Feykir - 21.11.2013, Blaðsíða 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
44
TBL
21. nóvember 2013 33. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Anna Friðriksdóttir á Sauðárkróki
Saumar úr efnum
frá ömmu sinni
HVAÐ ERTU MEÐ
Á PRJÓNUNUM?
UMSJÓN kristin@feykir.is
-Ég hef gert allskonar
handavinnu í gegnum tíðina
en fyrir svona tíu árum fór
ég út í bútasauminn nánast
eingöngu. Það byrjaði með því að mér áskotnuðust birgðir
af allskonar efnum úr fórum ömmu minnar, sem rak litla
vefnaðarvöruverslun. Heildsalarnir sem hún skipti við
sendu henni reglulega efnaprufur sem hún svo pantaði eftir,
segir Anna Friðriksdóttir á Sauðárkróki, sem segir
lesendum frá handavinnu sinni.
-Amma safnaði þessu saman í
gegnum árin og þetta ásamt
afgangslagernum úr búðinni
endaði hjá mér eftir hennar dag.
Mörg efnin eru dásamlega falleg
og ég bara varð að gera eitthvað
úr þessu. Þessi efni eru mörg
uppistaðan í því sem ég hef verið
að gera. Af allri þeirri sauma-
tækni sem hægt er að nota í
bútasaumi, finnst mér skemmti-
legast að „applikera“ og nota það
mikið, bætir Anna við.
-Uppáhalds teppið mitt er
ekki margbrotið eða flókið, en
það er fyrsta verkefnið mitt og
gert úr efnunum hennar ömmu
- kúruteppi sem ég læt ekki frá
mér. Ég er yfirleitt með nokkur
verkefni í gangi af ýmsum
ástæðum – stundum þarf ég
einfaldlega bara að hvíla mig á
þeim, eða mig vantar efni því
enginn selur bútasaumsefni á
Króknum í dag. Ég hef sjálf flutt
inn smávegis af efnum og snið-
um, en bara fyrir mig og mína.
Svo kemur fyrir að mig vantar
hugmyndir og þá er að leita eftir
ráði og hugmyndum hjá ein-
hverri góðri bútasaumskonu en
þær eru margar í Skagafirði. Ég
er aldrei verkefnalaus því ef ég
er stopp í einhverju þá byrja ég
bara á einhverju öðru - Af nógu
er að taka. Verst að sólar-
hringurinn er bara 24 tímar,
mér endist örugglega ekki ævin
til að gera öll þau verkefni sem
ég hef sankað að mér.
Árlega förum við nokkrar á
bútasaumsnámskeið að Löngu-
mýri og söfnum í sarpinn, þær
uppákomur eru alveg ómetan-
legar. Við hittum konur allstaðar
að af landinu með sameiginleg
áhugamál, og sömuleiðis er
árlegur hittingur í Húnavatns-
sýslunni með bútasaumskonum
þar.
Ég kláraði nýlega teppi
handa næst yngsta barnabarn-
inu, sem á að fá það í jólagjöf.
Og er að gera teppi handa því
yngsta sem fær það í jólagjöf að
ári. Ég er líka með tvö önnur
verkefni í gangi en þar sem það
eru gjafir má ég ekki segja nánar
frá því.
Ef einhver hefur áhuga á að
skoða það sem við (Búskurnar)
höfum verið að gera, þá læt ég
fylga með slóð að síðunni sem
Búskurnar (bútasaumarar í
Skagafirði) halda úti www.
buskur.blogspot.com. Þar eru
myndir af mörgum þeim
verkefnum sem við höfum verið
að gera síðustu árin. Við komum
saman í Tjarnarbæ (félagheimili
hestamanna) hálfsmánaðarlega
og saumum. Þetta er öllum opið
og allir sem hafa áhuga eru
velkomnir
- - - - -
Ég vil síðan benda á Ebbu
Kristjánsdóttur í Kvistholti
fyrir næsta prjónaþátt.
Anna Friðriksdóttir. Aplikeraður dúkur á borðinu sem heitir Vorvöndur.
Fyrsta teppið – ómissandi kúruteppi.Barnateppi.
Viðburðarík vika í Árskóla
Dansmaraþon og sögusýning um skólahald á Sauðárkróki
Síðasta vika var viðburðarík í
Árskóla á Sauðárkróki. Á
þriðjudag og miðvikudag
voru þemadagar þar sem
nemendur undirbjuggu og
settu upp sýningu um sögu
skólans, þar sem mátti sjá
kunnuglegar kennslubækur
og ýmislegt sem minnti á
tíðaranda liðinna áratuga.
Á fimmtudag og föstudag var
svo opið hús í skólanum og árlegt
dansmaraþon 10. bekkinga.
Skólinn á um þessar mundir 15
ára afmæli sem sameinaður skóli
og komst í haust undir eitt þak. Á
fimmtudaginn var farin skrúð-
ganga frá Barnaskólahúsi, eftir
að gamli skólinn hafði verið
kvaddur. Seinnipartinn fór svo
fram formleg vígsla nýja skólans,
að viðstöddu fjölmenni. /KSE
Einbeitingin leyndi sér ekki í dansmaraþoninu og voru tekin allmörg létt spor, sem hinn
kunni danskennari Logi Vígþórsson hafði lagt inn.
Ætla má að sýningargestir hafi horfið nokkur ár, ef ekki áratugi, aftur í
tímann þegar sýning um skólahald var skoðuð. Svona má ætla að tískan
hafi verið á fyrstu árum barnaskólahalds á Sauðárkróki.