Feykir


Feykir - 15.08.2013, Page 4

Feykir - 15.08.2013, Page 4
4 Feykir 30/2013 Metabolic á Sauðárkróki Á næstu misserum mun líkamsræktarstöðin Þreksport bjóða upp Metabolic hópnámskeið. Þau Guðrún Helga Tryggvadóttir ÍAK einkaþjálfari og Friðrik Hreinsson B.Sc. íþróttafræðingur munu hafa umsjón með tímunum sem hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á landi. Þau luku nýverið þjálfaranámskeiði í Metabolic og eru nú löggildir Metabolicþjálfarar. Helgi Jónas Guðfinnsson frá styrktarthjalfun.is hannaði æfingakerfið sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Fyrsta Metabolic námskeiðið hjá Helga Jónasi var haldið í ágúst 2011 og seldist það námskeið upp á fimm dögum. Síðan þá hefur eftirspurnin alltaf verið að aukast og Helgi verið stöðugt að þróa og betrumbæta kerfið. Núna er Metabolic í boði á tólf stöðum á landinu auk Sauðárkróks og fer þeim fjölgandi. Feykir leit við hjá þeim Guðrúnu og Friðrik til að kanna hvað Metabolic snérist um. Metabolic – Hvað er það? Metabolic þýðir í raun bara efnaskipti en eitt af aðal markmiðum Metabolic tímanna er að auka hraðann á efnaskiptum líkamans það er að auka fitubrennslu. Í tímunum taka allir vel á því í stuttan tíma í einu með hléum á milli, svokölluð skorpuþjálfun (interval) en slík þjálfun skilar fitubrennslu í marga klukkutíma eftir æfinguna, margfalt meiri brennslu heldur en æfingar með jöfnu álagi. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar og markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að tilhlökkunarefni með skemmtilegri, fjölbreyttri og öruggri þjálfun. Það má segja að kerfið sé sérhannað fyrir þá sem vilja komast í frábært form og stunda fjölbreytta og skemmtilega líkamsrækt án þess að ofkeyra sig. Það hentar vel þeim sem hafa lítinn tíma til að æfa en vilja komast í frábært alhliða form og vera í góðum félagsskap í leiðinni. Það geta allir æft Metabolic hvort sem þeir eru byrjendur eða afreksíþróttamenn. Við hjálpum fólki að finna rétt erfiðleikastig svo það nái markmiðum sínum á markvissan hátt. Metabolictímarnir skiptast niður í fjóra grunntíma: Burn (brennsla), Strength (styrkur), Power (kraftur), og Endurance (úthald) og alltaf er unnið með mismunandi orkukerfi og eiginleika í hverjum tíma, segir Guðrún. ,,Við notumst mestmegnis við starfrænar æfingar (functional) sem þýðir að æfingarnar líkjast Nýir þrektímar að hefjast í Þreksport daglegum hreyfingum líkamans sem mest. Flestir finna einhverntíman fyrir stoð- kerfisverkjum eins og eymslum í öxlum eða baki t.d. en í starfrænni þjálfun er mikil áhersla lögð á að styrkja djúpvöðvakerfið og því ætti fólk að finna mikinn mun á sér þegar það fer að gera æfingarnar sem við leggjum upp með á námskeiðinu. Við notumst bara við starfrænar æfingar fyrir þá sem við þjálfum, hvort sem það er venjulegt fólk eða afreksíþróttamenn.” Þarf maður ekki að vera í hörku formi til að getað stundað Metabolic? ,,Nei, alls ekki. Kosturinn við æfingarnar er að það stjórnar hver og einn sínu álagi. Þú einfaldlega notast við léttari þyngdir eða einfaldari útfærslur af æfingunni ef að íþróttamaðurinn í þér er í dvala. Allar æfingarnar sem við gerum í tímunum eru þannig að það er bæði hægt að gera auðveldari og erfiðari útfærslur, svokölluð stignun sem hentar mismunandi einstaklingum. Auðvelt er að breyta æfingunum ef fólk er með eymsli í t.d. baki eða hnjám. Þeir sem eru í mjög góðu formi munu engu að síður hafa mjög gaman af æfingunum og það er enginn í of góðu formi fyrir Metabolic. Alltaf er hægt að gera æfingarnar meira krefjandi. Sem dæmi um það þá er Helgi Jónas, höfundur kerfisins að undirbúa A landslið karla í körfuknattleik fyrir undankeppni Evrópukeppninnar með Metabolic æfingakerfinu. En hann er styrktar- þjálfari landsliðsins og þar þjálfar hann leikmenn með svokallaðri „advanced“ útfærslu af Metabolic sem hann hefur verið að þróa undanfarið,” segir Friðrik. Er hægt að fá að prófa tíma? Já við verðum einmitt með nokkra opna kynningartíma núna í ágúst. Þar ætlum við að kynna Metabolic fyrir fólki og hvetjum alla til að koma og prufa og taka fjölskylduna og vinina með. Tímarnir verða auglýstir á facebooksíðu Þreksports og á threksport.is og við hvetjum fólk til að fylgjast með þar. Í framhaldi af því, eða um mánaðarmótin hefjast svo tímarnir á fullu þar sem verða í boði 4-5 tímar á viku í allan vetur. Hægt verður að velja milli 6, 3ja eða mánaðaráskriftar. Fólk skráir sig bara sem Metabolicara og mætir svo eins oft og það vill. Rikki og Guðrún Svo bjóðum við líka ánægjutryggingu með 100% endurgreiðslu af fyrsta mánuðinum ef fólk er ekki ánægt með Metabolic. Hægt er að kynna sér allt um Metabolic á heimasíðunni metabolic. is en þar inni mun verða linkur inn á Metabolic Sauðárkróki. Við hvetjum líka áhugasama til að fylgjast með okkur á facebook og á heimasíðu Þreksports, www.threksport.is /GSG Eitt mesta furðuverk sem Rússar hafa framleitt Brynjar Helgi Magnússon er fæddur og uppalinn í Skagafirði og býr á sínu uppeldisbýli Hrauni í Sléttuhlíð. Hann útskrifaðist sem Rafiðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í vor. „Ég ákvað að verðlauna sjálfan mig eftir námið og gerði það sem lengi hefur staðið til, en það var að vera „heimavinnandi“ eitt sumar eða svo, og hef sjaldan haft jafn mikið að gera,“ segir Brynjar. Hvaða græju/tæki heldur þú mest upp á og hvers vegna? Græjan sem ég held mest upp á á bænum er rússneska dráttarvélin Belarus 525 og kemur val mitt á henni til vegna þess að þetta er sennilega eitt mesta furðuverk sem Rússar hafa framleitt og svo er Belarus sameiginlegt áhugamál okkar Jóa í Enni. Hvernig kom það til að þú eignaðist þessa græju/tæki? Faðir minn, Magnús Péturs- son, keypti þessa dráttarvél nýja af Sambandinu gamla og fóru þeir tveir nágranna- bændur suður til Reykjavíkur að sækja sitthvora vélina. Sögur fara af því að þeir hafi prúttað vélarnar svo mikið niður að þeir brostu allan hringinn þegar þeir lögðu af stað norður á vélunum, á topp hraða 25 km/klst, en aftur á móti skælbrostu þeir í Sambandinu líka, enda guðs- lifandi fegnir. Síðan þá hafa allir í fjölskyldunni á Hrauni fengið að kljást við það verkefni að brúka þessa dráttarvél til margskonar verka enda ekkert létt þar sem ég held því fram að bæði stýri og bremsur hafi verið skilin eftir suður í Borgarfirði, sennilega við hliðina á botn- inum þeirra Fljótamanna. Hvernig var fyrsta gerðin af þessari græju sem þú eign- aðist? Eftirminnilegasta reynslan af þessari marg- blessuðu dráttarvél er senni- lega þegar ég var 12 ára og við faðir minn vorum á heimleið úr flagvinnu seint að kveldi til. Ég sat við stýrið en pápi stóð á milli dráttarvélarinnar og valtara sem var húkkaður aftaní. Svo skriðum við upp hina margómuðu fjósbrekku á Hrauni og allt kom fyrir ekki eins og oft áður, „Bilaðrusl“ datt úr drifi og fórum við töluvert hraðar afturábak en áfram! Þar sem bremsurnar urðu eftir suður í Borgarfirði voru góð ráð dýr og ekki var komið við bremsurnar heldur „tuggan“ staðin í botni til að halda völdum á stýri, ásamt því að mjög hröð og skipulögð fyrirmæli bárust inn um afturgluggann. Allt fór vel að lokum og vona ég að foreldrar nútímans sjái til þess að börnin þeirra komist ekki upp í slíka skaðræðisgripi eins og þennan. Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum? Ég mælist til að áhugamaður landsins um Belarus, Jóhann Ingi Haraldsson í Enni setji hér saman pistil um sitt uppáhaldsdót. /GSG Brynjar Helgi Magnússon Hrauni í Sléttuhlíð

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.