Feykir


Feykir - 11.04.2013, Page 10

Feykir - 11.04.2013, Page 10
10 Feykir 14/2013 Hvað ertu með á prjónunum? María Guðmundsdóttir frá Kringlumýri í Skagafirði Heilluð af möguleikunum sem þæfingin býður upp á UMSJÓN berglindth@feykir.is María Guðmundsdóttir svarar spurningunni um hvað hún er með á prjónunum þessa dagana en hún skorar á Önnu Pálu Þorsteindóttur á Sauðárkróki að taka við keflinu. - Ég er að þæfa sjöl, og var að klára að prjóna ungbarnasett á væntanlegt barnabarn, og bútasaumsteppi handa því næstelsta. Það er þannig með handverk og handavinnu að einu verki er varla lokið fyrr en það er vöknuð hugmynd að því næsta, sem er svo skemmtilegt. Hvaða handverk sem þú hefur gert ertu ánægðust með? - Sennilega veggteppi sem ég gerði fyrir vinkonu mína, þæft út íslenskri ull. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? - Fyrstu minningarnar eru tengdar ömmu minni sem var alltaf með eitthvað í höndunum en hún prjónaði, heklaði, saumaði út og saumaði á okkur. Hún eignaðist nýja saumavél þegar hennar börn voru öll komin að heiman og mér fannst svo gaman að fylgjast með henni þegar hún dró upp myndir úr litabókum og teiknaði og klippti út úr allskonar efnum. Svo voru myndirnar komnar á náttföt, dúka og allt mögulegt - mér fannst þetta galdri líkast. Ég lærði að prjóna og sauma út hjá henni en saumavélin var nánast heilög og ekki fyrir börn. Ég var svo heppin að kynnast frábæri handverks- konu henni Önnu Kristins. sem kenndi mér fyrstu handtökin við þæfingu og þar með var ekki aftur snúið, síðan hef ég sótt nokkur námskeið og er alveg heilluð af þeim möguleikum sem þæfingin býður upp á. Eitthvað sem þú vilt bæta við ? - Mér finnst gaman að sjá hvað það er mikil gróska í handverki og hönnun - fjölbreytni og frumleiki. Áhugi á handverki hefur vaxið mikið, sem er hvetjandi fyrir alla sem það stunda. Vonandi halda konur áfram að prjóna og hekla dúka og milliverk og finna spennuna þegar byrjað er á einhverju nýju og gleðina þegar góðu verki er lokið. Ungbarnasett á væntanlegt barnabarn. Ull þæfð utan um lampa. Sjöl þar sem Merino ull er þæfð á silkisiffon.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.