Feykir


Feykir - 15.08.2013, Síða 1

Feykir - 15.08.2013, Síða 1
fff BLS. 6 BLS. 7 Árný og Óskar eru matgæðingar vikunnar Kexaður fiskur og skyrterta BLS. 11 Solveig Lára vígslubiskup 250 afmælis Hóladómkirkju minnst á veglegri Hólahátíð Friðrik Hreinsson og Guðrún Helga Tryggvadóttir Metabolic að byrja á Sauðárkróki 30 TBL 15. ágúst 2013 33. árgangur : Stofnað 1981 Meira í leiðinni Nú er nánast allt orðið klárt fyrir tónlistarhátíðina Gæruna og miðasalan hefur farið ágætlega af stað, betur en undanfarin ár. Langstærsti hluti miðanna á hátíðina hefur selst við innganginn á en framkvæmdar- aðilar Gærunnar hvetja þó fólk að sjálfsögðu til að fara á Kaffi Krók og tryggja sér miða eða fara inn á midi.is. Gríðarleg vinna liggur að baki svona tónlistarhátíð og hafa skipuleggjendur Gærunnar haft í nógu að snúast. Fyrirtæki hafa verið mjög dugleg að styrkja hátíðina með vörum, afslætti á þjónustu og með beinum fjárframlögum. Einnig hefur tónlistarhátíðin hlotið styrki frá Menningarráði NV, menningarsjóði KS og Sparisjóði Skagafjarðar, en án þeirra hefði þetta ekki verið hægt, segir Laufey. Aðal vinnan við hátíðina hefur farið fram í þessari viku, en í vikunni var m.a. lagerinn hjá Loðskinn tæmdur, þrifinn og gerður klár fyrir helgina, en hátíðin verður haldin í húsakynnum Loðskins líkt og undanfarin ár. Sjálfboðaliðar hátíðarinnar hafa lagt sitt af mörkum og sett upp girðingar, komið upp sviðinu, gert allt klárt baksviðs fyrir hljómsveitirnar auk fjölda annarra verka. Á milli 30 til 40 sjálfboðaliðar verða við störf á Gærunni en enn vantar þó sjálfboðaliða til að aðstoða við hin ýmsu verkefni. Laufey segir fólk ráða hvort það aðstoði fyrir helgina, föstudag eða laugardag. ,,Fólk er ekki að skuldbinda sig í 14 tíma yfir dagana, við tökum á móti öllum höndum sem vilja aðstoða,” segir Laufey. „Ekki hefur verið til afgangur til að borga skipuleggjendum laun undanfarin ár, en vonandi verður breyting á því í ár. Sigurlaug Vordís (Silla) og Stefán Friðrik „störtuðu“ hátíðinni af hreinni og skærri hugsjón og hefur framkvæmdin verið sjálfboðavinna til þessa. Við erum ótrúlega þakklát fyrir hve fyrirtækin eru dugleg að taka á móti okkur og styrkja okkur, til að halda hátíðinni uppi. Við treystum á að Skagfirðingar og nærsveitamenn á öllum aldri komi og skemmti sér á hátíðinni með okkur.“ segir Laufey. Gæran hefst í kvöld með sólóistakvöldi á Mælifelli kl. 20:30. /GSG Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra Gæran 2013 Tónlistarhátíðin Gæran hefst í kvöld S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 Skipuleggjendur Gærunnar í ár stöllurnar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Laufey Kristín Skúladóttir framkvæmdastjóri Gærunnar

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.