Feykir - 07.02.2013, Page 11
05/2013 Feykir 11
FE
Y
K
IL
EG
A
F
Lo
tt
a
a
FÞ
r
Ey
In
g
a
r
H
o
r
n
Ið
Já
, r
ey
nd
u
þi
g
vi
ð
þe
tt
a!
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina
má kúra fram að hádegi um helgina.
Tilvitnun vikunnar
Ef þú heldur að öllum sé sama hvort að þú sért til,
þá skaltu prófa að sleppa því að borga af bílnum
nokkrum sinnum. – Earl Wilson
Ótrúlegt en kannski satt
Sudoku
Þúsundir blóðsuga eru notaðar í bráðatilvikum á hverju
ári. Þær eru helst notaðar til að örva blóðflæði til
ágræddra líkamshluta svo sem fingur og tær, eða eftir
umfangsmiklar húðágræðslur vegna brunasára. Ótrúlegt
en kannski satt var þessi læknisaðferð vel þekkt fyrir
daga frelsarans.
Svanbarði guðmundhallur
gröfumaður var draumatengdasonur
hverrar móður. En Svanbarði var
góðmenni og gat ekki hugsað sér giftast, hann
gat bara ekki gert öllum hinum það. Því gróf hann
einungis eigin gröf.
Hinrik Már Jónsson
Örlaga örsögur
Guðmundur JónSSon
-Já, ég ætla á þorrablót hjá
Kormáki á Hvammstanga.
Benedikt AxelSSon
-Já, í Víðihlíð.
lAurA Ann HowSer
oG GunnAr leifSSon
-Við fórum á þorrablót hjá
hestamannafélaginu Þyt. Það var
mjög skemmtilegt, fyrir fólk
á öllum aldri.
Guðrún HelGA
mAGnúSdóttir
-Já, ég fer í Ásbyrgi þann
16. febrúar.
Krossgáta
Feykir spyr...
Ferðu á
þorrablót?
[Spurt á
Hvammstanga]
Hjaltadalinn. Ég keyri á bæina og safna
mjólkinni úr mjólkurtönkunum og
þegar bíllinn er orðinn fullur keyri ég í
mjólkursamlagið og losa bílinn. Stundum
þarf ég að fara 2-3 ferðir, fer allt eftir
mjólkurmagni. Miðað við mjólkurmagnið
núna á þessum árstíma þá er ég að safna
um 130.000 lítrum á viku. Þegar búið er
að losa bílinn eftir síðustu ferð þarf ég að
setja þvott á tankinn og þrífa bílinn einnig
að utan. Það má segja að þetta sé svona
venjulegur vinnudagur hjá mér.
Hvað er gert í kaffitímum? -Ég tek kaffi-
tíma þegar ég kem í bæinn til að losa
bílinn og þá skellir maður í sig brauðsneið
og kakóglasi.
Hvernig eyðir þú hádegishléinu? -Ef
ófærð eða hálka tefur mann ekki þá er ég
yfirleitt kominn heim í kringum hádegið
og fæ mér að borða heima.
Hvað er best við starfið? -Vinnutíminn,
vera kominn snemma heim og geta átt
daginn með fjölskyldunni.
Ef þú þyrftir að skipta um starf hvað gætir
þú hugsað þér að gera? Þyrluflugmaður
hjá Landhelgisgæslunni. (Sérstaklega
vinna við að leita að ísbjörnum).
Eitthvað minnisstætt úr vinnunni sem
þú vilt deila með lesendum? -Maður
hefur lent í að fá margar fuglategundir
framan á bílinn þegar maður er á keyrslu
en ætli sé ekki minnistæðast þegar ég fékk
gæs í framrúðuna. Það kom ansi góður
smellur en þó slapp rúðan þrátt fyrir þetta
dúndur. Svo hafa nokkur umferðaróhöpp
átt sér stað beint fyrir framan nefið á manni
ef svo má segja, útafkeyrslur, keyrt á skilti
og aðilar misst „dót“ af sleðakerrunum
hjá sér. En það hefur nú ekkert alvarlegt
komið fyrir sem betur fer.
Þórður Ingi Pálmarsson
Fékk gæs í
framrúðuna
Þórður Ingi
Pálmarsson
á Sauðár-
króki hóf störf sem mjólkurbílstjóri hjá
Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirð-
inga í desember árið 2007.
Áður starfaði hann við pípulagnir hjá
KÞ lögnum á Sauðárkróki en gæti vel
hugsað sér að gerast þyrluflugmaður ef
tækifæri gefst. Þórður fer snemma á ról því
venjulegur vinnudagur hjá honum hefst á
bilinu kl. 4:00-6:00 á morgnana, eftir því
hvaða vikudagur er. Þórður svarar hér
nokkrum spurningum um það hvað hann
gerir frá morgni til kvölds og við byrjum
á því að forvitnast um hvað hann fær sér í
morgunmat.
-Það er nú ekki mikið um morgunmat
í þessari vinnu... maður er nú kannski
ekki mjög svangur á nóttunni þegar
vinnudagur byrjar. Maður grípur
kókómjólk eða litla súrmjólk og sötrar í
bílnum á leið á fyrsta bæ!
Hvernig myndir þú lýsa venjulegum
vinnudegi hjá þér? -Vakna á bilinu kl.
4:00-6:00, mæti niður í Samlag og byrja
á því að taka til mjólkurpantanir frá
bændum. Legg síðan af stað í sveitina, en
ég keyri á mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum í Blönduhlíðina og
Hegranesið en á þriðjudögum og fimmtu-
dögum fer ég í Hjaltadalinn. Annan
hvern laugardag tek ég svo Fljótin og
FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS
UMSJÓN palli@feykir.is
Hver ekur eins og ljón? Þórður við mjólkurbílinn.