Feykir


Feykir - 21.11.2013, Side 7

Feykir - 21.11.2013, Side 7
44/2013 Feykir 7 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir Sudoku þrautina er algjör nörd. Tilvitnun vikunnar Vonin er draumur vakandi manns. - Aristóteles Sudoku ÓTRÚLEGT EN KANNSKI SATT Móna Lísa Móna Lísa er olíumálverk á asparfjöl eftir Leonardo da Vinci. Það er í eigu franska ríkisins og er til sýnis á Louvre-safninu í París samkv. Wikipedia. Myndin sýnir konu sem brosir „torræðu“ brosi, sem sumir telja dularfyllsta bros heimsins. Ótrúlegt en kannski satt þá er málverkið af sjálfum Leonardo Da Vinci sem konu. Skarpgrímur Herliði hefur hafið mótmælastöðu fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ og það ekki af litlu tilefni. Þrátt fyrir að Skarpgrímur Herliði hafi 10 ár í röð verið valinn leikmaður ársins hjá boltafélagi Súðavíkur hefur hann aldrei verið valinn í landsliðið, ekki boðaður á eina æfingu hvað þá boðinn miði á leik. Dapurlegast er þó auðvitað að landsliðið þarf að líða fyrir að fá ekki að njóta krafta Skarpgríms Herliða því að hans mati og flestra Súðvíkinga er hann akkúrat rétti maðurinn til að lumbra á Króötum og þess háttar fólki. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur HEIÐAR ÖRN SIGURFINNSSON -2-1 fyrir Króata. ANNA LÓA GUÐMUNDSDÓTTIR -1-1. Klárt mál! BJÖRN MAGNÚS ÁRNASON -Hann fer 1-1. Við potum einu, þeir jafna á 88. eftir að hafa verið í sókn allan leikinn. Vörnin verður meðetta! ELFA BJÖRK SIGURJÓNSDÓTTIR -Ég ætla að vera bara bjartsýn og segja 1-1 eins og svo margir aðrir. Svo þurfum við bara að safna fyrir fargjaldinu til Brasilíu... Feykir spyr... [SPURT Á FÉSBÓKINNI FYRIR LEIK ÍSLANDS OG KRÓATÍU] Hvernig fer leikurinn? Ingibjörg Rósa og Ragnar eru matgæðingar vikunnar Aðfangadagskvöld óhugsandi án rjúpna MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og Ragnar Pálmason á Kollsá II í Hrútafirði eru matgæð- ingar vikunnar. „Við erum sauðfjárbændur, Ragnar er einnig smiður og ég er líka í nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og stefni á útskrift (BA) þaðan næsta vor. Er sem sagt að skrifa lokaritgerðina mína um þessar mundir, segir Ingibjörg Rósa, eða Inga eins og hún er oftast kölluð. „Einnig rek gistiheimilið Tangahús á Borðeyri ásamt tengdamóður minni, Ásdísi Guðmundsdóttur. Börnin eru fjögur, ein tíu ára dama enn heima, þrír strákar farnir að heiman,“ segir Inga. Matseldin er yfirleitt á höndum Ingu en Ragnar "kann" á öll tæki í eldhúsinu og hann hellir uppá frábært kaffi á morgnana, að sögn Ingu. „Rjúpur eru í sérstöku uppá- haldi hjá okkur. Ég kom með þann sið með mér inn í okkar hjúskap. Ragnar hafði aldrei bragðað rjúpu fyrr en þá. Á Best með brúnuðum kartöflum og fersku salati. EFTIRRÉTTUR Ísréttur Alveg fyrir 8-10 manns Múslí 100 gr. smjör 2 og ¼ dl. púðursykur 4,5 dl. haframjöl 2 og ¼ dl kókosmjöl 2 og ¼ dl kornflex 2 og ¼ dl rice crispies 4,5 dl Nóa kropp Aðferð: Allt ristað á pönnu við vægan hita og kælt um stund(nema Nóa kropp, það er sett í síðast, þ.e. eftir kælingu svo það bráðni ekki utan af þeim súkkulaðið). Krem: 6 eggjarauður 8 msk flórsykur 100 gr súkkulaði ½ lítri rjómi Aðferð: Rjóminn þeyttur og settu í skál. Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Súkkulaði brætt og kælt og bætt út í eggjablönduna ásamt rjómanum. Sett í form sem má frysta. Múslí og krem sett til skiptis, athugið að byrja og enda á kremi. Að lokum er rétturinn frystur. Best að taka hann fram um 15 mín. áður en hans er neytt. Verði ykkur að góðu! heimaslóðum mínum, Marðarnúpi í Vatnsdal A-Hún var óhugsandi að annað væri á borðum á aðfangadagskvöld,“ segir Inga að lokum. Við skorum á Sigríði Hallgrímsdóttur (Sirrý á Mark- höfða).Hún hefur haft atvinnu af matartilbúningi í mörg ár og lumar eflaust á fínum upp- skriftum. AÐALRÉTTUR Svínakótilettur í bananasósu Uppskriftin er fyrir u.þ.b. 4 6 stk. nýjar svínakótilettur (óbarð- ar), þerraðar, brúnaðar í smjöri/ olíu á pönnu beggja vegna. Salt+ pipar beggja vegna. Teknar af og settar í smurt eldfast mót. 3-4 bananar stappaðir m/gaffli, settir á pönnuna (sem kjötið var steikt á/ ekki þvo hana á milli), svo sett gott karrý 2-3 tsk. Blanda vel saman við bananamaukið. Látið létt brúnast, hrært vel í á meðan. Þynnt með matreiðslurjóma. Smakkað til. Bananasósunni svo hellt yfir kótiletturnar, bakað í ofni þar til gul-brún húð er komin ofaná réttinn. Ca. 40 mínútur við 180 gráður.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.