Feykir


Feykir - 15.08.2013, Page 12

Feykir - 15.08.2013, Page 12
Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? -Tónlistin er kaflaskipt tilraunakennt rokk, með óhefðbundnum stoner/progg áhrifum. Áhrifavaldar koma úr öllum áttum (þungarokki, metal, poppi, klassík og þér). Sveitinni var einu sinni lýst sem „ögn hreinni útgáfu af Agent Fresco”, það er ekki satt, en við fílum þá alveg. Hefur einhvern tímann eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá ykkur? -Einu sinni kom sjómaður á tónleika, gaf okkur fullt af drykkjum sem urðu til þess að við mundum ekki eftir tónleikunum, stóðum okkur samt mjög vel (skv. áhorfendum). Einu sinni sleit gítarleikarinn alla strengina af gítarnum sínum með puttunum. “Góð hugmynd á þeim tíma“ (Skar sig samt inn að beini!) Hvernig leggst það í ykkur að spila á Gærunni 2013? -Rosalega vel. Við spiluðum í fyrra, okkur er búið að hlakka til síðan þá! ÁFRAM NORÐURLAND! Hvað er á döfinni hjá þér/ykkur? -Við erum að vinna í frumburðinum, sem kemur út þegar tunglið verður næst í fullu húsi Vatnsberans! Eða fyrr! Erum að safna hugmyndum fyrir tónlistarmyndband, tökum það upp í haustlitum sem höfðu áhrif á Page, Bonham, Plant og Jones á sínum tíma! Svo bara spila, vinna í efni og íhuga fleiri tónleikaferðalög, bæði um Ísland og á erlendri grundu og auðvitað GÆRAN! /GSG The wicked Strangers Tilbury Hvernig myndir þú/þið lýsa tónlistinni þinni/ykkar? -Þetta er svona bræðingur af raf- tónlist og sígildri dægurtónlist með rokk ívafi. Hefur einhvern tímann eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá þér/ykkur? -Fyrstu tónleikarnir voru frekar fyndnir í heild sinni. Það var á Innipúkanum 2010 og þá spiluðum við, ég og Örn gítarleikari, undir nafninu Formaður Dagsbrúnar. Þar sem að við vorum bara tveir létum við iPad spila trommur, bassa og synta. Við spiluðum bara í 10 mínútur en mér fannst þetta vera heil eilífð. Og við ákváðum svo að spila aldrei aftur með iPad. Hvernig leggst það í þig/ykkur að spila á Gærunni 2013? -Við erum mjög spenntir. Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 30 TBL 15. ágúst 2013 33. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ti lb oð g ild a m eð an b ir gð ir e nd as t HELGARtiLboð Rauðvínslegið lambainnralæri 2198,- kg. Grillsagaður lambaframpartur 598,- kg. Kjúklingabringur 1998,- kg. Trópí 1 ltr. 198,- Gular melonur 198,- kg. Vatnsmelonur 159,- kg. Tortillas 8st. 320gr. 298,- Taco shells 12st. 289,- Salsasósa 315gr. 319,- Ostasósa 300gr. 349,- Taco sósa 3teg. 225gr. 219,- Taco mix 119,- Burrito mix 139,- Fajita mix 139,- F.P. súkkulaðikremkex 500gr. 229,- Góu Hraun/Æði 229,- Góu rúsínur 400gr. 349,- Risa hraun 69,- Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Vélaverkstæði KS veitir alhliða pípulagnaþjónustu Sími hjá pípulagnadeild er 825-4565 Jón Geirmundsson pípulagningameistari TÓNLISTARHÁTÍÐIN GÆRAN SAUÐÁRKRÓKI 15.-17. ÁGÚST Hljómsveitir Gærunnar 2013 í spjalli við Feyki Við höfum heyrt afskaplega góða hluti um þessa hátíð. Og svo erum við búnir að vera að hamast í hljóðverinu við að klára nýju plötuna okkar og höfum því lítið getað spilað undanfarið. Þannig að okkur hlakkar sérstaklega mikið til að fara að spila aftur og prófa nýtt efni. Hvað er á döfinni hjá þér/ykkur? -Gefa út plötu með tíð og tíma og leika á hljómleikum ásamt því að vinna nýtt efni. /GSG

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.