Feykir


Feykir - 21.03.2013, Blaðsíða 9

Feykir - 21.03.2013, Blaðsíða 9
11/2013 Feykir 9 Æðislegt veður og heimsklassa- færi í fjallinu Bakarísmót 2013 Bakarísmótið var haldið í æðislegu veðri og heimsklassafæri á skíðasvæði Tindastóls um sl. helgi. Að sögn Sigurðar Bjarna Rafnssonar formanns skíðadeildar Tindastóls var frábær stemming í fjallinu en verðlaun og veitingar voru í boði Sauðárkróksbakarís. Keppt var í stórsvigi á laugardeginum en svigi á sunnudeginum, einnig var boðið upp á leikjabrautir fyrir yngri krakkana. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins: Kristinn Hjálmarsson er brottfluttur Skagfirðingur Önnur öld Árið 1994 flutti ég frá Króknum með litla fjölskyldu og ekki mikið meira planað en að fara í háskólann og lesa heimspeki. Reyndar bara engin önnur framtíðaráform. Ég var ekkert búinn að hugsa það, að flytja ekki aftur heim, sem Krókurinn var þá. Það er frekar röð af ákvörðunum, teknar jafnóðum sem ráða því hvað gerist og hvar. Það er komin önnur öld en í gamla daga, fyrir okkur sem erum fædd sjötíu og þrjú, þá gengum við um í Universal skóm, Millet úlpu, snjóþvegnum gallabuxum og bláum Henson galla – eins og veðurgoðið rifjar upp þessa dagana í nýju lagi og bætir við að staðreyndin sé köld, það er komin önnur öld. Það var Sauðkrækingum líkt að velta Símanum svolítið uppúr kræklingnum um daginn! Augljóslega gert með stríðnisglampa í augunum fremur en viðkvæmni fyrir uppnefninu, enda veit ég engan Sauðkræking sem er í alvöru móðgunargjarn fyrir þessu. Pylsa eða pulsa? Um svipað leyti kom upp smá rígur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis um það hvorir þyldu betur vont veður og kynnu að bregðast við því. Höfuðborgarbúar tóku til varna, en það hlakkaði í landsbyggðinni sem hlustaði þögul á viðbrögðin. Það var greinileg ánægja í þögninni. Eitthvert árið verð ég að prófa „nýja“ skíðasvæðið í Tindastóli. Það var eitthvað svo óskýr, framandi og fjarlæg framtíðarsýn í gamla daga, þegar maður hékk í gömlu diskalyftunni, að gerður yrði vegur langt upp í fjall, þar sem elstu menn sögðu vera fyrirtaks brekkur og skíðafæri fram á vor. Svo er frábært hvað Kalli frændi minn og fleiri náðu að gera með fiskroð, að það sé orðið að verðmætri útflutningsvöru sem ríka og fræga fólkið skreytir sig með, hefur örugglega þótt galnari hugmynd á sínum tíma, en vegur upp að snjóskafli lengst uppí Tindastóli. Annars vinnur Kalli núna fyrir hundruði viðskiptavina um allt land, með skinn til varðveislu. Annað sem árið 1994 hefði sennilega þótt langsótt hugmynd, er að Miðgarður yrði ekki mikið lengur alræmdasti sveitaballstaður landsins og að sveitaböll og sveitaballahljómsveitir heyrðu sögunni til. Menningin var tekin í gegn, fáguð til og uppfærð í útgáfu 2.0. Einhver sagði að Miðgarður væri nú eins og reiðhöll án hrossataðs. Þegar ég var gutti á Króknum var Fiskiðjan eitt fyrirtæki og Skjöldur annað. Núna er FISK orðið eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum á landinu og samkvæmt öllum úttektum er fyrirtækið fært í flestan sjó. Getur meira að segja staðið af sér veiðigjöld sem fellir eða gæti fellt fjölda annarra félaga. Það er rekstrarárangur sem flesta dreymir um. Feykir heldur því til haga sem skagfirskt er. Feykir er svona samkomustaður á netinu, miklu frekar en Facebook, það er eitthvað svo létt yfirbragðið í fréttaflutningnum og spjallinu í blaðinu. Alveg eins og ímynd Skagfirðinga, það er létt yfir henni. Á Króknum fór ég í gegnum öll skólastig og á verulega góðar minningar. Árin í Fjölbrautaskólanum voru yndisleg, að vinna að útgáfu Molduxa með skemmtilegu fólki er enn einn af hápunktum fjölbrautaáranna. Á Króknum lærði ég að vinna, fór á togara á sumrin frá 16 ára aldri, vann í Skagfirðingabúð með skóla, á Ábæ með skóla, vann á sambýli með skóla og yfir sumar. Ég átti stutta viðkomu á Króknum árið 1998, settist hinu megin við kennaraborðið í fjölbraut og kenndi íslensku, var svo héri í löggunni um sumarið. Næsta stopp var Honolulu á Hawaii. En það er allt önnur saga. - - - - - Takk fyrir áskorunina Sonja og ég skora á frænda minn Ásgeir Jónsson. ÁSKORENDAPENNINN UMSJ berglindth@feykir.isSTÓRSVIG Stúlkur 9-10 ára (2003-2002) 1. Jódís Helga Káradóttir 2. Guðný Rúna Vésteinsdóttir 3. Freyja Dís Jóhannsdóttir 4. Ingigerður Magnúsdóttir Drengir 9-10 ára (2003-2002) 1. Ólafur Halldórsson Stúlkur 11-12 ára (2001-2000) 1. María Dögg Jóhannesdóttir 2. Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir 3. Harpa Hlín Ólafsdóttir 4. Freyja Sól Bessadóttir 5. Viktoría Sif Hólmgeirsdóttir 6. Guðný Eva Björnsdóttir 7. Berglind Björg Sigurðardóttir 8. Ásthildur Ómarsdóttir Drengir 11-12 ára (2001-2000) 1. Viktor Már Einarsson 2. Hákon Ingi Rafnsson 3. Andri Snær Tryggvason Stúlkur 13-14 ára (1999-1998) 1. Elín Sveinsdóttir Drengir 13-14 ára (1999-1998) 1. Vésteinn Karl Vésteinsson Stúlkur 15 ára og eldri (1997 og fyrr) 1. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 2. Snjólaug Jónsdóttir SVIG Stúlkur 7-8 ára (2005-2004) 1. Ása María Sigurðardóttir 2. Hrafnhildur Ósk Jakobsdóttir 3. Ástríður Helga Magnúsdóttir Drengir 7-8 ára (2005-2004) 1. Guðjón Guðmundsson 2. Elyass Kristinn 3. Einar Kárason 4. Almar Atli Ólafsson 5. Orri Tryggvason 6. Haukur Rafn Sigurðsson 7. Bragi Skúlason 8. Hákon Snorri Rúnarsson Næst á dagskrá hjá skíðadeildinni er að átta krakkar halda austur á land um helgina til að keppa á Unglingameistaramóti í Oddskarði. Þar keppa ungmennin í svigi, stórsvigi og sam- hliðasvigi. /BÞ Jódís Helga Káradóttir var í 1. sæti í stórsvigi í stúlknaflokki, 9-10 ára. Ljósm./ Kári Gunnarsson. María Finnbogadóttir á fleygiferð niður fjallið. Ljósm./ Kári Gunnarsson Kátir krakkar á Bakarísmóti. Ljósm./ Kári Gunnarsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.