Feykir


Feykir - 15.08.2013, Page 11

Feykir - 15.08.2013, Page 11
30/2013 Feykir 11 EINAR BERGMANN -Já ég ætla öll kvöldin. HAUKUR SKÚLASON -Já ég ætla á föstudagskvöldið. HJÖRTUR GUNNARSSON -Já, öll kvöldin. RAGNHEIÐUR STEINSDÓTTIRR -Nei. SAGA SJÖFN RAGNARSDÓTTIR -Já ég ætla að fara öll kvöldin. Feykir spyr... [SPURT Á KRÓKNUM] Ætlar þú á tónlistar- hátíðina Gæruna? FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti að drífa sig á GÆRUNA og taka vini með sér. Tilvitnun vikunnar Peningar eru eins og mykja. Það þarf að dreifa þeim til að þeir geri gagn. - Bacon Sudoku Bannað að grafa upp dauða menn FRÉTTIR FYRRI ALDA : SKAGAFJÖRÐUR 1609 GAGN & GAMAN Ótrúlegt en kannski satt Fílar eru stærstu núlifandi landdýrin og hafa verið lengi en loðfílar sem voru stærstir mammúta dóu út um 3750 f.Kr. Ótrúlegt og kannski satt geta fílar ekki hoppað ólíkt öðrum landspendýrum. Árný Sesselja Gísladóttir og Óskar Þór Ársælsson kokka Tilraun sem bragð- aðist snilldarlega Kexfiskur í ofni eða steiktur á pönnu 2 meðalstór ýsuflök 1 pk af Tuc Lu original kexi (eða hálfur fer eftir fjölda manns) 1 pk af Tuc Lu papriku kexi (eða hálfur fer eftir fjölda manns í mat). Soðin hrísgrjón Paprika, rauðlaukur, sveppir og annað grænmeti. Rjómi eða mjólk (betra með rjóma). Aðferð: Kexið er tekið og mulið í frumeindir, þannig að það verði líkt og raspur. Út í kexið er settur smá sítrónupipar og smá paprikuduft. Fer eftir smekk hvers og eins. Fisknum er velt uppúr eggjablöndu og svo muldu kexinu með kryddinu út í. Sé þetta eldað í ofni er gott að setja soðin hrísgrjón í eldfast mót og setja út í það brytjað grænmeti og velta vel saman. Setja smá rjóma eða mjólk yfir hrísgrjónin og grænmetið, síðan setja fiskinn sem er búið að velta upp úr eggjablöndu og kexinu ofan á og inn í ofn á 180°. Ef það er afgangur af kexinu má strá því yfir fiskinn. Borið fram með fersku grænmeti og kaldri grænmetissósu. Skyrterta 1 lítil dós vanilluskyr 1 peli rjómi 2 msk rjómaostur (má sleppa) 1 pk kanilkökur frá LU Brætt smjör eftir smekk Bláberjasulta eða jarðaberjasulta Aðferð: Kexið mulið og bráðnu smjörinu blandað saman við. Blöndunni síðan þrýst í botn á breiðbotna móti (ágætt að nota eldfast mót). Skyrið og rjómaosturinn hrært saman, og svo þeyttur rjómi saman við það. Þetta er sett ofan á kexblönduna. Sultan sett ofan á. Tekur enga stund að gera, en best er samt að gera tertuna kvöldið áður en bera á hana fram, svo kexið nái að blotna aðeins. Geymist í kæli - að sjálfsögðu. Verði ykkur að góðu! MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is Árný Sesselja Gísladóttir og Óskar Þór Ársælsson á Skagaströnd eru matgæðingar vikunnar. Þau bjóða lesendum upp á fiskrétt sem að sögn þeirra var tilraun sem bragðaðist alveg snilldarlega. Árný og Óskar skora svo á Þórlaugu S. Arnardóttur og Róbert Kristjánsson að koma með eitthvað gott. Konungur tilskipar að bannað sé að grafa upp dauða menn. Þetta bréf er talið af því sprottið, að fyrir allmörgum árum lét ráðsmaðurinn á biskupssetrinu á Hólum Þorkell Gamlason, grafa upp lík gamals manns í kirkjugarðinum í Goðdölum, þar eð hann taldi, að karl hefði gengið aftur og valdið óskunda ýmsum, drepið skepnur og sært menn. > Öldin sautjánda, bls 26 Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Óskum Skagfirðingum og gestum þeirra góðrar skemmtunar á tónlistarhátíðinni Gærunni!

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.