Feykir


Feykir - 21.11.2013, Page 4

Feykir - 21.11.2013, Page 4
4 Feykir 44/2013 Aflahornið 10. - 16. nóvember 2013 Hátt í 1400 tonnum landað í vikunni Landað var um 43 tonnum á Hofsósi, tæpum 595 tonnum á Skagaströnd, rúmum 728 tonnum á Sauðárkróki og tæpum 10 tonnum á Hvammstanga. Alls gera þetta rúmlega 1376 tonn á Norðurlandi vestra, sem er með mesta móti. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Harpa HU-4 Dragnót 3.903 Steini Hu-45 Dragnót 5.801 Alls á Hvammstanga 9.704 Alda HU-112 Landb.lína 7.128 Ágúst GK-195 Lína 81.772 Guðmundur á Hópi Handfæri 14.953 Kristinn SH-812 Landb.lína 48.522 Sighvatur GK-57 Lína 84.086 Sturla GK-12 Lína 113.760 Tómas Þorv. GK-10 Lína 81.459 Valdimar GK-195 Lína 100.910 Alls á Skagaströnd: 594.768 Arney HU-36 Lína 2.522 Ásmundur SK-123 Landb.lína 2.321 Bíldsey SH-65 Lína 36.320 Þorgrímur SK-27 Landb.lína 2.327 Alls á Hofsósi 43.490 Klakkur SK-5 Botnvarpa 130.186 Málmey Sk-1 Botnvarpa 386.340 Már SK-90 Landb.lína 996 Óskar SK-13 Handfæri 896 Örvar SK-2 Botnvarpa 169.347 Örvar SK-2 Rækjuvarpa 40.341 Alls á Sauðárkróki 728.106 Rótarýklúbbur Sauðárkróks ætlar að efna til ókeypis jólahlaðborðs í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 30. nóvember nk. þar sem alls verður boðið sjöhundruð manns til sætis. Viðburðurinn er ætlaður sem samfélags- og styrktarverkefni en mörg fyrirtæki koma að verkefninu og munu hlaðborð- in svigna undan girnilegum veitingum. Þá mun tónlistar- fólk búa til fallega stemningu til að gera stundina eftirminni- lega. Feykir hafði samband og forvitnaðist um málið. Hver er hvatinn að því að setja upp þennan viðburð? -Rótarýhreyfingin hefur og lætur gott af sér leiða um allan heim. Rótarýklúbbarnir eru margir hverjir með hin ýmsu samfélagsverkefni, en þetta verkefni sem við eru að fara í er einstakt og í stærri kantinum. Þessi hugmynd kom upp innan klúbbsins og var samþykkt að fara af stað í þetta verkefni, sem vissulega er ærið. Það eru ekki allir í okkar samfélagi sem komast á jólahlaðborðin sem eru haldin út um allan fjörð og fyrir því eru margar ástæður. En að þessu sinni sitja allir við sama borð og við vonum svo sannarlega að við fáum þversnið af íbúum samfélagsins til að mæta. Þetta er ansi stórt í sniðum, kom aldrei upp efi hvort þetta væri í raun framkvæmanlegt? -Jú vissulega, en þetta var rætt fram og til baka í klúbbnum og niðurstaðan varð sú að við gætum þetta. En við höfum farið út fyrir raðir klúbbsins til að gera þetta mögulegt því mörg góð fyrirtæki hafa lagt okkur lið og létt verulega undir. Hvernig gekk að fá fólk með í verkefnið? -Það verða fyrst og fremst Rótarý- félagar sem munu standa vaktina í þessu. Við munum sjá um að koma miðunum út og síðan gera okkar besta á hlaðborðinu sjálfu. Okkur er ýmislegt til lista lagt enda eru í klúbbnum frábærir einstakl-ingar. Hvað getið þið sagt mér um Rótarý? -Rótarýhreyfingin er alþjóða- félagsskapur leiðandi manna sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúar- bragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Fyrsti klúbburinn var stofn- aður í Bandaríkjunum árið 1905 en fyrsti klúbburinn á Íslandi var stofnaður árið 1934. Rótarý- klúbbur Sauðárkróks var stofn- aður árið 1948 og við erum 26 félagar í klúbbnum. Við fundum Í norðanvindi og vestanblæ – Nú er að koma út ljóðabókin Í norðanvindi og vestanblæ eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Þetta er sjötta kveðskaparbók Rúnars, en auk þess hefur hann sent frá sér smásagnasafnið Þar sem ræturnar liggja og söguna Hjartað slær til vinstri. Rúnar yrkir sem fyrr á hefðbundinn hátt og kemur víða við í efnisvali. Íslenskt mannlíf og saga situr þó jafnan í öndvegi í ljóðum hans. Margt er um persónulegar yrkingar í þessari bók og ýmsum vinum og samferðarmönnum er fylgt úr hlaði þessa lífs með þökk og virðingu. Nærri áratugur er liðinn frá því að síðast kom út kveð- skaparbók eftir Rúnar og er það von höfundar og útgefanda að mörgum þyki mál til komið að aukið sé þar nokkru við. Vestfirska forlagið gefur bókina út og er þetta þriðja bókin sem það gefur út eftir Rúnar. Ljóðaunnendum og öðrum sem kunna að vilja eignast þessa bók er bent á að hafa samband við Vestfirska forlagið eða höfundinn. /Fréttatilkynning Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd gefur út ljóðabók vikulega okkur til gagns og gaman en tökum hinsvegar gott sumarfrí. Við ræðum m.a. samfélagsmál á fundunum og fáum ekki ósjaldan utanað- komandi aðila til að flytja erindi og fræða okkur og upplýsa. En síðast en ekki síst reynum við allir að láta gott af okkur leiða. Eitthvað sem þið viljið koma á framfæri? -Við vonum að allir taki þessu framtaki vel og við náum að fylla húsið. Miðar verða afhentir á morgun, föstudag, í bönkunum þremur á Króknum og byrjum við á því kl. 12:15. Líklega verður miðafjöldi á hvern einstakling þó eitthvað takmarkaður. Eins og komið hefur fram er ókeypis á þetta en í íþróttahúsinu verður hinsvegar söfnunarkassi þar sem fólk getur sett einhverja aura ef það getur og vill. Allt sem safnast mun fara til að hlúa enn betur að skjólstæðingum á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki. Rótarýfélagar vonast til að sjá sem flesta og þakka öllum sem hafa komið að verkefninu og gert það mögulegt. /PF Ókeypis jólahlaðborð Rótarýklúbbur Sauðárkróks heldur stórveislu Ómar Bragi Stefánsson, Róbert Óttarsson og Heimir Þór Andrason fara yfir málin en í mörg horn er að líta áður en stórveislan hefst. Vörukarfan lækkar Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum frá því í janúar 2013 (viku 5) þar til nú í byrjun nóvember (viku 44), nema hjá Hagkaupum og Kaupfélagi Vestur- Húnvetninga þar sem hún lækkar í verði á milli mælinga. Mesta hækkunin var hins vegar 6,4% hjá Iceland. Á vefsíðu ASÍ segir að á tímabilinu megi sjá miklar hækkanir á mjólkurvörum, kjötvörum og sætindum. Grænmeti og ávextir lækkuðu hins vegar í verði hjá 10 verslunum af 15. Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði eins og fyrr segir mest hjá Iceland um 6,4%, 5% hjá Víði, 4,2% hjá Bónus, 4% hjá Nettó, 3,7% hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og 3,4% hjá Samkaupum-Úrvali. Hjá tveimur verslunum lækkaði karfan á tímabilinu eða um 2,8% hjá Kaupfélagi Vestur Húnvetninga og um 1,2% hjá Hagkaupum. Hjá Kaskó stóð verðið nánast í stað. /PF Kaupfélag Vestur-Húnvetninga GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Nýr taxi í bænum Hef tekið að mér leiguakstur á Sauðárkróki og í nágrenni Björgvin Jónsson > Sími 699 7001

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.