Feykir


Feykir - 11.04.2013, Blaðsíða 11

Feykir - 11.04.2013, Blaðsíða 11
14/2013 Feykir 11 AÐALRÉTTUR Kanínusteik fyrir 4 1kg kanína frá Kanína ehf. 200 gr mangó 300 gr sætar kartöflur 100 gr sveppir 1 gult epli 4 hvítlauksgeirar 1 og ½ dl vatn 2 msk grænmetiskraftur 2 tsk karrý ½ tsk pipar 1 og ½ -2 tsk salt ½ msk púðursykur Aðferð: Kanínan tekin og bituð niður; læri, hryggur og framlappir. Allir bitarnir af kanínunni brúnaðir á pönnu á öllum hliðum í smá olíu. Svo er blandað saman kryddinu; grænmetiskraftinum, karrý, pipar, salt og púðursykurinn og það sett í skál og kanínunni síðan velt upp úr þessum kryddlegi. Svo er tekin ofnpottur eða eldfast mót og sett olía á botninn og kanínubitunum raðað í botninn. Skerið mangóið í bita (ekkert of litla). Sætar kartöflur skornar í teninga eða lengjur, sveppirnir skornir í bita eða sneiðar, eplið skorið í teninga, hvítlaukurinn marinn og eða skorinn í smáa bita. Þetta er sett út í formið með kanínunni og ásamt 1 ½ dl af vatni. Lokið er svo sett á ofnpottinn eða ef maður er með eldfast mót þá verður að setja álpappír vel yfir til að loka rakann vel inni.  Sett í ofninn í u.þ.b. 160- 170°C í um 1 ½ tíma. Soðið er síað úr pottinum þegar þetta er tilbúið og gerð sósa úr soðinu. Meðlæti getur t.d   verið salatblanda, brúnaðar kartöflur, gular baunir og gott er að hafa líka smá rifsberjahlaup með eða eitthvað annað berja hlaup. EFTIRRÉTTUR Það sem hugurinn girnist 1-2 stk epli 1-2 stk harðar perur ½ stk stífar melónur, t.d. kantalópa ¼ -⅓ ferskur ananas vínber að eigin vali 1 askja jarðaber hindber 4 kókósbollur uppáhalds súkkulaðið Aðferð: Þetta er svolítið bara það sem manni langar í hverju sinni og mun ég setja nokkrar tegundir sem eru vinsælar hjá fjölskyldunni. Magn ræðst svolítið eftir hvað það eru settar margar tegundir í réttinn en ég mun gefa upp magn fyrir u.þ.b. fjóra fullorðna. Gott að velja uppáhalds súkkulaðið sitt og brytja það með og er þá gott að setja t.d Mars, Snikers, Bounty eða annað gott nammi. Öllu innihaldinu er svo blandað saman í eldfast mót og eru kókósbollurnar skornar í tvennt endilangt og lagðar ofaná alla ávextina í mótinu. Þetta er svo sett í ofn við 170°C og er þetta tilbúið þegar eplin eru farin að linast og kókósbólurnar farnar að taka lit. Gott er að bera fram þeyttann rjóma eða ís með þessum rétti. Verði ykkur að góðu! FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina er ótrúlega magnaður. Sudoku Þegar Márþór Sær skreið seint og um síðir á lappir skyldi hann ekkert í því af hverju hann var kominn með hala og horn. Loksins rann það upp fyrir honum að hann átti afmæli og hann hafði fengið hinn hræðilega táningsaldur í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur Ótrúlegt en kannski satt Hestar hafa skipt miklu máli í mótun samgangna og vinnutækja í heiminum og segir á Wikipedia að talið sé að hestur nútímans hafi verið fyrst notaður til að auðvelda manninum vinnu sína um 2000 f. Kr. Í dag er hesturinn meira notaður sem húsdýr og tómstundagaman en í þriðja heiminum er hann enn mikið notaður við ýmis störf, sérstaklega í landbúnaði. Ótrúlegt en kannski satt þá geta hestar ekki ælt. Feykir spyr... Stundar þú íþróttir? [spurt á Sauðárkróki] SIGURBJÖRN SVEINSSON Já, fótbolta í skólanum, í skólavali. ELVAR INGI HJARTARSON Ég stunda körfubolta og golf. DANÍEL ÍSAR GÍSLASON Nei, ég stunda engar íþróttir. MIKAEL SNÆR GÍSLASON Nei, en ég er góður í mörgum íþróttum. HINRIK PÉTUR HELGASON Ég stunda hestaíþróttir. Auðunn kokkar Kanínusteik og það sem hugurinn girnist MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglindth@feykir.is Matgæðingur Feykis þessa vikuna er Auðunn Jóhannes Guðmundur Karlsson frá Hvammstanga. Hann skorar á Gísla Má Arnarsson og Sesselju Anítu Ellertsdóttur að vera næstu matgæðingar. Vertu áskrifandi í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.