Feykir


Feykir - 15.08.2013, Síða 5

Feykir - 15.08.2013, Síða 5
30/2013 Feykir 5 ( ÍÞRÓTTAGARPUR ) palli@feykir.is Rúnar Sveinsson Fótboltaferlinum lauk áður en hann byrjaði Rúnar Sveinsson er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni en hann komst í fréttirnar er hann kom fyrstur í mark í Árnahlaupinu svokallaða sem haldið var fyrr í sumar á Sauðárkróki. Þá tók Rúnar þátt í hinu erfiða Laugarvegshlaupi sem fram fór þann 13. júlí sl. en þá er hlaupið frá Landmannalaugum og endað í Húsadal en þá leið er göngufólk að arka, þrjá til fjóra daga. Rúnar er af árgangi 1981, býr í Kópavoginum en er Króksari í húð og hár, sonur Heiðrúnar Friðiksdóttur og Sveins Rúnars Sigfússonar. Íþróttagrein: Hef stundað körfu- bolta frá því ég var krakki. En síðastliðið ár hefur körfuboltinn verið víkjandi fyrir Crossfit og hlaupum. Íþróttafélag/félög: Er ávallt í Tindastól inn við beinið en sökum aðstæðna er ég skráður í Ungmennafélagið Smárann í Varmahlíð. Helstu íþróttaafrek: Lauk ný- verið við að hlaupa 55 km, Laugvegurinn Ultra Maraþon Skemmtilegasta augnablikið: Körfuboltatímabilið 2011-1012 sem ég var með Tindastóli er mjög eftirminnilegt og líklega var skemmtilegasta augnblikið þegar við spiluðum í bikarúrslitum í Höllinni. Neyðarlegasta atvikið: Kannski ekki beint neyðarlegt en samt svona lýsandi saga fyrir mig þar sem ég er yfirleitt mjög óákveðinn. Það var eitt sinn í frímínútum í barnaskólanum sem ég var fenginn til að vera í marki í fótbolta. Ég hafði nú aldrei æft fótbolta eins og flestir bekkjafélagarnir en í þetta skipti þá vantaði mann. Stóð ég mig bara nokkuð vel að eigin áliti og varð úr að þegar heim var komið þá var allt sett á fullt að verða sér út um markmannshanska, því strákurinn ætlaði að byrja að æfa. Svo var það nokkrum dögum síðar að ég tók skólarútuna á æfingu, en þegar ég var kominn fyrir utan íþróttavöllinn þá var áhuginn skyndilega horfinn og ákvað ég því bara að fara aftur heim með rútunni. Þar með lauk fótboltaferlinum áður en hann byrjaði. Einhver sérviska eða hjátrú? Nei ekkert sem ég man eftir. Uppáhalds íþróttamaður? Mikael Jordan var alltaf í miklu uppáhaldi, svo hefur Lebron James tekið við. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Efemiu Rún Sigurbjörnsdóttur (Effu) í körfubolta Hvernig myndir þú lýsa rimmunni? Þar sem Effa er með miklu meira keppnisskap en ég þá yrði ekkert gefið eftir, en það er þó ein óskrifuð regla sem er að ég má ekki hoppa. Ætli ég yrði síðan ekki að játa mig sigraðan að lokum. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? Eignast yndislegan strák árið 2011 sem fékk nafnið Rúnar Magni Lífsmottó: Bara að hafa gaman af lífinu og láta drauma sína rætast. Helsta fyrirmynd í lífinu: (og af hverju). Það er hann pabbi minn sem var einnig í körfubolta á sínum yngri árum ásamt því að vera mikill hlaupagarpur. Hvað er verið að gera þessa dagana? Í dag starfa ég sem tölvunarfræðingur hjá Betware sem er hugbúnaðarfyrirtæki staðsett í Kópavogi. Þess á milli eyði ég tímanum með fjölskyldunni ásamt því að reyna að hreyfa mig reglulega. Hvað er framundan? Taka sér gott frí og byrja svo að æfa fyrir einhverja nýja áskorun. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Knattspyrna 1. deild karla: Tindastóll – Leiknir Reykjavík 4–3 Tindastólsmenn komnir í topp- baráttuna í 1. deild Tindastóll og Þróttur Reykjavík áttust við í 1. deild karla í fótbolta á Sauðárkróksvelli fimmtudagskvöldið 1. ágúst sl. og var leikurinn mikilvægur báðum liðum. Tindastólsmenn sýndu góðan leik og sigruðu örugglega 3-0. Með sigrinum gátu Stólarnir lyft sér örlítið upp fyrir liðin í fallbaráttunni. Þann 8. ágúst sl. tók Tindastóll svo á móti liði Grindavíkur á Sauðárkróksvelli. Stólunum hafði gengið vel að undanförnu og með sigri hefðu strákarnir komið sér í bullandi toppbaráttu. Raunin varð hins vegar sú að gestirnir úr Grindavík voru grimmari og unnu verðskuldaðan 0-2 sigur. Of margir leikmenn Tindastóls náðu sér ekki á strik í leiknum og virtust sumir ekki tilbúnir í slaginn sem gestirnir buðu upp á. Vonandi taka menn sig saman í andlitinu því það eru engir Árni Arnarsson Leslie Briggs Knattspyrna 1. deild kvenna Jafntefli og tap hjá stelpunum Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli mætti liðsmönnum Fram í Reykjavík þann 29. júlí sl. Bryndís Rún Baldursdóttir kom Stólunum yfir á 35. mínútu, en á 70. mínútu jafnaði Dagmar Ýr Arnardóttir metin fyrir Framstúlkur. Lokatölur leiksins 1 – 1. Þetta var síðasti leikur Carolyn Polcari með liði Tindastóls á þessu tímabili, en hún var kölluð út í viðtal vegna læknanáms sem hún er að fara í. Tindastóll tók svo á móti Haukum í fyrstu deild kvenna á Sauðárkróki föstudagskvöldið 9. ágúst sl. og var um spennandi leik að ræða. Tindastóll komst yfir með góðu marki Leslie Briggs í fyrri hálfleik en gestirnir voru heppnir í þeim seinni þegar Stólarnir skoruðu sjálfsmark eftir að boltinn fór í varnarmann þeirra er Haukarnir tóku aukaspyrnu rétt utan vítateigs gestgjafanna og hafnaði í markinu. Haukarnir bættu svo marki við er skammt var til leiksloka og höfðu sigur. léttir leikir eftir í 1. deildinni. Morin var slakur og fátt gekk upp hjá Branco og Tsonis. Atli og Beattie voru líflegir og sýndu góða takta og þá voru Árni og Ingvi Hrannar baráttuglaðir. Næsti leikur Stólanna er hér heima gegn Selfyssingum föstudaginn 16. ágúst kl. 19:15. /ÓAB Stólarnir sitja sem fyrr í 6. sæti með 13 stig en Haukarnir komust sæti ofar með sigrinum og eru nú með 19 stig í 4. sæti. /PF Ungmennasamband V-Hún. Unglingalandsmót UMFÍ FrjálsarFjallaskokk USVH 16 verðlaun til UMSS Frjálsíþróttaskóli UMFÍ Hið árlega fjallaskokk Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga fór fram 25. júlí síðastliðinn og voru þátttakendur 43 talsins. Alls voru 16 skráðir í keppnishóp en 27 voru skráðir í gönguhóp og kepptu því ekki til verðlauna. Sigríður Klara Böðvarsdóttir varð fljótust kvenna en Egill Egilsson sigraði í karlaflokki. /KSE 16. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir fremur kalda og vindasama daga gekk mótið vel fyrir sig og þátttakendur skemmtu sér vel. Keppendur UMSS unnu til 16 verðlauna á mótinu, en einnig unnu Skagfirðingar til verðlauna með öðrum félögum. Verðlaunahafana er hægt að sjá á íþróttasíðu Feykis.is. /GSG Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var starfræktur á Sauðárkróki dagana 22. til 26. júlí sl. Tuttugu krakkar tóku þátt í skólanum að þessu sinni. Þau komu víða að, flest frá Skagafirði en einnig frá Hólmavík og Reykjavík. Þjálfarar skólans voru Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sigurðsson. Krakkarnir æfðu tvisvar á dag og gerðu einnig margt skemmtilegt þess á milli, m.a. fóru þau í klifur, sund og bátasiglingar. Á fimmtudeginum 25. júlí sl. var svo haldið frjálsíþróttamót þar sem krakkarnir kepptu bæði innbyrðis og við aðra og stóðu sig öll með prýði. /GSG

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.