Feykir


Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 28/2012 Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi ætlar að bjóða upp á óhefðbundna tískusýningu á Húna- vöku en þar munu sýningastúlkur sýna glæsilegt samansafn af þjóðbúningum. Mun þetta vera annað árið sem haldin er tískusýning á Heimilisiðnarsafninu á Húnavöku en þar sem afar vel til tókst í fyrra verður þráðurinn tekinn upp að nýju í ár. Elín S. Sigurðardóttir forstöðu- kona Heimilisiðnaðarsafnsins segir hugmyndina að því að halda tískusýningu fyrst hafa kviknað þegar verið var að setja upp Sumarsýningu safnsins í fyrra sem var yfirlitssýning á verkum veflistarkonunnar Guðrúnar Vigfúsdóttur sem bar heitið „Úr smiðju vefarans mikla“. „Ég komst að því að í fórum aðstandenda Guðrúnar var til mikið af allskyns fatnaði og fengum við Eyrún Gísla- dóttir, dóttir listakonunnar, þá hugdettu að bjóða uppá tísku- sýningu á Húnavöku. Í stuttu máli verður að segjast að sýningin sló í gegn, stúlkurnar og konurnar sem sýndu stóðu sig með stakri prýði, eins og þær hefðu aldrei gert annað en að sýna föt,“ segir Elín og brosir. Hugmyndin að halda tísku- sýningu þjóðbúningana segir Elín hafa nokkuð lengi verið að þróast í kollinum á henni en ekki orðið af framkvæmdum. Menningarráð Norðurlands vestra veitti nú svolítinn styrk til verkefnisins og þá hafði Elín samband við Heimilisiðnaðar- félag Íslands en tískusýningin er unnin í samstarfi við félagið. „Það var líka auðsótt mál að leita til þessara ágætu kvenna hjá Heimilisiðnaðarfélagi Ís- lands sem munu koma með nokkra búninga og aðstoða okkur,“ segir hún. Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari í þjóðbúningasaum hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, kynnir búningana og stjórnar sýningunni. „Á tískusýningunni munu konur uppáklæddar í faldbún- ing með krókfaldi og spaða- faldi, í 19. og 20. aldar peysu- fötum og upphlutum, í skautbúningi og kyrtli spranga um safnið. Þá munu telpur og drengir sýna 19. og 20. aldar búninga og 19. aldar karl- búningur verður líka sýndur,“ útskýrir Elín og hvetur fólk sem á búning í hvaða mynd sem er, að klæða sig upp í tilefni dagsins. „Ég held að þetta geti verið mjög skemmtilegt en Heimilisiðnaðarsafnið á marga afar fallega búninga sem eru til sýnis en þeir eru flestir frá upphafi 19. aldar og er því gaman að sjá búninga sem konur eru að nota í dag. Margar þeirra hafa lagt mikla vinnu í gerð þeirra og þá sérstaklega í saum á faldbúningum sem eru mjög skrautlegir með sérlega fallegu bróderíi,“ segir Elín. Sýningin mun fara fram á síðasta degi Húnavöku, sunnu- daginn 22. júlí og hefst kl. 15.00. „Að sjálfsögðu verðum við með heitt á könnunni og kleinur til að narta í og verður þetta allt innifalið í aðgangs- eyri,“ bætir hún við. Gimbað, knipplað og orkerað Yfir sumarmánuðina er jafnan mikið um að vera á Heimilis- iðnaðarsafninu og margt skemmtilegt að skoða og sjá þar innanhúss. Á Húnavöku og Íslenska safnadeginum hefur safnið ævinlega verið með sérstaka dagskrá þar sem konur hafa sýnt ýmiss konar vinnubrögð við meðferð ullar og búið til þráð en það er einmitt þráðurinn sem er upphaf og endir allrar klæða- gerðar. Konurnar hafa sýnt hvernig tekið var ofan af, kembt, spunnið og prjónað en líka slegið í vef. Þá hefur verið hægt að sjá hvernig marg- víslegur útsaumur er gerður, hvernig er heklað og gimbað, einnig stundum knipplað og orkerað. Gestum hefur þá gefist kostur á að spreyta sig á viðkomandi vinnubrögðum og að sögn Elínar hefur oft verið skemmtileg og góð þátttaka. „Við höfðum þessa dagskrá á Íslenska safnadeginum 8. júlí sl. en sleppum henni núna í fyrsta sinn á Húnavöku og einbeitum okkur að bjóða upp á þessa glæsilega þjóðbúninga- sýningu,“ segir Elín. Þá var Sumarsýning safns- ins „Bútar úr fortíð“ opnuð um Hvítasunnuhelgina sem Elín er afar ánægð með og segir mjög skemmtilega. „Það er hún Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, textílfor- vörður og textíllistakona með meiru sem gefur okkur dálitla innsýn í sinn hugarheim,“ segir Elín. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins sem er alla daga frá kl. 10 til 17 út ágústmánuð. „Endilega kíkið inn - safngestir segja gjarnan við okkur að þetta safn sé fyrir alla aldurshópa og ég minni á að ekki er tekin aðgangseyrir fyrir 16 ára og yngri,“ segir Elín að endingu. /BÞ Þjóðleg tískusýning á Húnavöku Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Unnið hörðum höndum við að undirbúa þátt Heimilisiðnaðarsafnsins í sameiginlegum gjörning sem fer fram í Hrútey á Húnavöku. Að neðan: Hér má sjá hluta af þeirri fjölskrúðugu flóru þjóðbúninga sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands býr yfir. Ljósmynd: Heimir Hoffritz.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.