Feykir


Feykir - 04.04.2012, Side 4

Feykir - 04.04.2012, Side 4
4 Feykir 14/2012 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Tindastóll fékk KR í heimsókn í Síkið sl. sunnudagskvöld en um annan leik liðanna var að ræða í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. KR vann fyrri leik liðanna í Vesturbænum nokkuð örugglega og í þetta skiptið varð engin breyting, KR leiddi nánast frá upphafi til enda og komust heimamenn aldrei yfir í leiknum þrátt fyrir hetjulega baráttu. KR sigraði 89-81 og eru komnir í undanúrslit. KR-ingar byrjuðu betur en hvorugt liðið var að spila glimrandi sóknarbolta en það var hinsvegar hart tekist á frá byrjun og augljóst að KR-ingar ætluðu ekki að hleypa Króksurum aftur í Vesturbæinn til að spila þriðja leikinn í einvíginu. Staðan í hálfleik, 34-37 fyrir KR. Í seinni hálfleik bitu heimamenn á jaxlinn eftir að Miller fór af velli eftir slæmt högg á nefið svo fossblæddi og náðu góðum kafla þar sem slegist var um hvern bolta. Það dugði þó ekki og KR-ingar unnu öruggan og sanngjarnan sigur, 81-89. Atkvæðamestur í liði Tindastóls var Curtis Allen en hann gerði 25 stig í leiknum. Ekki hitt vel upp á síðkastið Bárður Eyþórsson þjálfari Stólanna sagði að liðið hefði sannarlega reynt að vinna, það hefði skapað sér mörg tækifæri. -Því miður höfum ekki verið að hitta vel upp á síðkastið. Það er það sem gerir útslagið hjá okkur. Við vitum að þeir eru stærri og hærri og sérstaklega í kvöld áttum við í erfiðleikum með þá. Um tímabilið í heild segir Bárður að liðið hefði átt að gera betur. -Mér fannst síðustu umferðirnar við detta úr „riþma“, náðum ekki nógu góðum „riþma“ fyrir skotmennina okkar og skotmennirnir duttu úr sínum „riþma“ og við náðum einhvern veginn ekki að koma okkur inn í hann aftur. /PF Úrslitakeppni Express-deildarinnar Tindastóll úr leik Slysin gera boð á undan sér Forvarnarfundur var haldin með starfsmönnum Sveitar- félagsins Skagafjarðar á dögunum en Sveitarfélagið stefnir á að vinna markvisst að forvarnar- og öryggis- málum innan sveitarfélagsins, í samstarfi við VÍS. Það má segja að Skagafjörður sé til fyrirmyndar þegar kemur að forvörnum hjá fyrirtækjum og stofnunum því nú þegar hafa Steinull, Vörumiðlun, KS og Fisk Seafood tekið öryggismálin í gegn innan sinna raða. Gísli Níls Einarsson, for- varnarfulltrúi fyrirtækja hjá VÍS, var staddur á fundinum og ræddi við Feyki um mikilvægi þess að vera vakandi fyrir þeim hættum sem geta steðjað að í umhverfi fyrirtækjanna og vonast til þess að vitundar- vakning verði á meðal starfs- manna Sveitarfélagsins og víðar. „Reynsla og rannsóknir sína að með því að bæta umgengni á vinnustað sé auðveldlega hægt að koma í veg fyrir hvers kyns tjón, hvort sem um er að ræða slys eða bruna. Bein fylgni er á milli slæmri umgengni og aukinni tjóna- og slysatíðni - þetta er í raun ódýrasta forvörnin,“ segir Gísli Níls. Gísli segir að farið sé yfir öryggismál starfsmanna, t.d. haldin atvikaskráning á vinnu- slysum, farnar reglulegar öryggisskoðanir um fyrirtækin til að lágmarka slysahættu og að starfsmenn noti viðeigandi persónuhlífðarbúnað á við- eigandi hátt. Einnig er farið er yfir innbrotsvarnir og farið er yfir stöðu brunamála, t.d. kannað aðgengi að slökkvitækj- um, staðsetning þeirra sé góð, starfsmenn þjálfaðir í notkun tækjanna, hvort flóttaleiðir séu greiðfærar, útljós (exit-ljós) séu sílogandi og þess háttar. Loks eru umgengnismál innan og utan dyra til skoðunar, ásamt ruslsöfnun. Áhöfn Málmeyjar er flaggskipið VÍS er nú að vinna með sjö útgerðarfyrirtækjum í þessu verkefni og eru yfir 200 sjómenn þátttakendur í því. „FISK var fyrsta útgerðin til að taka þátt í þessu einstaka forvarnarverkefni og er öðrum útgerðum á Íslandi til fyrir- myndar í því. Áhöfnin á Málmey var fyrst til að taka þátt og er flaggskipið í þessum nýju áherslum í öryggismálum sjó- manna sem stefnt er að verði til frambúðar,“ segir Gísli og bætir við að um verðugt verkefni sé að ræða því að á meðaltali hefur einn sjómaður slasast fyrir hvern dag ársins, ef horft til fjölda slasaðra frá 2001- 2010. Þetta er þá fjöldi sjó- manna sem þurfa þiggja bætur frá hinu opinbera eða trygg- ingafélögunum. Gísli segir að vinnuslys séu með öllu óásættanleg og eru fyrirbyggjanleg. Allir eigi að geta komið heilir heim til sín. Hugtakið „Slysin gera ekki boð á undan sér“ segir hann því ekki eiga rétt á sér - þau gera boð á undan sér, við þurfum bara að vera vakandi fyrir þeim. /BÞ ( TÓN-LYSTIN ) palli@feykir.is Sara Rut Fannarsdóttir / söngkona Síendurtekinn indjánasöngur á heimilinu Sara Rut Fannarsdóttir heitir ung og efnileg tónlistarkona frá Skagaströndinni góðu sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Fúsaleg Helgi þar sem hún var harmonikkuleikari og söng en fyrr á þessu ári fluttist Sara til Hafnafjarðar. Helstu tónlistarafrek fyrir utan að spila í fyrrnefndri hljómsveit þá segist Sara eitt sinn hafa spilað fyrir biskupinn sjálfan. Þá hefur hún verið í lúðrasveit og spilað og sungið hér og þar. Uppáhalds tónlistartímabil? Það er náttúrulega engin spurning, gullaldartímabilið frá sirka 1960- 1980. Svo finnst mér tímabilið um sirka árið 1981-1983 þegar pönkið stóð sem hæst á Íslandi nokkuð áhugavert. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Fór á skemmtilegan djazz fyrirlestur um daginn og hef ekki stoppað að hlusta á Benny Goodman, Louis Armstrong, Nat King Cole, Billy Holiday og alla þá snillinga. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Ekki annað að ræða en að hafa gamla góða rokkið og klassíska tóna frá metal heiminum. Svo man ég sterklega eftir Harry Belafonte í græjunum. Hver var fyrsta platan/diskur- inn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Mig rámar í að ég hafi keypt kasettu af indjánum úti á Spáni þegar ég var 5 ára, sú kasetta var vel notuð og alltaf hljómaði síendurtekinn indjánasöngur á heimilinu í nokkur ár eftir á. Hvaða græjur varstu þá með? Ég var með eitthvað eðal kassettu- tæki. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Ég raula alltaf gamlar íslenskar söngvísur og þjóðlög og skemmti mér konunglega við það. Hvergi betri staður en sturtan til þess að tralla lög á borð við Máninn fullur, Hættu að gráta hringaná, Veröld fláa sýnir sig og fleiri gullmola. Wham! eða Duran? Auðvitað Wham! Wake Me Up Before You Go Go gefur þeim mörg mörg stig. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ég held að smellir frá Queen, Led Zeppelin, Jefferson Airplane, Steppenwolf og Boney M yrðu fyrir valinu, æðisleg lög og maður getur ekki annað en dansað og sungið með. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Graham Nash, Simon and Garfunkel, Trúbrot og Enya yrðu í efstu sætunum myndi ég segja. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tæk- irðu með þér? Wacken Metal Festival í Þýskalandi hefur verið draumaferðin mín síðan ég var 15 ára. Ef ég myndi fara þangað, tæki ég elskulega systur mína með mér. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Einn af þeim er Gene Simmons söngvari og bassaleikari Kiss, af því hann var og er einn sá svalasti í bransanum, punktur. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Úff.. þetta er mjög erfið spurning. En ef ég þyrfti að velja þá held ég að ég myndi segja Led Zeppelin IV eða 4 symbols eins og hún er líka kölluð. Forvarnar- og öryggismál í Skagafirði Gísli Níls kynnir forvarnarmál fyrir starfsmönnum svf. Skagafjarðar á Kaffi Krók.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.