Feykir


Feykir - 21.11.2013, Blaðsíða 1

Feykir - 21.11.2013, Blaðsíða 1
BLS. 6 BLS. 7 Hörður Ríkharðsson á Blönduósi er penninn Hugleiðing um iðn-, verk- og tæknimenntun BLS. 6 Björg Eva Steinþórsdóttir er íþróttagarpurinn Frábær árangur á fyrsta bikarmótinu Ingibjörg Rósa og Ragnar eru matgæðingar vikunnar Rjúpan ómissandi á jólunum 44 TBL 21. nóvember 2013 33. árgangur : Stofnað 1981 S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Rætt verður um lokaða deild Barnaverndarstofa vill áframhaldandi starfssemi á Háholti Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra vill að Barnaverndarstofa hefji samninga- viðræður við Hádranga um endurnýjun samnings meðferðar- heimilis að Háholti í Skagafirði og hefur félaginu borist bréf frá Barnaverndarstofu þess efnis. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar formanns byggðarráðs Svf. Skagafjarðar hefur mikil vinna farið fram við að snúa dæminu við og skoða hvaða leiðir væru færar eða hvort einhver grundvöllur sé til að halda starfseminni áfram. -Maður lítur björtum augum á þetta ef niðurstaðan verður þessi. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur, að verja þessi þrettán störf og mögulega gæti þurft að bæta við ef reksturinn breytist, segir Stefán en ekki er útséð enn hvort starfsemin verði í óbreyttri mynd eða hvort unnið verði frekar að hugmyndum sem uppi hafa verið um lokaða deild eða nokkurs konar unglingafangelsi. -Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hefur lýst yfir áhuga á lokaðri deild og munu viðræðurnar við Barnaverndarstofu m.a. snúast um það, segir Stefán Vagn og telur hér um jákvæð tíðindi og skref í rétta átt að ræða. /PF Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL In pir n 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 JÓLAGL EÐI Um helgina fór fram útivistar- og sportsýning í reiðhöllinni á Sauðárkróki þar sem mörg tækin og tólin voru sýnd. Athygli vakti að öll tækin sem eru hvert öðru glæsilegra, eru í eigu Skagfirðinga, einstaklinga eða félagasamtaka fyrir utan þrjá bíla og eins fjórhjóls sem eru í eigu Skagstrendinga. Kraftsportið er fyrirferðamikið hvort sem litið er á rally, rallycross, sandspyrnu, motosport eða venjulega mótorhjóla eða jeppamennsku. Boðið var upp á glæsilega byssusýningu Skotfélagsins Ósmanns þar sem mörg mismunandi vopn félagsmanna var að finna ásamt því að framandi uppstoppuð dýr fengu að njóta sín. Vöktu þrír birnir athygli, báðir hvítabirnirnir sem felldir voru í Skagafirði og frændi þeirra úr Ameríku sem er í eigu Tómasar Árdal á Sauðárkróki. Eyþór Jónasson sýningastjóri segist vera ánægður með hvernig til hafi tekist og þokkalega ánægður með ásóknina. Frítt var inn á sýninguna og segir Eyþór það vera mögulegt með góðri aðstoð fyrirtækja. Hann segir svona sýningu þjappa klúbbunum saman sem að þessu standa og í raun vera fína uppskeruhátíð fyrir þá. /PF Glæsileg Kraftssýning að baki Óteljandi hestöfl í reiðhöllinni Þeir voru margir trukkarnir á Krafti og hér standa tvær blómarósir fyrir framan einn þeirra sem Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi hefur yfir að ráða. HÓ-HÓ -HÓ! JÓLAVÖRU RNAR FÆRÐ U HJÁ OKK UR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.