sett á í þunnu lagi. Á augun byrja ég á að setja augnskuggan Shroom frá MAC í grunninn en hann er húðlitaður með smá sanseringu. Því næst nota ég Star Violet sem er dekksti tónnin, Pink Venus í millitón og Phloof! í innri augnkrók. Svo nota ég Mineralize Skinfinish sólarpúður frá MAC á kinnar og Belightful Highlighter frá MAC á kinnbein undir augum, til að fá kontrast á móti sólarpúðrinu. Fölbleikur gloss varð fyrir valinu á varirnar“ Módel Nótt Þórunn Rodriguez Óttarsdóttir Hár „Hárið er allt krullað með sléttujárni, lausir snúningar eru teknir upp á báðum hliðum og festir saman.“ Förðun „Meikið heitir Dinair airbrush og ég blanda saman Natural beige lit og Olive beige. Næst nota ég Töfrasprotann sem er hyljari frá Lancome. Á augun set ég fyrst augnskuggan Shroom frá mac en hann er húðlitaður með smá sanseringu. Næst nota ég Bronze í dekksta tónninn, Expensive pink í millitón og Jest í innri augnkrók. Á kinnar nota ég Mineralize Skinfinish sólarpúður frá MAC og Belight- ful Highlighter frá MAC ofan á kinnbein undir augnsvæðið til að skapa andstæður á móti sólarpúðrinu. Loks set ég fölbleikan gloss á varirnar.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.