Feykir - 07.02.2013, Blaðsíða 4
4 Feykir 05/2013
Ingibjörg Arnheiður Halldórsdóttir er brottfluttur Skagfirðingur
Ætlar að heimsækja allar sundlaugar landsins
Mér er eftirminnilegt samtal
við bekkjarsystur mína
þegar við vorum í 1. bekk
Grunnskólans á Hofsósi.
Í frímínútum virtum við
fyrir okkur teikningar af
sundlaug og íþróttahúsi sem
fyrirhugað var að byggja. Við
vorum spenntar yfir þessu og
reiknuðum út að mannvirkin
myndu rísa áður en við
útskrifuðumst úr skólanum.
Ég sagði uppveðruð: „Við
getum farið í sund í hverri
viku!“ Þetta voru dásamleg
tíðindi en ég hafði fyrr um
haustið uppgötvað sund
þegar ég fór í skólasund á
Sólgörðum í Fljótum.
Árin liðu og ekkert bólaði
á sundlauginni. Ég fór
í skólasund á haustin,
tvær vikur í senn og fyrstu
dagarnir fóru í að rifja upp
sundtökin frá fyrra ári. Árið
2010 var loks tekin í notkun
sundlaug á Hofsósi en þá
var ég hætt í grunnskóla,
sem betur fer því að annað
hefði verið vandræðalegt.
Flestir þekkja söguna um
sundlaugina enda hefur hún
vakið verðskuldaða athygli.
Hún var sannarlega biðarinnar
virði. Það er óhætt að segja
að þessi sundlaug hefur
tilfinningalegt gildi fyrir mig
og er uppáhaldssundlaugin
mín. Þegar ég fer heim á
æskustöðvarnar er frábært
að fara í sund og eiga
skemmtilegt pottaspjall
ásamt því að synda og slaka
á umvafin Skagafirði. Ég vil
nota tækifærið og þakka
þeim góðu konum sem gáfu
sundlaugina til samfélagsins
og einnig sveitarfélaginu sem
sér um allan rekstur.
Árið 2011 setti ég mér það
markmið að heimsækja
allar sundlaugar á
höfuðborgarsvæðinu og þegar
því markmiði var náð þá setti
ég mér langtímamarkmið
og það er að fara í allar
sundlaugar landsins,
samkvæmt lista á www.
sundlaug.is eru þær 127
talsins. Sumum finnst þetta
furðuleg árátta enda fórnuðu
foreldrar mínir höndum
þegar ég sagðist ætla í sund
í Lýtingsstaðarhreppi, þá
í fyrsta sinn á ævinni. „En
þú ert með bestu sundlaug
landsins í næsta nágrenni!“
Ég var tvístígandi og hugsaði
með mér að auðvitað
væri það hálf kjánalegt að
eyða bensíni í sundferð í
Lýdó. En ég hafði sett mér
markmið. Ég bauð með
mér þremur skemmtilegum
ferðafélögum, veðrið var
svo yndislegt að þvotturinn
blakti ekki á snúrunni á
Steinsstöðum. Kvöldsólin
skein, Mælifellshnjúkurinn
var fegurri en nokkru sinni
fyrr og á heimleiðinni var
keyptur ís í Varmahlíð. Úr varð
ótrúlega skemmtilegt kvöld
og þau eru mörg sniðugu
atvikin sem ég hef upplifað
af því að ég „þarf“ að prufa
nýja sundlaug. Stundum er
nefnilega pínu mál að stíga
út fyrir þægindahringinn,
nenna ekki. Það er oft vesen
að breyta til og og þá er
auðvelt að segja „ég geri þetta
seinna“. Ég tók þennan áhuga
svo einu skrefi lengra og kom
af stað sundlaugakeppni í
vinnunni minni. Þetta var
stigakeppni sem heppnaðist
vel. Oftar en ekki var keppnin
kveikjan að nýjum umræðum
í kaffitímanum og gjarnan
skipst á skemmtilegum
sögum úr sundferðum.
Gæti svona sundlaugakeppni
slegið í gegn á þínum
vinnustað eða verið tilvalin
fyrir fjölskylduna og/eða
vinahópinn? Ég vona það.
Sjáumst í sundi ... ég á ekki
nema 83 sundlaugar eftir!
- - - - -
Ég ætla að skora á
fyrrnefnda bekkjarsystur
og æskuvinkonu, Sonju
Sif Jóhannsdóttur, að
skrifa næsta pistil en hún
bíður sjálfsagt enn eftir
íþróttahúsinu sem var á
teikniborðinu í gamla daga.
ÁSKORENDAPENNINN
UmSj berglindth@feykir.is
Blöndulína 3 ( 220 kV )
frá Blöndustöð til Akureyrar
Mat á umhverfisáhrifum - álit Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000
m.s.b. Skipulagsstofnun telur að neikvæðustu áhrif Blöndulínu 3 verði sjónræns eðlis og áhrif á
landslag og þar með einnig á útivist og ferðaþjónustu og að heildaráhrif fyrirhugaðra framkvæmda
m.t.t. þessara umhverfisþátta verði talsvert neikvæð. Þá telur Skipulagsstofnun að Blöndulína 3
muni hafa neikvæð áhrif á landnotkun þar sem hún mun liggja um landbúnaðarhéruð og raska
ræktuðu landi og beitarlandi auk takmarkana á landnýtingu vegna byggingarbannssvæðis.
Skipulagsstofnun telur að þar sem ekki hefur verið unnt að leggja mat á áhrif efnistöku á hina
ýmsu umhverfisþætti þurfi að setja eftirfarandi skilyrði áður en til leyfisveitinga komi:
Áður en viðkomandi sveitarfélag veitir framkvæmdaleyfi til byggingar Blöndulínu 3 innan síns
sveitarfélags, þurfa að liggja fyrir niðurstöður málsmeðferðar samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum vegna efnistöku úr þeim námum sem notaðar verða.
Ennfremur telur Skipulagsstofnun að við leyfiveitingar þurfi að setja eftirfarandi skilyrði:
1. Landsnet þarf að endurheimta jafn stórt votlendi og tapast við fyrirhugaðar framkvæmdir í
samráði við Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórnir og að ljóst sé á hvaða svæðum
endurheimt eigi að fara fram.
2. Landsnet þarf að leggja fram áætlun um vöktun á áflugi fugla á raflínur þar sem skýrt komi
fram hvaða svæði eru skilgreind sem vöktunarsvæði og að jafnframt komi fram til hvaða
sérfræðiaðila Landsnet hafi leitað til að skilgreina þessi svæði og hverjir framkvæmi vöktunina.
Í áætluninni þarf að koma fram að niðurstöður vöktunar verði bornar undir Umhverfisstofnun
með mótvægisaðgerðir í huga.
3. Landsnet þarf að hafa samráð við Minjastofnun Íslands um mótvægisaðgerðir m.a. hvaða
fornleifar nauðsynlegt sé að merkja og með hvaða hætti það verði gert og að skrá þurfi
fornleifar á þeim jörðum þar sem ekki hefur fengist leyfi landeigenda til skráningar.
Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrsla Landsnets
er einnig að finna á heimasíðu stofnunarinnar:
www.skipulagsstofnun.is
Húshitunarkostnaður á landinu
Lægstur í Skagafirði
Byggðastofnun fékk Orku-
stofnun til að reikna út
kostnað við raforkunotkun og
húsahitun á sömu fasteign-
inni á nokkrum þéttbýlisstöð-
um á landinu á ársgrundvelli
þar sem viðmiðunareignin var
161,1 m2 einbýlishús og
351m3. Lægsti húshitunar-
kostnaðurinn reyndist vera á
Sauðárkróki kr. 68.707 en
hæsta húshitunarverð er
216% hærra.
Af þeim stöðum sem skoð-
aðir voru reyndist rafmagnsverð
hæst hjá notendum RARIK í
dreifbýli kr. 103.059. Í þéttbýli er
rafmagnsverð hæst á orku-
veitusvæði RARIK kr. 77.533.
Lægst er rafmagnsverðið á
Akureyri kr. 66.278. Hæsta verð
er rúmlega 55% hærra en lægsta
verð. Í þéttbýli er hæsta verð
17% hærra en lægsta verð.
Þegar kemur að húshitunar-
kostnaðinum verða skilin skar-
pari segir í Byggkorninu, frétta-
bréfi Byggðastofnunar. Þar
kemur fram að hæsti kyndingar-
kostnaðurinn á orkuveitusvæði
RARIK í dreifbýli sé kr. 217.063.
Í þéttbýli er kostnaðurinn
hæstur á Grundarfirði, Nes-
kaupstað og Vopnafirði kr.
187.133. Þess ber að geta að á
nokkrum öðrum þéttbýlis-
stöðum er húshitunarkostnaður
hærri en hér kemur fram fyrir
þá íbúa sem ekki eiga kost á
hitaveitu eða fjarvarmaveitu.
Lægsti húshitunarkostnaðurinn
er á Sauðárkróki kr. 68.707.
Hæsta verð er 216% hærra en
lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta
verð 172% hærra en lægsta verð.
Ef horft er til heildarkostn-
aðar þá er kostnaðurinn hæstur
í dreifbýli á orkuveitusvæði
RARIK kr. 320.123. Heildar-
kostnaður í þéttbýli er hæstur á
Grundarfirði, Neskaupstað og
Vopnafirði kr. 264.686. Lægstur
er heildarkostnaðurinn á
Sauðárkróki kr. 146.260. Hæsta
verð er því 119% hærra en
lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta
verð 81% hærra en lægsta verð.
Í Byggkorninu segir, eins og
að framan greinir þá eru
aðstæður þannig á nokkrum
þéttbýlisstöðum að ekki eiga
allir húsráðendur kost á hitaveitu
eða fjarvarmaveitu. Húshitunar-
kostnaður þessara aðila er hærri
en fram kemur í súluritinu en
sést aftur á móti í samanburðar-
töflunni. Þá ber og að hafa í huga
að á nokkrum stöðum er veittur
afsláttur af gjaldskrá hitaveitu
þar sem ekki er hægt að tryggja
lágmarkshita vatns til notanda.
Einar Gíslason fyrrverandi
stjórnarformaður Skagafjarðar-
veitna segir að sama orkuverð sé
á öllum hitaveitum í Skagafirði
þannig að í samanburðinum
væri rétt að tala um hitaveitur
Skagafjarðarveitna í Skagafirði
og skiptir engu máli hvort talað
er um dreifbýli eða þéttbýli.
-Ánægjulegt er að við komum
svona vel úr úr samanburðinum
þrátt fyrir miklar framkvæmdir
í veitumálum í Skagafirði á
liðnum áratug, segir Einar.
/PF