Feykir


Feykir - 21.11.2013, Page 3

Feykir - 21.11.2013, Page 3
44/2013 Feykir 3 Myndaalbúmið Skyggnst í ljósmyndaalbúm Sigurðar Kr. Jónssonar á Blönduósi Hér sést lambhúsið í Skrapatungu en jörðin fór í eyði árið 1985. Í bók Rósberg G. Snædals, „Hrakfallabálkur. Slysfarir, harðindi og önnur ótíðindi í Húnavatnsþingi 1600-1850“, segir að þann 26. febr. árið 1793 hafi Helga Einarsdóttir vinnukona í Skrapatungu á Laxárdal, 29 ára ógift, andast úti í stríðum mannskaðahríðarbyl, þá hún vitjaði fjár og náði ei bænum aftur. Nýr verslunarstjóri tekinn við Ólafur Gísli Sigurjónsson hefur verið ráðinn verslunarstjóri á Eyrinni á Sauðárkróki en hann er fæddur Reykvíkingur og uppalinn þar og í Mosfellsbæ. Ólafur er kvæntur Lilju Guðbjartsdóttur sem hefur starfað sem móttökuritari í Domus Medica í Reykjavík og eiga þau fjögur uppkomin börn og níu barnabörn. Ólafur er menntaður kennari en hefur einnig stundað nám í Rekstar- og viðskiptafræði við Endurmenntun Háskóla Íslands en einnig er hann lærður uppstoppari og starfaði við það síðast að kenna þá iðn. Ólafur segir að hann hafi séð starfið auglýst og ákveðið að sækja um þótt hann þekkti lítið til svæðisins fyrir utan tvo aðila sem hér búa. Hann segir að það hafi komið sér þægilega á óvart hve mikið sé af góðu fólki sem hefur tekið afskaplega vel á móti honum og er hann þakklátur fyrir það. Ekki er búsetan í nýju húsnæði alveg örugg til Verslunin Eyri framtíðar því hann fékk einungis leigt fram í apríl og þarf því að finna sér eitthvað eftir þann tíma. -Lilja er ekki komin með starf hér fyrir norðan ennþá en það kemur, segir Ólafur sem á von á frúnni norður til sín öðru hvoru megin við jólin. /PF Ólafur verslunarstjóri í heimsókn í Nýprenti. Nýr þjálfari ráðinn Jón Stefán Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari m.fl. karla hjá Tindastóli. Frá þessu var gengið um helgina segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls. Jón Stefán eða Jónsi eins og hann er kallaður er fæddur árið 1982 og sem leikmaður má segja að hann hafi verið alinn upp á Akureyri hjá Þór en einnig lék hann með KA og Tindastóli sem polli. Lengst af lék Jónsi með Þór í meistaraflokki en eftir tímabilið 2006 ákvað hann að einbeita sér fremur að þjálfun en spilamennsku. Hann spilaði þó nokkra leiki í neðri deildum með hinum ýmsu liðum áður en skórnir fóru endanlega á hilluna árið 2011. Jónsi, sem er með UEFA A þjálfaragráðu frá árinu 2011, hefur starfað sem þjálfari frá árinu 2004 og þá lengst af í yngri flokkum Þórs. Árið 2011 fór hann suður og gerðist þjálfari hjá Haukum sem aðalþjálfari m.fl. kvenna sl. tvö ár. Knattspyrnudeild Tinda- stóls væntir mikils að sam- starfinu við hann enda fara hugmyndir og framtíðarsýn beggja vel saman. PF Meistaraflokkur Tindastóls karla Jón Stefán Jónsson nýráðinn þjálfari Tindastóls. Mynd. Fótbolti.net Umsjónarmaður hjá Textíllistamiðstöð á Blönduósi Auglýst er eftir starfsmanni í 50% starf hjá Textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum á Blönduósi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Bakgrunnur í listum og/eða hönnun • Góð almenna menntun • Góð ensku og íslensku kunnátta bæði í tali og rituðu máli Meðal verkefna eru: • Sjá um bréfaskipti og skráningar fyrir listamiðstöðina • Sjá um heimasíðu og facebook-ar síðu • Kynna og markaðsetja listamiðstöðina • Taka á móti listamönnum og aðstoða þá á meðan þeir dvelja í listamiðstöðinni • Undirbúa verkefni/sýningar og sækja um styrki • Efla samstarf við skóla og aðrar listamiðstöðvar Við leitum að jákvæðum, hugmyndaríkum einstaklingi til að takast á við spennandi verkefni sem er í uppbyggingu. Nauðsynlegt er að viðkomandi sér fær í mannlegum samskiptum, hafi skipulagshæfileika og geti unnið sjálfstætt. Stefnt er að því að auka starfið í 100% þegar fram í sækir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og ætli sér að búa á svæðinu. Umsóknarfrestur er til 29. nóvember 2013 Umsóknir skulu berast til Textilseturs Íslands á Blönduósi, Árbraut 31, 540 Blönduós eða í tölvupósti til textilsetur@simnet.is eða tsb@tsb.is Svavar ráðinn varaslökkviliðsstjóri Gengið hefur verið frá ráðningu nýs varaslökkviliðs- stjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar þar sem Svavar Atli Birgisson hefur verið ráðinn í starfið frá og með næstu áramótum. Kári Gunnarsson mun láta af störfum varaslökkviliðsstjóra í næsta mánuði eftir áratuga farsælan feril sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður þar af sem varaslökkviliðsstjóri frá haustinu 2004. Brunavarnir Skagafjarðar Að sögn Vernharðs Guðna- sonar slökkviliðsstjóra hafa útköll Slökkviliðsins að jafnaði verið um tuttugu á ári undan- farin ár. Það sem af er þessu ári eru þau orðin tólf. Hjá Brunavörnum Skaga- fjarðar eru fjögur stöðugildi, tuttugu og sjö eru hlutastarfandi þar af eru níu menn löggildir sjúkraflutningamenn. Starfs- stöðvar eru þrjár, Sauðárkrókur, Hofsós og Varmahlíð. /PF

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.