Feykir - 11.04.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 14/2013
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Skagabyggð
Breyting á
aðalskipulagi
Nú er unnið að gerð
aðalskipulagsbreytingar
vegna breyttrar legu á
hitaveituleiðslu frá Laxá í
Refasveit til Skagastrandar.
Sveitarfélagið Skagabyggð
hefur lagt fram til kynningar
lýsingu á skipulags-
verkefninu og liggur hún
frammi hjá oddvita.
Tillagan er til sýnis á
heimasíðunni www.hafnir.is
Þeim sem vilja koma
ábendingum til sveitarstjórnar
er bent á að senda þær til
oddvita Skagabyggðar, eða í
tölvupósti (hafnir@simnet.is)
þar sem nafn, kennitala og
heimilisfang sendanda kemur
fram. Ábendingar þurfa að
berast fyrir 17. apríl 2013. /PF
LEIÐARI
Hvað brennur á
kjósendum?
Rás 2 sendi morgunþátt sinn út frá Sauðárkróki í gær og
fengu þeir Ægir Þór Eysteinsson og Guðmundur Pálsson
umsjónarmenn þáttarins til sín gesti í hljóðstofu. Vildu þeir
m.a. vita hvað það væri sem helst brynni á Skagfirðingum í
aðdraganda kosninganna. Stórt spurt, en kannski helst hægt
að draga saman að það vanti fleiri og betri störf. Þar er þá helst
verið að horfa á störf fyrir unga fólkið sem flytur burt til að
mennta sig og á ekki afturkvæmt, ef svo má að orði komast.
Flestir hugsa til heimahagana og er það tilfinning mín að
stærsti hluti þess fólks myndi koma til baka ef störf við hæfi
væru í boði. Þetta á við um fleiri staði eins og Skagaströnd,
Blönduós og Hvammstanga. En hvað þarf til að þetta gæti
gengið eftir. Að mínu mati þarf alvöru byggðastefnu þar sem
jarðvegurinn er undirbúinn af stjórnvöldum þannig að
atvinnurekendur vilji kjósa það að hafa eða hefja starfsemi úti
á landi. Meiri pening mætti veita inn á svæðið eða kannski má
segja að stærri hlutur þess fjármagns sem verður til á svæðinu
mætti verða eftir. Þekking, þor og dugur er til staðar hjá fólki
sem kennir sig við Norðurland vestra en eins og svo oft er
bent á eru það peningarnir sem öllu ráða og stjórna. „Betri
bíla, yngri konur, eldra viskí, meiri pening,“ söng Rúnni Júl.
hér um árið og geri ég orð hans að lokaorðum mínum í
þessum pistli.
Páll Friðriksson,
ritstjóri
Pioneer Bay siglir til Sauðárkróks
Strandsiglingar hefjast á ný
Í síðustu viku lagðist að
bryggju á Sauðárkróki flutn-
ingaskipið Pioneer Bay og
hófust með því ákveðin þátta-
skil á Sauðárkróki en þangað
kom síðast gámaskip í reglu-
legum strandflutningum, í
nóvember 2004. Skipið er á
vegum Samskipa sem nýlega
hófu sjóflutninga af lands-
byggðinni.
Siglt er frá Vestfjörðum og
Norðurlandi og beint til
Bretlands og meginlands
Evrópu og verður Sauðár-
krókshöfn hluti af þjónustuneti
þeirra. Að sögn Gunnars
Steingrímssonar hafnarvarðar á
Sauðárkróki er skipið
væntanlegt á hálfs mánaðar
fresti en það mun þjónusta Fisk
Seafood með útflutning og
jafnvel fleiri fyrirtæki þegar fram
líða stundir. Gunnar segir að
skipið skilji eftir sig á annað
hundrað þúsund krónur í
hafnargjöld með hverri komu
og munar um minna. /PF
Blönduskóli tekur nú þátt í
Comeníusarverkefni ásamt
átta skólum í sjö öðrum
Evrópulöndum auk Tyrklands.
Verkefnið er styrkt af
menntaáætlun
Evrópusambandsins og fékk
skólinn myndarlegan styrk
sem ætlaður er í ferðir en frá
einn slíkri er sagt á vef
skólans.
Þar segir að í mars hafi fyrstu
tveir hóparnir farið til Bretlands
á vegum verkefnisins. Annar
hópurinn, þrír nemendur ásamt
kennara, fór til Coventry þar
sem nemendur fjölluðu um
rafmagn og eitt og annað tengt
því. Þeir tóku með sér
glærukynningu um Blöndu og
Blönduvirkjun og bækling sem
unglingadeildin vann um eigin
rafmagnsnotkun, rafmagns-
notkun skólans og áætlaða raf-
magnsnotkun íbúa á Blönduósi.
Hinn hópurinn, fjórir nem-
endur ásamt kennara, fór til
Manchester þar sem nemendur
voru að kynna skólana sína,
tóku með sér glærukynningu og
stuttmynd sem unglingadeildin
vann.
Í maílok mun svo þriðji
hópurinn fara til Fatíma í
Portúgal og munu íbúar
Blönduós sennilega verða varir
við nemendur á ferð um bæinn
á næstunni þar sem þeir eru að
gera stuttmynd um Blönduós en
nánar er frá þessu sagt á
blonduskoli.is. /PF
Draumaliðið sigurvegarar
Englandsferðir nemenda og kennara
Heldur tónleika á Skagaströnd
Komið í undanúrslit
Húnvetnska liðakeppnin
Blönduskóli tekur þátt í Comeníusarverkefni
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.
Lið Skagfirðinga í Útsvari
Draumaliðið, eða lið 1,
sigraði í Húnvetnsku
liðakeppninni í ár með
282,5 stig en lokamót
keppninnar fór fram í
Þytsheimum á Hvamms-
tanga sl. föstudagskvöld. Í
öðru sæti varð lið 2, 2Good,
með 256,5 stig og í þriðja
sæti varð lið 3, Víðidalur,
með 155 stig.
Bæjarkeppnina vann liðið
FLESK með 87,5 stig og í 2.
sæti varð Grafarkot með 82
stig og í 3. sæti varð Lindarberg
með 58,5 stig.
Sigurvegarar í einstaklings-
keppnum voru:
1. flokkur 1. sæti Líney María
Hjálmarsdóttir 46 stig
2. flokkur 1. sæti Gréta B.
Karlsdóttir 26 stig
3. flokkur 1. sæti Stine Kragh
13 stig
Unglingaflokkur 1. sæti Sigurð-
ur Bjarni Aadnegard 12,5 stig
Nánar má sjá um keppnina í
hestaumfjöllun á Feyki.is./BÞ
Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð heldur tónleika í
Hólaneskirkju á
Skagaströnd laugardaginn
13. apríl, kl. 17. Kórinn,
sem skipaður er um 80
manns, er undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur en
hún hefur stjórnað honum
frá upphafi. Þorgerður hlaut
nýlega heiðursverðlaun við
afhendingu hinna árlegu
íslensku tónlistarverðlauna.
Á efnisskrá kórsins eru íslensk
og erlend tónverk og eru
verkin mjög fjölbreytt að gerð
og uppbyggingu og gefa
kórnum tækifæri til
margvíslegrar túlkunar.
Enginn aðgangseyrir er tekinn
af tónleikagestum og eru allir
velkomnir til að hlusta á
þennan frábæra kór sem getið
hefur sér gott orð, bæði hér á
landi og erlendis, enda
eftirsóttur á tónleikahátíðir
víða um heim.
/Fréttatilkynning
Lið Skagafjarðar bar sigur úr
býtum í viðureign sinni við
lið Snæfellsbæjar í Útsvari sl.
föstudagskvöld og tryggði
sér þar með sæti í undan-
úrslitum í spurningaþætt-
inum. Lokatölur voru 77-51.
Lið Skagafjarðar náði strax í
upphafi öruggri forystu sem
það hélt út keppnina. Staðan
var eftir fyrsta hluta 18-09
fyrir Skagafjörð. Orðaleikur-
inn var með þemað „evrópsk
ríki“ og náði Skagafjörður 21
stigi og Snæfellsbær 24 stigum.
Þegar kom að síðasta hluta
þáttarins var staðan 62 – 41
fyrir Skagafjörð. Bæði lið
svöruðu einni stórri spurningu
rétt, lokatölur voru 77-51. Lið
Skagafjarðar etur kappi við lið
Fjarðabyggðar í fjórðungs-
úrslitum þann 19. apríl. / BÞ
Pioneer Bay í Sauðárkrókshöfn. Mynd: Gunnar Steingrímsson.
Lagning hitaveitu
í Hegranes
Steypustöðin
með lægsta
boð
Miðvikudaginn 3. apríl sl.
voru opnuð tilboð í verkið
„Hegranes vinnuútboð
2013, strenglögn og
hitaveita“ á skrifstofu
Skagafjarðarveitna að
Borgarteig á Sauðárkróki.
Kostnaðaráætlun hljóðaði
upp á kr. 99.359.500,- m/
vsk. en hún samanstendur
af lagningu hitaveitu í
Hegranesi og
Hofsstaðaplássi austan
Vatna, ásamt strenglögn í
Hegranesi fyrir RARIK.
Tvö tilboð bárust í verkið, það
lægra frá Steypustöð Skaga-
fjarðar ehf. að upphæð
85.429.890 sem er 86,0% af
kostnaðaráætlun og hitt frá
Vinnuvélum Símonar Skarp-
héðinssonar ehf. sem var litlu
hærra eða að upphæð kr.
87.277.400,- sem er 87,8% af
kostnaðaráætlun.
Að sögn Indriða Þórs
Einarssonar sviðsstjóra veitu-
og framkvæmdasviðs gera
áætlanir ráð fyrir að lagningu
hitaveitu í Hegranesi verði
lokið í ár. Stefnt er að því að
leggja í Hofsstaðaplássið í
beinu framhaldi, jafnvel á
næsta ári, en ákvörðun þar að
lútandi liggur ekki fyrir að svo
stöddu. / PF