Feykir - 20.04.2016, Síða 17
15/2016 17
væri malbik notað á vegi. Þegar
við vorum komnir hérna fram-
hjá Vík – ég var nú svo óhepp-
inn að sitja fram í – þá varð mér
litið á hraðamælirinn og hann
stóð í 160! Þegar ég náði
andanum fór ég að hafa orð á
þessu. Þá lýsti bílstjórinn því
yfir hástöfum að við töluðum
svo mikið að hann kæmist ekki
að. Þess vegna keyrði hann
svona hratt, til að þagga niður í
okkur hinum.“
Og Jón bætir við: „Eina sögu
á Hilmir, sem hefur birst í
bókum. Það var um þann
greinarmun sem mætti gera á
aksturslagi Jóns Hjartarsonar,
Þórðar Þórðarsonar bæjarstjóra
og Hjálmars Jónssonar sóknar-
prests. Þær væru allir að flýta
sér og væri það algjör tilviljun
að Þórður Þórðarson héldist á
veginum. Það væri hins vegar
ekki tilviljun með okkur
Hjálmar, því það væri hönd
sem kæmi úr neðra og héldi
Hjálmari við veginn en það
væri drottins hönd sem héldi
mér á veginum. En svo kom
þessi saga út í mismunandi
útgáfum. Í ævisögu séra
Hjálmars, þá var allt í einu búið
að skipta um hendur milli mín
og hans.“
Og áfram heldur Hilmir að
segja frá ferðinni góðu í Húna-
gantast Jón með að það hafi
verið talinn kostur að ef menn
úr Lýtingsstaðahreppi ættu
erindi til að kaupa sér bomsur á
Króknum gætu þeir komið við í
ríkinu í leiðinni.
Viðstaddir ritstjórnarmenn
rifja upp að starf þeirra hafi
verið grasrótarstarf í orðsins
fyllstu merkingu. Þeir funduðu
til að mynda einu sinni á lóð-
inni hjá Hilmi, að Víðigrund 3,
og lágu á grasinu ræddu málin.
Þá var það föst hefð hjá rit-
stjórninni að funda í hádeginu
daginn sem blaðið kom út og
leggja drög að næsta blaði.
Eitt sinn segist Hilmir sjálfur
hafa orðið ósáttur vegna greinar
sem komst inn í blaðið á síðustu
stundu, frá andstæðingum í
bæjarpólitíkinni. Hann óskaði
þá eftir að fá birta grein í næsta
blaði en þá reyndist ekki pláss í
blaðinu. „Þá fauk í mig svo ég
bjó til vísu og keypti auglýsingu
í Sjónhorninu. Hún var svona:
Feykir hann má næðis njóta
nú er stefnu búið að móta
bæjarslúðrið leiða og ljóta
lætur sem vind um eyru þjóta.“
Ekið á „Guðs vegum“
Hilmir rifjar upp ferð í Húna-
vatnssýslurnar í árdaga Feykis.
„Þá keyrði Jón [Hjartarson] en
hann átti nýjan Volvo. Ég man
að Jón Ásbergsson var með og
Baldur, og sennilega Árni
Ragnarsson. Þetta var á þeim
árum sem enginn hafði heyrt
talað um bílbelti og hafði nú
engin maður frétt af því að það
Sex af tuttugu og sjö stofnfélögum mættu í 35 ára afmæli Feykis. Frá vinstri: Björn Björnsson, Birna Guðjónsdóttir, Hilmir Jóhannesson,
Jón Hjartarson, Jón Ormar Ormsson og Hörður Ingimarsson.
Gísli Sigurðsson, Ólafur Sigmarsson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Nýprents.
Hilmir, Jón, Birna og Björn rifja upp skemmtilegar sögur frá þeim rúmlega sextán árum sem Þórhallur
Ásmundsson (lengst til hægri) ritstýrði Feyki.
Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV, og Guðmundur
Valtýsson, umsjónarmaður Vísnaþáttar, fletta gömlum Feykisblöðum.
Stofnfélagar að Feyki skrafa og skeggræða. Hörður, Jón, Birna og
Björn.
vatnssýslu: „Þegar við ætluðum
að koma okkur heim í fjörðinn
Skaga kom séra Hjálmar úr
Reykjavík, þá hafði hann verið
að breiða Guðs orð þar út, og
veitti nú ekki af. Bað hann mig
að vera með sér á heimleiðinni,
því honum leiddist að vera
einn. Ég hélt nú að hann gæti
spjallað við almættið en hann
var nú búinn að tala mikið við
það og orðinn leiður á því líka.
Ég var nú til með að fórna mér
fyrir Guðs kristni í landinu.
Svo keyrði hann heim og þó að
Jón keyrði á 160 þá var það eins
og gömul hestakerra hjá þeim
ósköpum að vera með sóknar-
prestinum, það var alveg
rosalegt,“ segir Hilmir hlæj-
andi.
Fjórir prestar á bæn
uppi á Vatnsskarði
Og enn rifjast upp ferðir af
svaðilförum, að þessu sinni á
fund með Ingvari Gíslasyni
þáverandi menntamálaráð-
herra. „Lagt var af stað að
næturlagi þar sem fundurinn
átti að hefjast klukkan átta að
morgni. Það var kafaldsbylur
og skyggni mjög lélegt. Við
komumst áleiðis upp Vatns-
skarðið en endum á því að
Þórður [Þórðarson bæjar-
stjóri], sem var á amerískri
drossíu, keyrði út af. Við
náðum að ýta bílnum upp og
síðan var reynt að koma
honum áleiðis. Þegar hann er
kominn á skrið stekk ég upp í,
með þeim orðum að einhvers-
staðar verði kjalfestan að vera,“
segir Jón og heldur áfram:
„Séra Hjálmar sér að bíllinn er
að ná sér á skrið og stekkur upp
í hann líka en söngmálastjóri
Þjóðkirkjunnar, sem var með í
för, verður eftir. Þegar hann
kemst loks inn í bílinn kemur
Lada Sport jeppi að, með
fjórum konum sem lýsa upp
bílinn, sjá fjóra svartklædda
menn og spyrja: „Er ekki allt í
lagi með ykkur?“ Við héldum
áfram en ákváðum síðan að
leggja drossíunni því við
kæmumst ekkert áfram á
henni. Þegar við komum á
Blönduós var búið að skila
Lödu Sport jeppanum þangað
og höfðu konurnar sem á
honum voru sagt að það væru
fjórir prestar á bæn uppi á
Vatnsskarði!“
Spjallið berst síðan um
víðan völl og síðar bætast fleiri
í samkvæmið, eins og með-
fylgjandi myndir bera með sér.
Feykir þakkar þeim sem komu
fyrir ánægjulega stund og hlý
orð í garð blaðsins.