Feykir


Feykir - 21.11.2013, Blaðsíða 2

Feykir - 21.11.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 44/2013 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Batnandi mönnum er best að lifa Nú eru liðin fimm ár frá hinu „svokallaða hruni“ eins og einhverjir hafa nefnt það fall sem varð á mörgum sviðum íslensks samfélags en það var ekki einungis fjármálakerfið sem hrundi heldur margt annað. Traust almennings til stjórnmála- manna fór undir frostmark, þingmenn stóðu með reidda atgeira og hjuggu á báða bóga, andstæðinga sem samherja, „sérstakur“ hefur glímt við fjármálavíkinga og glímir enn og reynir að sýna fram á sekt þeirra sem gerendur í mesta fjár- glæpamáli Íslandssögunnar og svo mætti lengi telja. Samfélags- miðlarnir hafa verið fullir af neikvæðum ummælum og oft á tíðum hatursfullum pistlum sem hafa eitrað ótrúlega mikið út frá sér en nú finnst mér vera orðin nokkur breyting á. Fólk er orðið þreytt á neikvæðninni og nennir ekki lengur að skoða fréttir um hvort þessi eða hinn sé kominn í réttarsal og fólk er óþreytandi að gagnrýna kommentakerfi DV. Samúðin og samhugurinn er aftur farinn að kræla á sér sem veldur því að fólk áttar sig á að þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir mannlegir og með sína breyskleika. Tvær stúlkur í tékknesku fangelsi eiga alla samúð landans þrátt fyrir að bera eiturlyf milli heimsálfa sem og Sigfús Sigurðsson handboltakappi sem seldi Ólympíusilfrið sitt vegna fjármálaóreiðu. Hvað er svo hægt að segja um helsta son Íslands, Hemma Gunn, sem blekkti þjóðina rækilega með bjórþambi sínu á Tælandi til að valda henni ekki vonbrigðum og nú eftir leik Íslands og Króatíu grét þjóðin með Eiði Smára í beinni útsendingu þegar hann var spurður um framtíð hans í landsliðinu. Já, batnandi mönnum er best að lifa og bið ég þig lesandi góður vel að lifa og megi Guð halda áfram að blessa Ísland. Páll Friðriksson Gaf kirkjunni flygil Á laugardaginn fyrir viku voru haldnir tónleikar í Hólaneskirkju þar sem fram komu stórtenórinn Kristján Jóhannsson, píanóleikarinn Jónas Þórir og fiðluleikarinn Matthías Stefánsson. Fluttu þeir margar gullfallegar íslenskar sem erlendar söngperlur fyrir fullu húsi áheyrenda. Greint er frá því í Morgun- blaðinu að listamennirnir hafi farið á kostum fyrir fullu húsi áheyrenda, sem kunnu vel að meta það sem þeir höfðu fram að færa. Tónleikarnir voru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli sem Lárus Ægir Guðmundsson stofnaði fyrir nokkrum árum til minningar um afa sína og ömmur sem bjuggu á Garði. Á tónleikunum bætti Lárus Ægir um betur er hann gaf Hóla- neskirkju nýjan K.KAWAI- flygil til minningar um móður sína, Soffíu Lárusdóttur. Var það alnafna hennar, dóttir Lárusar Ægis, sem afhenti Steindóri Haraldssyni, safn- aðarfulltrúa og meðhjálpara, gjafabréf vegna flygilsins. Nýi flygillinn lifnaði svo við í höndum Jónasar Þóris er hann spilaði „Adagio“ úr Tunglskins- sónötu Beethovens. /KSE Tónleikar í Hólaneskirkju Fjölskylduvænasta sveitarfélag landsins Í ljósi viðsnúnings og jákvæðrar þróunar í rekstri Svf. Skagafjarðar hefur meirihluti Framsóknar og Vinstri grænna í sveitarstjórn ákveðið að leggja til að ekki verði farið í gjaldskrár- hækkanir fyrir árið 2014 er snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum. Lagt var til á sveitarstjórnar- fundi í gær að eftirfarandi gjaldskrár verði ekki hækkaðar frá fyrra ári þrátt fyrir verðlagshækkanir: Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar Leikskólagjöld, skólamáltíðir í leik-og grunnskólum, skóla- dagvist, tónlistarnám, hljóð- færaleiga aðgangseyrir í sund- laugar, (áfram verði frítt í sund fyrir börn og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu), dagvist aldraðra, heimaþjón- usta og tómstundastarf barna á vegum sveitarfélagsins. Með þessum aðgerðum vill sveitarstjórn leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stuðla að stöðugleika, halda aftur af verðbólgu á komandi ári og að kaupmáttur íbúanna aukist í raun. -Það er mikilvægt að ávinningur af hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins skili sér beint til þeirra sem helst ættu að njóta hans, barna, fjölskyldu- fólks og eldri borgara sem sækja og þurfa að greiða fyrir margs- konar þjónustu hjá sveitar- félaginu. Þá viljum við undir- strika að Skagafjörður er eitt fjölskylduvænasta sveitarfélag landsins, segir Bjarni Jónsson formaður sveitarstjórnar. /PF Jólasjóður Rauða krossins Hjálpumst að um jólin Rauði krossinn á Blönduósi hefur stofnað jólasjóð í samvinnu við Félagsþjónustu A-Hún. og verður hann notaður til að aðstoða fjölskyldur eða einstaklinga sem á þurfa að halda á Blönduósi og nágrenni um jólin. Þeir sem vilja leggja þessu verkefni lið er bent á reikningsnúmer jólasjóðsins 0307-13-169179, kt. 690179- 0329. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að margt smátt geri eitt stórt. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Önnu Kr. Davíðsdóttur í síma 691 7256 og hjá Auði Sigurðardóttir félagsmála- stjóra í síma 455 4170. /PF Aukinn gagna- flutningshraði Í síðustu viku hóf fyrir- tækið Míla við að setja upp búnað fyrir Ljósveitu í símstöðinni á Hvamms- tanga. Með því að tengjast Ljósveitu Mílu fá íbúar möguleika á allt að 50Mb/s til heimila og 25Mb/s frá heimilum. Aukinn gagnaflutnings- hraði Ljósveitu Mílu býður upp á móttöku á allt að fimm háskerpusjónvarpsstöðv- um. Hraði og öryggi teng- ingarinnar skapar kjör- aðstæður til fjarvinnu, afþreyingar og samskipta. Til að flýta fyrir lagningu á landsbyggðinni er í fyrsta áfanga settur upp búnaður fyrir Ljósveitu í símstöðvar og geta íbúar sem búa í innan við 1000 metra línulengd frá símstöðinni tengst fljótt og vel. Hafa íbúar möguleika á að nálgast háhraðaþjónustu um Ljós- veitu Mílu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki. /KSE Ljósnetið á Hvammstanga Fimmta bindi um Norðurland vestra Út eru komin 4. og 5. bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi en þau fjalla um Vestfirði og Norðurland vestra. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rann- saka og skrá eyðibýli og önnur yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins. Fyrstu skref rannsóknar- innar voru tekin sumarið 2011 á Suðurlandi en sumarið 2012 náði rannsóknin til Norður- lands eystra og Vesturlands og í ár til Vestfjarða og Norður- lands vestra. Ritið er 170 bls. að stærð og fjallar um 127 hús. /PF Eyðibýli á Íslandi Lumar þú á efni? Auglýst eftir efni í Húna Ritnefnd Húna auglýsir í nýjasta Sjónaukanum eftir efni til birtingar í Húna, tímariti USVH, í næsta riti sem kemur út í vor eða síðar. Margskonar efni sem tengist Húnaþingi vestra kemur til greina svo sem sögur, frásagnir, kveðskapur og fleira. Þeir sem luma á efni til birtingar snúi sér til formanns ritnefndar, Jónínu Sigurðar- dóttur, á netfangið pila@ simnet.is eða í síma 895 2564. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.