Feykir


Feykir - 21.03.2013, Blaðsíða 5

Feykir - 21.03.2013, Blaðsíða 5
11/2013 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Öldungamót Þórs Þrefaldur skag- firskur sigur Skagfirðingar voru sigursælir á Öldungamóti Þórs sem fram fór á Akureyri sl. laugardag. Molduxar fóru heim með gullpening um hálsinn í flokki 40+ og Þrymur sigraði í flokki undir 40 ára. Þá sigraði Molduxinn Val- björn Geirmundsson vítaskot- keppnina með glæsibrag eða með 100% nýtingu. Mættu margir taka Valbjörn sér til fyrir- myndar í körfuboltaheiminum. Í yngri flokknum kepptu einnig Hvítserkur úr Húnaþingi vestra og stóðu sig með miklum sóma. Börðust þeir allan tímann með blóðbragð í munni líkt og Kormákur forðum og af einum má segja að hann lék með slitin liðbönd allt þar til hann var borinn af velli einfættur. Við verðlaunaafhendinguna stóð Árni Egils upp fyrir hönd Molduxa og afhenti Eiríki mótshaldara stofnskjal og -fé í Körfuendurnýjunarsjóð Akur- eyrar, skammstafað KEA. Eiríkur þakkaði fyrir sig og vonaðist hann til að það kæmi að gagni í baráttu hans við að fá körfurnar endurnýjaðar í húsinu. Sagðist hann ætla með skjalið til bæjaryfirvalda með von um skilning þar á bæ. Þess má geta að byrjunarlið Molduxa var ávallt yfir hálfu tonni að þyngd. /PP Fræknir feðgar á Öldungamóti Þórs. Friðrik Jónsson og Stefán Friðrik Friðriksson. Dominos-deildin í körfubolta Tindastóll féll í 1. deild lið Tindastóls aðeins þrjú stig en ÍR mallaði inn 14 stigum á sama tíma, þ.m.t. flautukörfu Hjalta Friðrikssonar sem tryggði Breiðhyltingum átta stiga sigur og betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. /ÓAB Stig Tindastóls: Helgi Rafn 15, Tarick Johnson 13, Drew Gibson 12, Helgi Freyr 8, Hreinn 8, Svavar 8, Pétur Birgis 4 og Valentine 4. Tindastóll 91 Grindavík 97 Það var fjölmennt í Síkinu en Kaupfélag Skagfirðinga og Fisk Seafood buðu áhorfendum á leikinn. Stemningin var góð og leikurinn fór vel af stað. Byrjunarlið Tindastóls var skipað Búbbunum Svabba og Hreinsa, Helga Rafni og og Johnson og Gibson. Valentine vermdi bekkinn eftir dapra frammistöðu í síðasta leik. Bæði lið voru sjóðheit fyrir utan 3ja stiga línuna og skiptust á um forystuna en það voru gestirnir sem voru þremur stigum yfir, 29-32, að loknum fyrsta leikhluta. Þeir náðu mest níu stiga forystu í öðrum leikhluta en Stólarnir hleyptu þeim ekki of langt fram úr og í hléi var staðan 46-53. Sex stigum munaði fyrir síðasta fjórðung, 69-75, og nú fór að kvisast út í Síkinu að blessaðir KR-ingarnir væru í basli fyrir vestan. Stjarnan var hins vegar að baka Fjölnis- menn og því líklegt að Stólarnir þyrftu að halda vel á spöðunum og sigra Grindvíkinga ef þeir ætluðu að halda sætinu í efstu deild. Leikurinn var æsispenn- andi og allt á suðupunkti í Síkinu. Þegar um tvær mínútur voru eftir var munurinn kominn niður í 2 stig. Vörn Tindastóls var orðin þéttari og þegar um mínúta var eftir unnu heimamenn boltann í vörninni og lögðu í sókn með möguleika á að jafna metin eða komast yfir. Boltanum tapaði Johnson um leið og hann fór yfir miðlínuna og Grindvíkingar refsuðu grimmilega. Stólarnir börðust allt til loka en náðu ekki að ógna deildarmeisturunum sem sigruðu sem fyrr segir 91-97. Þegar leik lauk í Síkinu biðu flestir viðstaddir með símann í hálsinum því enn voru tæpar fimm mínútur til leiksloka á Ísafirði og heimamenn yfir gegn KR. Þó svo að aldrei þessu vant hafi allir Skagfirðingar haldið með KR í fimm mínútur þá dugði það ekki til því KR tapaði og Stólarnir þar með fallnir. Það er svo sem ekki hægt að nöldra mikið undan leik Tindastóls. Tvennt varð þó til að svekkja stuðningsmenn Tinda- stóls; George Valentine var ekki svipur hjá sjón frekar en í leiknum gegn ÍR og vítahittni heimamanna var slök. En það var allan tímann ljóst að til að sigra deildarmeistara Grinda- víkur þurftu allir að hitta á stórleik. Það náðist ekki alveg þrátt fyrir góða baráttu og ágætan leik. /ÓAB Stig Tindastóls: Helgi Rafn 16 / 9 frk., Tarick Johnson 16 / 5 stoðs., Svavar Atli 15, Drew Gibson 13, Valentine 10, Þröstur Leó 9, Pétur Rúnar 5, Hreinn Gunnar 5 og Helgi Freyr 2. Helgi Rafn var atkvæðamestur Stólanna á móti Grindavík og uppskar 16 stig. Leikmenn og stuðningsmenn Tindastóls urðu að bíta í það súra epli sl. sunnudagskvöld að falla niður um deild í körfunni eftir hörkuleik við deildarmeistara Grindavíkur. Það var lið KFÍ á Ísafirði sem eitt botnliðanna sigraði sinn leik í kvöld, en Ísfirðingar unnu KR með fimm stiga mun, og komust því upp fyrir Stólana. Lokatölur í Síkinu í kvöld urðu 91-97 fyrir Grindavík. Fjórum dögum áður léku Stólarnir ekki síður mikilvægan leik við ÍR í Breiðholti. ÍR 80 Tindastóll 72 Lið Tindastóls fór illa að ráði sínu sl. fimmtudagskvöld þegar strákarnir öttu kappi við ÍR í Hertz-hellinum í Breiðholtinu. Það var ljóst að bæði lið þurftu nauðsynlega að sigra og jafn ljóst að það var aldrei að fara að gerast. Stólarnir þurftu hins vegar að gjöra svo vel að passa upp á að tapa í það minnsta ekki með með meira en 5-6 stiga mun. Með flautuskoti í lok leiksins í gær náði ÍR að sigra með átta stiga mun, 80-72. Stólarnir áttu ekki góðan leik en fátt benti þó til þess að ÍR-ingar næðu takmarki sínu að sigra með meira en sex stiga mun. Lokafjórðungurinn var hins vegar ömurlegur fyrir gestina sem gerðu aðeins 11 stig á meðan ÍR gerði 20. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en ÍR náði góðum kafla um miðjan annan leikhluta og náðu 10 stiga forskoti. Aðeins náðu Stólarnir að klóra í bakkann og í hálfleik munaði sex stigum, staðan 44- 38. Hreinsi gaf tóninn í upphafi þriðja leikhluta með 3ja stiga körfu og Tarick Johnson kom Stólunum yfir um miðjan leikhlutann. Staðan var 60-61 fyrir Tindastól þegar fjórði leikhluti hófst og Pétur Birgis gerði fyrstu körfu fjórðungsins og staðan 60-63. ÍR-ingar skiptu yfir í svæðisvörn sem Stólarnir réðu illa við. Engu að síður voru gestirnir með þriggja stiga forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir, staðan 66- 69, en á þeim tæpu fimm mínútum sem eftir lifðu gerði Knattspyrna : Lengjubikarinn Jafntefli gegn ÍBV Meistaraflokkur karla mætti ÍBV í Lengjubikarnum sl. laugardag í Reykjaneshölli- nni. Samkvæmt heimasíðu Tindastóls komu Tindastóls- menn gríðar vel stemmdir í þennan leik og spiluðu virkilega góðan fótbolta á móti mjög sterku liði ÍBV. Á heimasíðu Tindastóls segir að ÍBV hafi komið sterkir inn í seinni hálfleikinn en Tindastóls- menn vörðust gríðar vel. ÍBV komst yfir með góðu viðstöðulausu skoti fyrir utan teig en Tindastóll efldist í raun við markið. Tóku þeir völdin aftur í sínar hendur og sýndu styrk sinn og vilja með því að jafna leikinn. Arnar Sig vann boltann og sendi á Óskar Smára inn fyrir vörn ÍBV og honum brást ekki bogalistin og setti boltann af öryggi framhjá markmanni ÍBV. Skömmu síðar komust Eyjamenn aftur yfir með marki sem Messi hefði verið stoltur yfir. Þá setur leik- maður ÍBV boltann í fallegum boga yfir markmann Stólanna og upp í fjærhornið umkringdur leikmönnum Tindastóls. Eins og áður héldu leikmenn Tindastóls áfram og spiluðu mjög vel og aftur sýndu þeir gríðarlega mikinn vilja með því að koma aftur til baka og jöfnuðu í annað sinn. Þá sendi Konni frábæra sendingu inná teiginn þar sem Guðni og Arnar Sig. voru aleinir í teignum og Guðni tók sig til og lagði boltann fallega í markið af mikilli yfirvegun. Staðan 2-2 og allt í járnum. Í lokin voru leikmenn Tindastóls óheppnir að skora ekki sigurmarkið en þeir fengu sannkallað dauðafæri þegar lítið var eftir en leikmaður ÍBV rétt náði að henda sér fyrir boltann. Sl. þriðjudagskvöld háðu Stólarnir erfiðan leik gegn Grindavík sem höfðu betur í Reykjaneshöllinni 4-0. Eftir fimm leiki situr Tindastóll á botninum ásamt BÍ/Bolungar- vík með 1 stig frá laugardeginum. /BÞ & PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.