Feykir


Feykir - 21.03.2013, Blaðsíða 3

Feykir - 21.03.2013, Blaðsíða 3
11/2013 Feykir 3 FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS-bókin er með 2% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD MYNDAALBÚMIÐ Skyggnst í ljósmyndaalbúm Sigurðar Kr. Jónssonar á Blönduósi Knattspyrnulið Hvatar á Blönduósi fyrir einhverjum árum. Í efri röð frá vinstri eru þeir Indriði, Ari Guðmundur, Vilhelm, Guðmundur Þór, Hilmar Þór, Örn, Ragnar Z, Kristinn og Hermann. Neðri röð: Axel Rúnar, Sigurjón Ingi, Auðunn Steinn, Gísli Torfi, Þormóður Orri og Sigurður D. Til styrktar fjölskyldu Stefáns Vel safnaðist í sjóðinn Kvenfélag Seyluhrepps hélt sl. sunnudag basar í Lauftúni til styrktar fjölskyldu Stefáns Jökuls Jónssonar frá Miðhúsum en hann lést eftir erfið veikindi fyrir skömmu. Basarinn gekk framar björtustu vonum og segir Harpa Hafsteinsdóttir ein kvenfélagskvenna dásamlegt að sjá hvernig fólk tekur vel í svona málefni. Dagurinn var að hennar sögn stórskemmti- legur og vel safnaðist í sjóðinn. Söfnunarreikningi sem var á nafni Stefáns hefur verið breytt og er nú á nafni Sigrúnar Böðvarsdóttur: 1125 15 201102, kt. 110285 2649. Útför Stefáns Jökuls fer fram frá Miklabæjarkirkju laugar- daginn 23. mars kl. 14. /PF Vel var mætt á basar Kvenfélags Seyluhrepps í Lauftúni sl. sunnudag. Mynd: Marinó H. Þórisson. Varmahlíð Svartþrestir með vetursetu Tveir svartþrestir hafa átt vetursetu að Skógarstíg í Varmahlíð en svartþrestir eru sjaldséðir gestir hér á slóðum. „Það eru miklar bollalegg- ingar hjá heimilisfólkinu hvort þeir verpi hjá okkur í vor,“ segir Kári Gunnarsson sem sendi Feyki mynd af öðrum svartþrastanna. Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svart- þröstur (Turdus merula, e. blackbird) afar algengur víða í Evrópu en nýlegur land- nemi á Íslandi. Hér á landi verpir hann meðal annars á innnesjum svo sem í Reykjavík og er talið að varpstofn hans á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu 60 til 100 pör. /BÞ Svartþröstur (Turdus merula, e. blackbird). Ljósm./Kári Gunnarsson. Ársþing UMSS Kári Marísson fær starfsmerki UMFÍ 93. ársþing Ungmenna- sambands Skagafjarðar var haldið í Melsgili sl. sunnudag í boði Hestamannafélagsins Stíganda. Þingið var vel sótt og var það með hefðbundnu sniði. Nýr formaður var kjörinn þar sem Sigurjón Leifsson bauð ekki kost á sér áfram. Í stól formanns sest Jón Daníel Jónsson en aðrir í stjórn eru Rúnar Vífilsson sem situr áfram og nýir eru: Heiðrún Jakobínu- dóttir, Guðmundur Þór Elías- son og Guðríður Magnúsdóttir. Tap varð á rekstri sambandsins upp á tæpar þrettánhundruð þúsund krónur og ljóst að halda þarf þétt um sjóði þess á komandi árum. Á þinginu var Kári Marísson, sem oft hefur verið nefndur faðir körfuboltans á Sauðárkróki, sæmdur starfs- merki UMFÍ og er hann vel að þeirri sæmd kominn. Sagði hann við það tækifæri að þetta hvetti hann áfram til að taka þátt í frekara íþróttastarfi í fram- tíðinni. /PF Bolli Gunnarsson sæmir Kára Maríssyni starfsmerki UMFÍ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.