Feykir - 07.02.2013, Qupperneq 9
05/2013 Feykir 9
Heilir og sælir lesendur góðir.
Það er Árni Björn Kristófersson frá Kringlu
sem er höfundur að fyrstu vísunum að
þessu sinni.
Sólar naut mín bernsku björk
best hjá fögrum konum.
En nú eru á mér ellimörk
undan freistingonum.
Í ástum lifir eins og greifi
ekkert tala sannara.
En það er bölvað bessaleyfi
að brúka konur annarra.
Man ég glaðan margan dag
er milli bæja áðum.
Sömdum vísu, sungum lag
supum á glasi og kváðum.
Óðum hækkar aldur minn
oft er búinn stríða.
Mestur er þá munurinn
á mér að drekka og ríða.
Að lokum þessi sannleikur frá Árna.
Illa margur Íslands sonur
í ástarmálum hefur breytt.
Væru ei til vín og konur
væri lífið ekki neitt.
Í síðasta þætti birtust fallegar vísur sem
ortar voru í minningu Jóns S. Bergmanns.
Hefur nú tryggur lesandi bent mér á að rifja
upp þrjár fallegar vísur eftir Jón og mun
hann þar vera að yrkja til fjallkonunnar.
Norðri hallar höfði að
hreinni fjalla – meyju.
Hún varð falleg fyrir það
færð í mjallar – treyju.
Himinn geldur honum það
henni er veldur sökum.
Hún á eld í hjartastað
hjálm úr feldum jökum.
Ég hef alltaf elskað þig
eins og guð á hæðum.
Þú munt síðast sveipa mig
sumargrænum klæðum.
Ein vísa kemur hér enn eftir Jón og mun
hún ort er ljóðabók Stefáns frá Hvítadal
kom út.
Hljómgrunn munu í framtíð fá
fremstu niðjar landsins,
sólarheimum seiddir frá
„söngvar förumannsins“.
Veit ekki af hverju þessi gamla vísa kemur
upp í hugann.
Allt bar til í einu þar
uxu bæjar síkin,
konan fæddi, kýrin bar
kisa gaut og tíkin.
Vísnaþáttur 587
Þegar sá ágæti Káinn var nærri því orðinn
undir bíl brást hann við með svofelldum
hætti.
Oss það helgar herma skrár
heim með burði lasna,
fátækur og fótasár
frelsarinn reið á asna.
Eftir nítján alda stjá
okkar breytt er högum.
Bílum ríða allir á
asnar nú á dögum.
Um svipað leiti og Borgfirskar æviskrár
byrjuðu að koma út varð þessi vísa til.
Minnir að höfundur sé Adolf J. Petersen.
Böl er ei þó barn sé fætt
en breytt það getur högum,
þegar kemur inn í ætt
ekki samkvæmt lögum.
Það mun vera Dalaskáldið sem yrkir svo
meitlaða hringhendu.
Við í kvæða, ljóða - leik
létum fæðast gaman.
Ég og klæða indæl eyk
ortum bæði saman.
Minnir að Guðmundur skáldið á Sandi sé
höfundur að þessari.
Auðna vor og gróska grær
af góðum ásetningi.
En óvild sprettur oftast nær
upp af misskilningi.
Svo lengi sem lifað er verða víst freistingar
í boði á lífsins leið. Magnús Bogason lýsir
hluta af því ferli í næstu vísu.
Váleg reynast villustig
valda ýmsu í lífi manns.
Hiklaust margur hengir sig
um háls á konu náungans.
Jóhann Sveinsson frá Flögu er að ég best
veit höfundur að næstu vísu. Munu tildrög
hennar þau að eldri kona giftist manni sem
hafði áður verið í hjónabandi.
Áður henni illa gekk
en er nú föst við stjóra.
Litla Strúna loksins fékk
leifarnar af Dóra.
Eftir illviður mest allt skammdegið nú
í vetur, sem við sveitafólk munum að
minnsta kosti eftir, brá til betri tíðar eftir
áramótin og fór, að mig minnir, hiti í 6 stig
4. janúar. Orti þá Hafsteinn Lúðvíksson
áður bóndi í Ytra-Vallholti í Skagafirði
þessa heilræðavísu.
Um hríð hefur legið hér gaddur á grund
á garðana mikið fram borið.
En nú er í lagi að leggja sig stund
og láta sig dreyma um vorið.
Verið þar með
sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )
Gerður Rósa og Kristján Svavar kokka
Frábær kjúklingasúpa
og kókosbolludesert
AÐALréttUr
Frábær
kjúklingasúpa
1 kjúklingur (steiktur) eða
kjúklingabringur
2 paprikur
1 púrrulaukur
3 hvítlauksrif
1 askja rjómaostur (stór)
1 flaska chilisósa frá Heinz
½ -1 tsk svartur pipar
1 bolli vatn
1 bolli mjólk
1 peli rjómi
1-2 tsk karrý
salt
Aðferð: Brytjið kjúklinginn.
Kreistið hvítlauksrifin. Saxið
grænmetið og steikið ásamt
hvítlauknum í potti. Setjið svo
allt hitt út í og látið súpuna
þykkjast aðeins.
Berið fram með Doritos,
sýrðum rjóma og rifnum osti.
Ekki er verra að hafa einnig
hvítlauksbrauð með.
eftirréttUr
Kókosbolludesert
1 marengsbotn
¼ l rjómi
1 askja jarðaber
2-3 kíví
3 kókosbollur
100 g rjómasúkkulaði
Aðferð: Þeytið rjómann og
myljið marengsbotninn saman
við. Blandið vel og dreifið
blöndunni í fat.
Jarðaber og kíví skorin
niður og dreift yfir. Myljið
kókosbollurnar þar ofan á.
Bræðið að lokum súkkulaðið
og hellið yfir.
Mjög einfaldur eftirréttur
sem hægt er að breyta eftir sínu
höfði, t.d. með að setja nammi
eða aðra ávexti.
Verði ykkur að góðu!
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UmSjón berglindth@feykir.is
Kristján Svavar Guðmundsson á Hvammstanga.
„Við skorum á þau Fanney Dögg Indriðadóttur og Elvar
Loga Friðriksson að koma með eitthvað alveg gúrme.“
Matgæðingar vikunnar að
þessu sinni eru þau Gerður
Rósa Sigurðardóttir og
Vegslóðinn að Hvítserk lokaður
Ferðamenn
í vandræðum
Vegslóðanum niður að
Hvítserk við Húnaflóa hefur
verið lokað en samkvæmt
Rúv.is hafa erlendir
ferðamenn lent í vandræðum
þar vegna hálku undanfarið.
Björgunarsveitin Húnar var
kölluð út sl. föstudag þegar
hollenskir ferðamenn höfðu
lent í vandræðum með að
komast aftur upp á þjóðveginn
eftir að hafa ekið niður að
Hvítserk. Kvöldið áður höfðu
aðrir ferðalangar velt bíla-
leigubíl sínum á veginum sem
var ein glæra. Meðan björg-
unarsveitarmenn aðstoðuðu
Hollendingana komu menn
frá bílaleigunni að sækja bílinn
sem oltið hafði kvöldið áður
og lentu þeir í vandræðum
með að komast aftur upp á
þjóðveginn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem aðstoða hefur þurft
ferðamenn á þessum slóðum í
vetur, samkvæmt heimildum
Rúv, en vegaslóðinn niður að
Hvítserk er ekki á forræði
Vegagerðarinnar og þar eru
engar merkingar eða neitt
slíkt. Bóndinn á Ósum hefur
nú lokað veginum í varúðar-
skyni þar til hlánar.
Fleiri ferðamenn
í vetur
Að sögn Kristins Karlssonar,
formanni ferðamálafélags
Vestur-Húnavatnssýslu, eru
vandræðin við Hvítserk til
marks um að bregðast þurfi
betur við auknum fjölda
ferðamanna. Þeir eru oft á illa
útbúnum bílum og upplýs-
ingagjöfin mætti vera meiri.
„Núna bara í vetur þá höfum
við séð meira af túristum á
ferðinni,“ segir Kristinn í
samtali við Ríkisútvarpið.
„Fólk er að koma þegar það er
snjór og hálka og þá erum við
kannski ekki alveg í stakk búin
með merkingar og skilti sem
vara fólk við að fara ekki of
langt.“ /BÞ