Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 16
16 15/2016
Margt þurfti að koma
til svo Feykir gæti
orðið að veruleika
Þann 10. apríl voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós.
Af því tilefni ákváðu núverandi starfsmenn að stefna saman stofnendum
blaðsins og efna til endurfunda þar sem hægt væri að rifja upp skemmtilegar
stundir frá upphafsárunum. Af þeim 27 einstaklingum sem sátu stofnfund
blaðsins eru nokkrir látnir og aðrir fluttir brott úr héraði. Engu síður tókst
að koma á endurfundum með sex þessara aðila, og áttum við Feykiskonur
skemmtilegt kaffispjall með þeim á Hótel Tindastóli á föstudaginn var.
Stofnendum Feykis stefnt saman
var rifjað upp. Hér verður
aðeins stiklað á stóru í því sem
bara á góma, til að gefa
lesendum smá innsýn í þessa
skemmtilegu stund.
Jón rifjar það upp að við
fyrstu skólasetningu Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra 22.
september 1979 hafi Ólafur
Jóhannesson fyrrverandi for-
sætisráðherra, Ragnar Arnalds
og fleiri verið viðstaddir.
„Baldur Hafstað, þáverandi
kennari við skólann, stillti þessu
þannig upp að menntamála-
ráðherra og þingmenn flyttu
ræður sínar á undan skóla-
meistara, sem hélt að venju
langa ræðu. Þegar skólaslitin
voru búin var hann búinn að
gefa út hraðfréttablað sem sagði
frá atburðunum,“ segir Jón.
Hann útskýrir jafnframt að
meðan skólinn var minni hafi
oft þurft að ráða kennara í
hlutastarf og þá hafi þurft að
Það voru þau Birna Guðjóns-
dóttir, Björn Björnsson, Hilmir
Jóhannesson, Hörður Ingi-
marsson, Jón F. Hjartarson og
Jón Ormar Ormsson sem áttu
heimangengt til þessara
endurfunda. Greinilegt var að
þeir voru kærkomnir og margt
SAMANTEKT
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
MYNDIR
Berglind og Kristín
finna fyrir þá annað hlutastarf á
móti. Það hafi meðal annars
verið kveikjan að stofnun
Feykis, enda var fyrsti ritstjór-
inn, Baldur Hafstað, íslensku-
kennari við skólann og svo var
raunar um fleiri ritstjóra.
Á þessum tíma höfðu hér-
aðsfréttablöð sprottið upp
víðsvegar um landið. Einnig
höfðu ýmsir reynt að halda úti
einhvers konar blaðaútgáfu á
Króknum, svo sem Hreinn Sig-
urðsson með blaðinu Vettvangi.
„Ég held að menn hafi nú áttað
sig á því, þó að Vettvangur
kæmi nú ekki út lengi, að það
væri eftirsóknarvert að hafa
einhvers konar blað,“ segir
Björn.
Þannig voru það raunar
nokkrar skyldar hugmyndir
sem kviknuðu á mismunandi
stöðum sem urðu til þess að
ráðist var í útgáfu á óháðu
héraðsfréttablaði. Áhugasamir
og þróttmiklir menn komu svo
hugmyndinni á koppinn, ekki
síst vegna þess að samfélagið
þurfti frjálsan samskiptagrund-
völl um málefni sem voru í
gerjun á þessum tíma. Má þar
t.d. nefna stofnun Fjölbrauta-
skólans fáeinum misserum
áður, upphaf Steinullarverk-
smiðjunnar og Blönduvirkjun,
sem allt voru fyrirferðarmikil
Jón Ormar, Hilmir, Hörður og Jón rifja upp skemmtilegar minningar frá árdögum Feykis.
Gestir í afmælisveislu Feykis í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli.
Sigríður Svavarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði
sker afmæliskökuna.
Jón F. Hjartarson flutti skemmtilegt ávarp um aðdragandann að
stofnun Feykis og fyrstu ár blaðsins.
málefni í blaðinu á fyrstu árum
þess.
Baldur á hlaupum með
Feykisblöð og barnavagn
Auðheyrt er á spjalli stofnfélag-
anna að margir voru frá upphafi
afar velviljaðir Feyki. Fyrstu
blöðunum var ekið til Akur-
eyrar, í umbrot og prentun en
síðar tóku vöruflutningar
Magnúsar Svavarssonar að
flytja blaðið og var það þá
prentað meðan flutningabíl-
stjórinn lauk erindum á Akur-
eyri. Í framhaldi af þessu rifjast
upp að Baldur hafi oft farið í hús
með blöðin til áskrifenda, með
dóttur sína í barnavagni með-
ferðis. „Maður hafði nú ekki, á
þessum tíma, séð karlmann
með barnavagn. Hann gekk
heldur aldrei, hann hljóp,“ rifjar
Birna upp og auðheyrt er á þeim
öllum að Baldur var mikill
hvalreki fyrir blaðið. Hörður
nefnir einnig að aðkoma Stef-
áns Árnasonar og Þórhalls
Ásmundssonar að blaðinu hafi
verið ómetanleg. Svo mætti
eflaust lengi telja upp ein-
staklinga sem hafa átt stóran
þátt í útgáfusögu blaðsins.
Hilmir grípur orðið og bend-
ir núverandi Feykiskonum
góðfúslega á að langt sé síðan
konur komu að blaðinu. „Einu
sinni var hjá okkur ritstjóri sem
hét Jón Gauti. Þá voru nú
ritstjórnarlaunin borguð bæði
seint og illa svo hann fór bara á
togara á milli blaða. Ef hann gat
ekki skroppið í land til að gefa út
Feyki sá konan bara um það og
blöðin voru ekkert verri hjá
henni.“ Þá segir Jón frá því að
Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum
ritari í fjölbrautaskólanum, hafi
átt hugmyndina að nafni
blaðsins.
Orðrómur um áfengis-
útsölu á Hofsósi
„Eitt sprell gerðum við, en þá
var skólaslitafagnaður í Bifröst
og ég sat með Ófeigi Gestssyni
sem þá var sveitarstjóri á Hofs-
ósi. Við erum að ræða verslun
og viðskipti í héraðinu og þar
með áfengisverslun. Þá spurði
ég sveitarstjórann hvort ég
mætti ekki hafa það eftir honum
í Feyki að við hefðum verið að
ræða opnun áfengisútsölu á
Hofsósi? „Jú, jú, alveg sjálfsagt,
við skulum þá bara ræða um
það,“ sagði hann. Síðan kom
frétt í Feyki: „Umræður í gangi
um opnun áfengisútsölu á
Hofsósi,“ rifjar Jón upp.
Áfengisútsalan endaði þó á
Sauðárkróki sem kunnugt er og