Feykir


Feykir - 12.07.2012, Side 2

Feykir - 12.07.2012, Side 2
2 Feykir 27/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Tólf ára gömul stúlka hlaut alvarlega áverka þegar hún varð undir dráttarvél, sem var með sláttuvél í eftir- dragi, á sveitabæ skammt frá Sauðárkróki í síðustu viku. Stúlkan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur þar sem hún gekkst undir aðgerð. Skv. heimildum Mbl.is er líðan stúlkunnar eftir atvikum, barnið er vak- andi en alvarlega slasað. /BÞ Skagafjörður Stúlka slasast alvarlega Ísbjarnaheimsóknir Sporin Blönduós Ætla hætta viðhaldi og þjónustu Vegagerðin hefur tilkynnt bæjarráði Blönduósbæjar að hún hyggst hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á Húnabraut og Hafnarbraut frá gatna- mótum Hringvegar að hafnarsvæði. Kom þetta fram bæjarráðsfundi Blöndu- ósbæjar þann 5. júlí sl. Í bréfi frá Vegagerðinni dags. 16. maí 2012 er sú ástæða tilgreind að þar sem Blöndu- óshöfn telst ekki landshöfn í grunnneti, fellur Húnabraut og Hafnarbraut frá gatnamótum Hringvegar að hafnarsvæði, ekki lengur undir skilgreiningu þjóðvega. Mun Vegagerðin því hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á umræddum vegum frá og með 1. janúar 2013. „Ef til þess kemur, að stjórnvöld ákveða að fjármagna að einhverju leyti viðhald og þjónustu þeirra vega sem féllu út af vegaskrá með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 mun sú ákvörðun einnig gilda um Húnabraut og Hafnarbraut, eftir því sem við á,“ segir í bréfinu. Kveðið er á um þjóðvegi og flokkun þeirra í þriðja kafla vegalaga frá 2007 en þar segir m.a. að stofnvegir séu hluti af grunnkerfi sam- gangna og er það skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Samkvæmt lögunum er heimilt að láta stofnveg ná til flugvallar og hafnar sem mikil- væg eru fyrir ferðaþjónustu og flutninga. Á fundinum kynnti Bæjar- stjóri minnisblað frá Ágústi Þór Bragasyni, yfirmanni tæknideildar, þar sem reifuð eru mótrök fyrir þessari ákvörðun Vegagerðarinnar. Bæjarstjóra var falið að senda bréf á Vegagerðina og andmæla þessari aðgerð Vegagerðarinnar og senda afrit á þingmenn og ráðherra samgöngumála. /BÞ Haldinn verður fjölskyldu- dagur á Reykjum nk. laugardag, 14. júlí, en þá er hugmyndin sú að fólk komi og njóti þeirra einstöku náttúru sem Reykir hefur uppá að bjóða. Mæting verður kl. 12 við nýja kaffihúsið á Reykjum og þá verður m.a. gengið út í Glerhallarvík, farið í fjársjóðs- leit í fjörunni, sandkastala- keppni, skordýraleit, veiði og margt fleira. „Þetta er upplagt tækifæri fyrir alla fjölskylduna að vera úti í náttúrunni og leika saman,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir. Nánari upplýsingar má finna á Feyki.is. /BÞ Mikil leit stóð yfir í síðustu viku af hvítabirni sem átti að hafa sést við Húnaflóa. Þyrla landhelgisgæslunnar kembdi svæðið og skyttur á svæðinu voru beðnar um að vera til taks. Þá voru birtar myndir af meintum fótsporum hvíta- bjarnarins í fjölmiðlum, sem síðar reyndust vera eftir tvo kajakræðara sem voru á ferða- lagi um Vatnsnesið. Enginn fannst því björninn. /BÞ Fjölskyldudagur á Reykjum á Reykjaströnd Fjársjóðsleit og sand- kastalakeppni Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi Til heiðurs listakonu Helgina 14. og 15. júlí ætlar fjölskylda Maríu Hjaltadóttur að heiðra minningu hennar en 18. júlí nk. eru 20 ár frá fráfalli þessarar miklu listakonu. Ætlar fjölskyldan af því tilefni að vera með sýningu á nokkrum verkum hennar og verkum eftir einstaklinga í stórfjölskyldunni á milli klukkan 14 og 19 báða dagana, í skemmunni á Hvoli í Vesturhópi. María var fædd 1. júlí 1924 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún fór sem kaupakona að Lækjar- móti í Víðidal og kynntist eiginmanni sínum Jósef Magnússyni. Þau eignuðust 10 börn en tvö þeirra dóu á unga aldri. María var mjög listhneigð en hún hafði lítinn tíma fyrir þá iðju fyrr en börnin voru uppkomin. Þá fór hún að mála og einnig kenndi hún nokkur ár myndmennt við Vesturhóps- skóla. María var einstaklega geð- góð og umhyggjusöm kona og skipti sjaldan skapi. Henni var mikið í mun að halda stór- fjölskyldunni saman. Hún lést aðeins 68 ára að aldri. Margir í stórfjölskyldu hennar eru listhneigðir og langar að leyfa fólki að njóta þess að líta verk sín augum og um leið að þiggja veitingar. Maríu á Hvoli munum við öll, málandi á striga og kríta hæðir og dali og himin og fjöll hér brot af því fáum að líta. (Gústi) /PF Helga Margrét Ekki til London Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fer ekki á Olympíuleikana í London. Helga gerði síðustu tilraun til að ná lágmarkinu á móti nú um helgina en hafði því miður ekki erindi sem erfiði. „Sunnan við garðinn hennar mömmu“ Listaflóð á Vígaslóð 2012 Menningardagar verða á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 13. - 14. júlí en samskonar hátíð var haldin á Grund fyrir ári. Skemmtun hefst með tón- leikum Tindatríósins og Karla- kórsins Brandur Kolbeinsson „Sunnan við garðinn“ þann 13. júlí kl. 20:30 og stefnir í fjörugt föstudagskvöld. Á laugardag hefst dagskráin kl. 12. Félagar úr Víkingafélaginu Hringhorna frá Akranesi munu sýna leiki fornmanna og bjóða gestum í leik og Sigurður Hansen verður með leiðsögn um Haugsnes- grundir. Flutt verða tónlistaratriði yfir daginn og fram koma m.a. Sæþór Már, Gillon, Johnson & Johnson, Jón Þorsteinn Reynis- son harmonikusnillingur og Árni Geir Sigurbjörnsson tenór. Ýmsir markaðir verða á staðnum og hægt að kaupa kaffi og með því. Nánari upplýsingar má finna á Feyki.is. /BÞ Hofsós- og Sauðárkrókshafnir Aflatölur Strandveiðibátar sem lönduðu við Sauðárkróks- höfn í júnímánuði voru níu talsins samkvæmt upplýs- ingum frá Daníeli B. Helgasyni hafnarverði og lönduðu þeir alls 65 tonnum af blönduðum afla, þar sem uppistaðan var þorskur. Það sem af er júlí hafa strand- veiðibátar landað 17 tonnum við höfnina. Á Hofsósi lönduðu sjö strand- veiðibátar 27 tonnum í júní. Það sem af er júlímánuði hafa fimm bátar landað sjö tonnum. Þá hefur verið nóg að gera á rækjuveiðum en þann 3. júlí sl. landaði Grímsnes BA-555 rúmum 25 tonnum af rækju og að sögn Daníels fór sá afli til Dögunar ehf. Sama dag landaði Þinganes SF-25 14 tonnum af rækju sem fór til FISK Seafood og verður unnin á Grundarfirði. Jón Gunnlaugsson ÁR-444 landaði 14 tonnum af rækju þann 4. júlí og 5. júlí landaði Sæfari ÁR-170 átta tonnum af rækju. Í báðum tilvikum fór aflinn til FISK Seafood og verður unnin á Grundafirði. Klakkur landaði 60 tonnum af lausfrystum makríl þann 5. júlí og fór hann til FISK Seafood. Þá landaði flutninga- skipið Stella Orion 250 tonnum af bitumen þann 7. júlí, en bitumen er olíuhrat sem m.a. er notað í vegagerð. /BÞ Félagsheimilið Blönduósi Tap á rekstrinum Tap varð á rekstri Félagsheimilisins á Blönduósi á árinu 2011 að fjárhæð 2.727 þús. kr. Þetta kom fram á 57. fundi bæjarráðs Blönduósbæjar þann 5. júlí sl. Í fundargerð segir að bókfært eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 36.901 þús. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. „Hlutafé félagsins nam í árslok 40.600 þús. kr. og átti Blöndu- ósbær 99,7% af heildarhlutafé en Leikfélag Blönduóss 0,3% sem er óbreytt frá fyrra ári,“ segir í fundargerð. /BÞ Tónlistarveisla Gæran Tónlistarhátíðin Gæran á Sauðárkróki tilkynnti í síðustu viku hverjir munu stíga á svið á tónlistar- hátíðinni en hátíðin fer fram í þriðja sinn þann 23. – 25. ágúst nk. „Við erum að toppa okkur núna,“ segir Stefán Friðrik Friðriksson, einn skipuleggj- andi tónlistarhátíðarinnar en Gæran hefur vaxið um 100% frá ári til árs. Meðal flytjenda verða Eyvör Páls, Gildran, Brother Grass, Contalgen, Dimma og margir fleiri. /BÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.