Feykir


Feykir - 15.08.2013, Qupperneq 7

Feykir - 15.08.2013, Qupperneq 7
30/2013 Feykir 7 syngur einsöng. Eftir messuna verður afmæliskaffi í boði Hólanefndar. Hátíðin endar síðan á samkomu í Hóladómkirkju þar sem Vilhjálmur Egilsson flytur Hólaræðuna, Hjörtur Pálsson flytur ljóð afmælishátíðarinnar og Kristján Jóhannsson syngur einsöng. Mikil undirbúningur og von á fjölda gesta Það er Hólanefnd sem hefur veg og vanda af undirbúningi Hólahátíðar, en í nefndinni sitja, auk sr. Solveigar Láru, sr. Dalla Þórðardóttir, pró- fastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi, Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla og Björg Baldursdóttir, formaður sóknarnefndar. „Það hittist svo skemmtilega á að við erum fjórar konur í nefndinni núna,“ segir sr. Solveig Lára. „Við höfum verið svo heppnar að fá til okkar góða gesti. Kristján Jóhannsson mun syngja við hátíðarmessuna og samkomuna á eftir. Hann söng fyrst opinberlega á Hólahátíð, þá nítján ára gamall. Vilhjálmur Egilsson mun flytja Hólaræðuna, en hann er Skagfirðingur og nýráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Hólaræðan hefur oft vakið athygli svo það bíða margir spenntir eftir henni. Þá hefur Hjörtur Pálsson, sem hefur unnið mikið hérna á Hólum, samið ljóð afmælishátíðarinnar. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og Goddur hafa svo verið að undirbúa sýninguna um byggingarsögu kirkjunnar og Goddur hefur hannað merki hátíðarinnar sem er mynd af kirkjunni, eins og hún leit upprunalega út án turnsins, en hann var ekki byggður fyrr en 1950,“ segir sr. Solveig Lára. Sr. Solveig Lára segir afmælisdag kirkjunnar reyndar ekki vera fyrr en 20. nóvember en ákveðið hafi verið að fagna því á Hólahátíð, enda henti sá árstími miklu betur fyrir mannamót og hátíðin hafi auk þess skapað sér fastan sess og sé alltaf haldin í 18. viku sumars. „Margir kjósa að dvelja hérna alla helgina, enda ýmsir gistimöguleikar, m.a. hjá ferðaþjónustunni á staðnum og tækifæri til að gista á einu skemmtilegasta tjaldsvæði landsins. Margir koma ár eftir ár og það er gaman að sjá að gamlir nemendur Hólaskóla fjölmenna hingað og halda þannig tryggð við staðinn. Svo vonumst við til að Hólar eignist nýja vini sem halda áfram að koma á þessa hátíð. Sr. Solveig Lára segir mikla áherslu lagða á að skapa skemmtilega og létta stemmingu á hátíðinni og þannig verði til dæmis harmónikkuleikur, almennur söngur og kaffihúsastemming eftir styttri gönguferðirnar. „Við rennum alveg blint í sjóinn með gestafjöldann, vonum bara að sem flestir komi og ætlum að hafa nóg með kaffinu. Veðrið er líka alltaf gott á Hólahátíð og þegar ég var vígð í fyrra var til að mynda 23ja stiga hiti og sól, sagði sr. Solveig Lára að lokum. Jökulsárhlaupið 2013 Stúlkurnar í skokkhópnum Kjaftagelgjurnar skelltu sér í Jökulsárhlaupið sl. laugardag, en hópinn skipa þær Margrét Silja Þorkelsdóttir, Margrét Helga Hallsdóttir, Laufey Kristín Skúladóttir, Hrafnhildur Guðnadóttir og Dagný Huld Gunnarsdóttir. Blaðamaður Feykis hafði samband við Kjaftagelgjurnar og fékk fréttir úr hlaupinu. Aðspurðar hvernig það hafi komið til að þær skráðu sig í Jökulsárhlaupið sögðust þær í raun hafa æst hvor aðra upp í þessa vitleysu. Stúlkurnar tóku allar þátt í Árnahlaupinu í júní sl. og sögðust enn hafa verið haltrandi og stirðar þegar þær skráðu sig í Jökulsárhlaupið daginn eftir. ,,Við vorum að leita okkur að markmiði til þess að drífa okkur út að hlaupa í sumar og ástæðu til þess að taka frá helgi í útilegu. Svo varð þó að við fórum ekkert út að hlaupa allan júlí og enduðum á því að fá sumarhús að láni þessa helgi og fórum því ekki í neina útilegu.” Í upphafi stefndu stelpurnar að því að hlaupa 13 km leiðina en lengdu svo hlaupið um 8 km. ,,Margréti Helgu tókst að sannfæra okkur um að við mættum alls ekki missa af náttúrufegurðinni frá Hólmatungum að Hljóðaklettum. Við kyngdum því allar með tölu og skráðum okkur í 21 km. Okkur var keyrt í rútu upp að Hólmatungum og við hlupum þaðan niður í Ásbyrgi. Þeir sem hlupu lengst hlupu frá Dettifossi og að Ásbyrgi og stysta leiðin var frá Hljóðaklettum og að Ásbyrgi.” Mikið rigndi í hlaupinu og voru hlaupastígarnir því vægast sagt ógeðslegir að sögn stúlknanna. Síðustu 10 km var mikið hlaupið á mjóum kindagötum sem voru erfiðar yfirferðar vegna drullu. ,,Þetta var mjög erfitt og krefjandi. En svæðið í kringum Ásbyrgi er sannkölluð náttúruparadís og því yndislegt að fá að hlaupa í svona fallegu umhverfi. Jökulsárhlaupið var mjög vel skipulagt í alla staði. Þetta var í tíunda sinn sem hlaupið var haldið og voru um 200 keppendur. Þegar við komum í mark tóku mennirnir og börnin okkar á móti okkur.” Hrafnhildur Guðnadóttir (Rabbý), komst á verðlaunapall, en hún lenti í 3. sæti í 21,2 km hlaupinu. Einnig var Skagfirðingurinn Auður Aðalsteins- dóttir í hlaupinu og lenti hún í 4. sæti. Kjaftagelgjurnar ætla að endurtaka Jökulsárhlaupið að ári en ekki sem hlauparar. ,,Við höfum skorað á maka okkar, sem sinntu barnagæslunni að þessu sinni, að hlaupa að ári og við sinnum börnunum á meðan”. /GSG Sannkölluð náttúruparadís Altaristaflan í Hóladómkirkju Leiði barnsins sem Sabinsky múraði í vegginn

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.