Feykir - 11.04.2013, Blaðsíða 9
14/2013 Feykir 9
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Margeir Friðriksson / Kassagítar- og bassaleikari
Er að rifja upp gamlan
bræðing sem ég hef
gaman af
Friðrik Margeir Friðriksson er
Skagfirðingur í húð og hár,
býr á Sauðárkróki og af hinum
eðalárgangi 1960. Margeir
segist klæmast á kassagítar
og basla við bassaleik og
leikur hann núna í húsbandi
Leikfélags Sauðárkróks en verið
er að æfa nýtt leikrit sem samið
er í kringum lög Geirmundar
Valtýssonar. Margeir settist
við tölvuna og svaraði nokkrum
laufléttum spurningum í Tón-
lystinni.
Helstu tónlistarafrek: -Afrekin
eru ekki mörg, en ég hef leikið
í nokkrum hljómsveitum með
afreksmönnum í gegnum tíðina
s.s. Blueberry Jam, Jókó, Capital,
Rót, Umrót, Týról. Einnig hef
ég tekið þátt í ýmsum öðrum
tónlistarviðburðum með Félagi
harmonikkuunnenda í Skagafirði,
Leikfélagi Sauðárkróks, V.S.O.T.,
Multi Musica og svo margt fleira
sem ég veit um en man ekki eftir.
Uppáhalds tónlistartímabil?
-Það er óræð stærð, því ég flakka
fram og aftur í tíma.
Hvaða tónlist fær þig til að
sperra eyrun þessa dagana? -Ég
er að rifja upp gamlan bræðing
sem ég hef gaman af og er meðal
annars að hlusta á fiðluleikara
sem heitir Jean-Luc Ponty og Al Di
Meola gítarleikara.
Hvers konar tónlist var hlustað
á á þínu heimili? -Það voru ekki
til hljómflutningstæki sem dugðu,
svo ég verð að segja að hlustað
var á flest það sem heyrðist í
ríkisútvarpinu (gömlu Gufunni) í
þá daga.
Hver var fyrsta platan/
diskurinn/kasettan/niðurhalið
sem þú keyptir þér? -The Road
Goes On Forever með Allman
Brothers Band.
Hvaða græjur varstu þá með?
-Technics samstæðu.
Hvað syngur þú helst í sturtunni?
-Ég syng ekki í sturtu.
Bítlarnir eða Bob Dylan?
-Bítlarnir
Uppáhalds Júróvisjónlagið
(erlent eða innlent eða bæði)?
-Eitt lag enn.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld,
hvað læturðu hljóma í græjunum
til að koma öllum í stuð?
-Ég myndi treysta á lög með
Geirmundi Valtýssyni til að byrja
með.
Þú vaknar í rólegheitum á
sunnudagsmorgni, hvað viltu
helst heyra? -Þjóðlegan fróðleik
með tríói Guðmundar Ingólfssonar.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella þér
á tónleika. Hvert færirðu, hvaða
tónleika og hvern tækirðu með
þér? -Ætli ég myndi ekki fara á
tónleika á Flæðunum á Króknum
með Lilla apa í Brúðubílnum og
tæki Helga Frey son minn með að
minnsta kosti.
Hvaða tónlistarmann hefur þig
dreymt um að vera? -Ég sjálfur
með kostum og göllum, en ég lít
upp margra sem ég geri ekki upp
á milli.
Hver er að þínu mati besta plata
sem gefin hefur verið út? -Gling-
Gló með Björk og Tríói Guðmundar
Ingólfssonar.
toppurinn
Vinsælustu lögin á
Playlistanum:
Peppi
(HAR KOMMER PIPPI
LANGSTRUMP)/LENNI-KALLE
TAIPALE TRIO
Black Friday
STEELY DAN
Why does love got to be
so sad?
DEREK & THE DOMINOS
Brúðkaupsvísur
ÞURSAFLOKKURINN
Early Autumn
MEZZOFORTE
Kristinn Karlsson skrifar frá Hvammstanga
Ferðaþjónustan er mér hugleikin
Ég er formaður
ferðamálafélags
Vestur- Húnavatnsýslu
og er því ferðaþjónusta
mér hugleikin og ætla
ég að fjalla um það
sem við erum að gera
í ferðamálum hér í
Húnaþingi-vestra.
Í fyrra vetur var stofnaður
stýrihópur til efla og
auka ferðaþjónustu hér á
svæðinu og var ákveðið
að fara í þriggja ára átak.
Fyrsta árið eða 2012 fór í
að greina svæðið, kosti og
veikleika og hvaða vörur
við höfum. En við höfum
ótrúlega mikið upp á að
bjóða og má þar nefna
Selasetur Íslands en þar er
staðsett upplýsingamiðstöð
fyrir svæðið. Selasiglingu
þar sem ferðamönum
er boðið upp á að sigla
um Miðfjörðinn og skoða
seli, Verslunarminjasafnið
Bardúsu,
ferðamannaverslunina
KIDKA Wool factory shop.
Þar getur fólk fengið að
skoða verksmiðjuna en
KIDKA framleiðir íslenskar
ullarvörur. Handverkshópa,
Grettistak, Héraðssafnið
að Reykjum, hestaleigur,
hestsýningar og fleira
og fleira. Það sem er
gull eggið okkar eru
selirnir út á Vatnsnesi og
náttúruperlur þess, t.d
Hvítserkur, Borgarvirki,
Kolugljúfur í Víðidal og
Arnarvatnsheiðin.
Það sem við áætlum að
gera í ár eða 2013 og
erum að vinna í er hvernig
við bætum aðgengi að
ferðamannastöðum og
að það sé gert í sátt við
bændur og heimamenn.
Síðan verður farið í að
markaðssetja svæðið
en auðvitað er alltaf
markaðssetning í gangi.
Það er mjög mikilvægt að
vanda til markaðssetningu
og að varan sé tilbúin
sem þú ætlar að bjóða
upp á. Því er spáð að á
næstu árum komi yfir 100
þúsund ferðamenn inn
á okkar svæði því verða
menn að spyrja sig hvernig
tökum við á móti þessum
ferðamönnum þannig að
sómi sé af og þeir skilji
einhverjar tekjur eftir sig
inn í héraðið.
Ég skora á Guðrúnu
Hálfdánardóttir á Söndum
í Húnaþingi-vestra að taka
við pennanum.
- Bestu ferða- og
sumarkveðjur.
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN berglindth@feykir.is
Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi
Halda tónleika
í Seltjarnarneskirkju
Karlakórinn Lóuþrælar úr
Húnaþingi halda tónleika í
Seltjarnarneskirkju, sunnu-
daginn 14. apríl. Yfirskrift
tónleikanna er „Vorvindar“
sem er eitt laga á söngskránni.
Í fréttatilkynningu frá kórnum
kemur fram að þetta starfsárið
er kórinn með blandaða
söngskrá, m.a. dægurlög, erlend
og íslensk, samin af ýmsum
þekktum höfundum og sum
flutt af frægustu tónlistar-
mönnum heims. Kórinn býr svo
vel að eiga góða hljóðfæraleikara
sem leika með kórnum, en þeir
eru: Skúli Einarsson á trommur,
Sveinn Óli Friðriksson á gítar,
Páll Sigurður Björnsson á bassa
og Elinborg Sigurgeirsdóttir
píanó. Stjórnandi kórsins er
Guðmundur St. Sigurðsson.
Heimatónleikar kórsins verða
á síðasta vetrardag, 24. apríl í
Félagsheimili Hvammstanga.
Lóuþrælar vinna að útgáfu á
nýjum hljómdiski, en áður hefur
kórinn gefið út fimm
hljómdiska.
Tónleikarnir á Seltjarnarnesi
hefjast klukkan 17:00 og að-
gangseyrir er kr. 2.500,- (ekki
posi á staðnum). /BÞ
Sjálfsbjörg í Skagafirði fimmtudaginn 25. apríl
ILMUR AF SUMRI – PÖNNUKÖKUKAFFI!
Í tilefni af sumardeginum fyrsta verða félagar Sjálfsbjargar með kaffisölu,
tombólu og flóamarkað í Húsi frítímans við Sæmundargötu.
Til skemmtunar verða tónlistaratriði. Tilgangurinn er að kynna starf
félagsins og selja kaffi og með því, til styrktar félaginu.
KLEINUR - MUFFINS - PÖNNUKÖKUR til sölu - 10 stk. í pk.
Húsið er opnað kl. 14 og verður opið til 17.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!