Feykir


Feykir - 20.04.2016, Page 9

Feykir - 20.04.2016, Page 9
15/2016 9 Óskum blaðinu til hamingju með aldurinn Music Festival MIÐASALA ER HAFIN Á MIÐI.IS – ÞAR SEM VEGURINN ENDAR úlfur úlfur retro stefson sverrir bergmann REYKJUM Á REYKJASTRÖND Í SKAGAFIRÐI 25. JÚNÍ 2016 ný pr en t e hf / 0 42 01 6 „Hefur góða stöðu til að takast á við ný verkefni“ Velta KS eykst um 5 milljarða milli ára Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Selinu á Sauðárkróki þann 16. apríl síðastliðinn. Fram kom að velta félagsins hafi verið um 32,2 milljarðar króna á síðasta ári og hefði aukist um 5 milljarða milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá KS komu Steinullarverk- smiðjan á Sauðárkróki ásamt Kjötbankanum í Hafnarfirði og Sláturhúsinu á Hellu ný inn í samstæðuuppgjör félagsins að þessu sinni. Hagnaður samstæðunnar var rúmur 1,8 milljarður á móti 2,1 milljörðum árið 2014. Veltufé frá rekstri samstæðunnar nam 3,3 milljörðum á móti 3,5 milljörðum árið á undan. Eigið fé var 25,4 milljarðar um síðustu áramót samanborið við 23,7 milljarða árið á undan. Í inngangsorðum Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra, í ársskýrslu kaupfélagsins, kemur fram að stærstu verkefni og fjárfestingarnar hjá samstæð- unni hafi verið breytingar á landvinnslu FISK-Seafood á Sauðárkróki, fjárfestingar hjá kjötafurðastöð og mjólkursam- lagi ásamt kaupum á hlutafé í Steinull hf. Hann segir að markaði fyrir sjávarafurðir hafi verið nokkuð góðir á árinu, ef frá er talin sala á þurrkuðum sjávarafurðum til Nigeríu. Vegna verðfalls á hráolíu féll kaupmáttur í Nigeríu og skortur varð á gjaldeyri. Þá segir hann markaði fyrir kjöt og kjötafurðir erlendis vægast sagt hafa verið mjög erfiða á árinu 2015. Í raun hafi markaður fyrir gærur Bjarni Maronsson, stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga, tók til máls á fundinum. MYND: ÓS Færum Feyki héraðsfréttablaði á Norðurlandi vestra bestu framtíðaróskir í tilefni 35 áranna hrunið og óseldar birgðir hrannast upp. Það sem öðru fremur hafði áhrif var að Kína tók upp strangt eftirlit með innflutningi og Íslendingar gerðust aðilar að viðskipta- þvingunum gagnvart Rússlandi. Hann segir vonir standa til að fríverslunarsamningur milli Kína og Íslands verði virkur fyrir árslok. Þórólfur ræðir jafnframt um virkjunarmál í inngangsorðum sínum þar sem hann segir með öllu óviðunandi að fámennur ráðgjafahópur umhverfisráðu- neytis geti komið í veg fyrir að komandi virkjun í Héraðsvötn- um. „Ekki má útiloka Skag- firðinga frá því að geta á komandi árum eða áratugum notað orku Héraðsvatna til vistvænnar raforkuframleiðslu. Það er með öllu óviðunandi að fámennur ráðgjafahópur um- hverfisráðuneytis geti komið í veg fyrir að komandi kynslóðir íbúa Skagafjarðar geti nýtt auðlindir héraðsins með sam- bærilegum hætti og gert er í öðrum héruðum til atvinnu- uppbyggingar og verðmæta- sköpunar,“ segir hann. Loks segir hann efnahag samstæðunnar góðan og að reksturinn hafi verið að skila nokkuð góðum árangri síðustu ár. „Kaupfélag Skagfirðinga hefur því góða stöðu til að takast á við ný verkefni, samhliða því sem tækjakosti og búnaði er vel við haldið. Lögð er sem áður áhersla á mikilvægi þess að í héraðinu sé stunduð öflug framleiðsla, hvort sem horft er til landbúnaðar eða sjávarútvegs. Sérstaklega ber að undirstrika mikilvægi þess að sjávarútvegi sé af hálfu stjórn-valda skipaður traustur rekstrar-grundvöllur er byggi á því kvótakerfi sem sett hefur íslenskan sjávarútveg í fremstu röð á heimsvísu, hvað hagkvæmni og sjálfbærni varðar.“ Framleiðsla Mjólku/ Vogabæjar flytur til Sauðárkróks Tæplega 900 manns unnu hjá Kaupfélagssamstæðunni á síð- asta ári og námu launagreiðslur félagsins um 7 milljörðum króna. Fram kom á aðalfund- inum að stærstu verkefnin framundan hjá samstæðunni væru kaup á nýjum ísfisktogara sem er væntanlegur í upphafi næsta árs og uppbygging landvinnslu hjá Fisk Seafood ásamt undirbúningi fyrir mjólkurpróteinframleiðslu og flutningi á framleiðslu Mjólku/ Vogabæjar til Sauðárkróks. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.