Feykir


Feykir - 20.04.2016, Page 11

Feykir - 20.04.2016, Page 11
15/2016 11 „Vakna tekur von í bæ vetur greikkar sporið. Kemur yfir sunnan sæ sólar hlýja vorið.“ Þegar kemur fram í mars apríl þá fyllist hugurinn þrá eftir vori og sumri þegar veður lætur blítt eins og núna hefur gerst, þó maður viti af fenginni reynslu að vorið kemur sjaldan á einum degi, oftast koma hret inn á milli, en um að gera að njóta góðu dagana. En hvað er það sem gerir góðviðrisdaga á vori svo dásamlega? Í mínum huga er það þegar maður heyrir fuglasönginn hljóma, hittir vinkonur sínar maríerlurnar sem gefa sér stundum tíma í smá spjall fyrstu dagana eftir að þær koma, þar sem þær gerðu sér hreiður síðasta vor. Síðan tekur hreiðurgerð við hjá þeim, sem þær klæða innst með ull. Þá er sauðburðurinn alltaf skemmtilegur þegar vel gengur, hjálpa kind við burð og koma lífi í lamb sem er vanmáttugt. En mér finnst að sauðburður hafi verið skemmtilegri þegar maður fór til kinda kvölds og morgna út í hagann. Helsta vandamálið var ef eitthvað bar út af, þá þurfti annað hvort að ná kindinni úti eða reka hana heim í hús sem kom þó ekki oft fyrir. Eins gleður það augað þegar fyrstu stráin fara að koma upp, sóleyjarnar og fíflarnir. Það er gaman að vera úti um vornótt þegar fuglarnir þagna um miðnættið allir sem einn en byrja svo sinn söng aftur þegar nokkur tími er liðinn. Það er gaman að fara út í hagann og setjast á þúfu og horfa á köngulóna baslast áfram á milli stráanna sem eru fyrir þeim sem frumskógur og þúfurnar sem hæstu fjöll og horfa svo upp í endalausan himininn og uppgötva hvað maður er agnarsmár í alheiminum, samt getur maður verið að rífa kjaft og gera sig breiðan. Sumt þykir mér hafa farið aftur úti í náttúrunni frá þeim tíma sem ég var að alast upp. Lóu og spóa hefur fækkað verulega og rjúpunni, sem er allt að því í útrýmingarhættu. Allt eru þetta fallegir fuglar sem gera engum mein og þarna er tófan stór áhrifavaldur. Henni hefur stórfjölgað nú síðustu ár og hefur hún flutt sitt búsvæði heim í heimalönd sem eru aðalvarplönd þessara fugla. Áður fyrr sáust tófur sjaldan nema fram til heiða og upp til fjalla, enda nær daglegur umgangur um heimalönd og þá var hundur gjarnan með í för. Nú skjóta bændur tófur út um fjárhúsdyrnar og greni finnast við túnjaðarinn, enda sjaldan farið um heimalönd. Svo er þessi dæmalausa ráðstöfun að friða tófuna á Hornströndum sem flæðir svo yfir allt vestanvert landið. Ef ég mætti nokkru ráða þá mundi ég fækka fólki við tölvurnar hjá Umhverfisstofnun og ráða góða veiðimenn til þess að fækka tófu á friðlandinu. Ég mundi banna alla fuglaveiði í þjóðlendum. Þá fengi rjúpan griðland og ekki væri verið að keyra vegaslóða sem þola ekki umferð á viðkvæmum tímum. Bændur gætu leyft skotveiði í sínum heimalöndum ef þeir vildu og haft nokkrar tekjur af. Eins mættu bændur og veiðimenn, með leyfi bænda, skjóta álft og gæs á túnum og ökrum eftir að varpfuglinn er komin á sínar varpstöðvar en þessum fuglum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Skil stundum ekki stangveiðimenn sem sleppa laxi sem þeir eru búnir að landa og þykjast hafa gert ánni mikið gott með þessu, þó vitað sé að á vorin klekjast út víðast hvar margfalt fleiri seiði en áin getur fóðrað og hýst, en svo eru þeir sömu að ganga sig upp að hnjám við að eltast við að drepa þessar fáu rjúpur sem eftir eru. Óska öllum sem þetta lesa gleði og gæfu á komandi vori og sumri. - - - - - Ragnar skorar á Ragnar Braga Ægisson, Jörfa, að rita næsta pistil. Ragnar Gunnlaugsson á Hvammstanga skrifar Vorið ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is SÆLUVIKUTILBOÐ ACER ASPIRE ES1-521-634W • AMD A6-6310 Quad Core 2.4GHz Turbo • 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni • 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur • 15.6’’ HD LED AntiGlare 1366x768 • 2GB AMD R4 128GCN DX12 skjákjarni • Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum VERÐ KR. 79.990 RAFVERKTAKAR, TÖLVUÞJÓNUSTA & GRÆJUBÚÐ Tengill ehf. Hesteyri 2 www.tengillehf.is 455 9200 Frábær fartölva í skólann og heima frá Acer með 4ra kjarna örgjörva, enn nákvæmari precision touchpad og glæsilegri rifflaðri áferð á baki. Nýjasta kynslóð fartölva með 4ra kjarna Carrizo örgjörva, öflugra þráðlausu neti, enn hraðari SSHD harðdisk og TrueHarmony hljóðkerfi. Glæsileg, öflug og létt 14“ fartölva. Einstök hönnun sameinar fartölvu og spjaldtölvu með Windows 10 stýrikerfi. Glæsileg þráðlaus heyrnatól frá Sony með innbyggðum hljóðnema fyrir símann. Mögnuð hljómtæki fyrir snjallsímann og fleira. Frábær hljómgæði. ACER ASPIRE E5-552-T055 • AMD A10-8700P Quad Core 3.2GHz Turbo • 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni • 500GB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur • 15.6’’ FHD LED Anti-Glare 1920x1080 • 8GB AMD R6 Carrizo DX12 skjákjarni • Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum VERÐ KR. 119.990 HEYRNATÓL SONY BLUETOOTH MIC • 30mm hátalarar tryggja hárfín hljómgæði • Þráðlaus með Bluetooth • NFC snertitenging • Tíðnisvið 20-20.000Hz VERÐ KR. 17.990 HLJÓMTÆKI SONY BLUETOOTH NFC BLK SRSX55 • Frábær bassahljómur • Clear Audio+ • 30W magnari • NFC snertitenging og Bluetooth VERÐ KR. 26.990 LENOVO IDP 500S • Intel Core i5 6200U 2.3-2.8GHz dual core 3MB HT TB • 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni • 256GB SSD 2.5“ 5mm • 14“ Full HD LED TN 1920x1080 • Intel HD • Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum VERÐ KR. 149.900 LENOVO IDP YOGA3 14 • Intel Core i3 5005u 2.0GHz dual core 3MB HT • 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni (Stækkanlegt í 8GB, 1 rauf) • 256GB SSD 2.5“ 5mm • 14“ IPS LED Full HD 1920x1080 snertiskjár og Gorilla glass vörn • Intel HD5500 • Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum VERÐ KR. 119.900

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.