Feykir - 20.04.2016, Side 6
6 15/2016
Baldur Hafstað var fyrsti
ritstjóri Feykis, frá árinu
1981-1982. Það var að
mörgu að huga upphafsár
Feykis þegar blaðið
var sent í prentun til
Akureyrar í öllum veðrum
og svo þurfti að bera það
út til áskrifenda. Það
sem Baldur segir einna
minnisstæðast frá þessum
tíma er hve margt fólk var
reiðubúið að hjálpa til við
útgáfu blaðsins.
-Þegar ég tók að mér
ritstjórastarfið haustið 1981
kenndi ég við Fjölbrautaskólann.
Þetta var því aukastarf og ég
sinnti því bara einn vetur. Tvö
tölublöð höfðu komið út um
sumarið ef ég man rétt, en nú
„Sæll og blessaður, það
er Baldur hérna Hafstað“
Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Baldur Hafstað ritstjóri 1981-1982
UMFJÖLLUN
Berglind Þorsteinsdóttir
ÁN
MSG
Kjarnafæði framleiðir flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum
neytendamarkaði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og því er
markvisst stefnt að aukinni hollustu, unnið að fækkun aukefna og ofnæmisvalda. Kjötiðnaðarmeistarar
fyrirtækisins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir færni sína.
Kjarnafæði hf.
601 Akureyri
Sími 460 7400
kjarnafaedi.is
Hollara og betra álegg
- hagstæðari kaup!
Áleggið frá Kjarnafæði er sannkallað gæðaálegg og því bera margar tegundanna græna
skráargatið. Svo má ekki gleyma gullinu sem pepperóníið og spægipylsan státa af.
Álegginu er nú pakkað í léttari einingar sem stuðlar að minni matarsóun og
hagstæðari kaupum.
Veldu gæði, veldu Kjarnafæði.
vildu menn koma reglu á
útgáfuna. Við gátum þó ekki
gert Feyki að vikublaði strax,
urðum að láta okkur nægja aðra
hverja viku.
Jón Hjartarson skólameistari
var höfuðpaurinn. Hann hafði,
alveg frá því að skólinn var
stofnaður 1979, rætt við mig og
aðra um nauðsyn þess að halda
úti blaði í kjördæminu. Jón var
ýtinn, og ég minni á það afrek
hans að koma bóknámshúsinu
upp á þessum fyrstu árum
sínum í starfi, auðvitað með
stuðningi margra góðra manna.
Það var ekki hægt annað en
að taka áskorun Jóns Hjartar-
sonar þótt aðstæður væru
frumstæðar. Það þurfti að
prenta blaðið á Akureyri; ég
sendi handritið eldsnemma að
morgni hvers útgáfudags með
flutningabíl, fór síðan sjálfur
seinni part dagsins til að lesa
prófarkirnar og kom svo með
blaðið heim um kvöldið (fór
einu sinni út af í blindbyl í
Öxnadal). Svo bárum við Finna
Birna, konan mín, blaðið út
morguninn eftir með hjálp
nokkurra unglinga og fórum á
pósthúsið með bunka; já, það
var mikil vinna að merkja
póstinn.
Kannski er það minnis-
stæðast hvað margt fólk var
reiðubúið að leggja okkur lið:
Kári Jónsson á pósthúsinu,
Helgi Rafn kaupfélagsstjóri
o.s.frv. En það vantaði peninga,
og frekar illa gekk að safna
auglýsingum; og bókhaldið var
rassvasabókhald. Sjálfur var ég
næstum því kauplaus og fannst
það reyndar mjög eðlilegt af því
að ég var í fastri vinnu annars
staðar.
Það eru bara góðar minn-
ingar frá þessum vetri. Ég
kynntist fjölda manns um allt
kjördæmið, aðallega í gegnum
síma, og Finna segist helst muna
eftir mér þennan vetur að taka
símanúmer og segja síðan: „Sæll
og blessaður, það er Baldur
hérna Hafstað.“
Baldur Hafstað við það að fara af stað í hjólatúr. MYND: ÚR EINKASAFNI