Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 19
15/2016 19
Árni Gunnarsson var
ritstjóri Feykis frá 2004
til 2006. Þegar hann
var beðinn um að taka
við ritstjórnartaumum
blaðsins hafði útgáfa
blaðsins stöðvast um
tíma og segir hann ekki
hafa mátt miklu muna að
útgáfan legðist af. Bestu
minningarnar segir hann
án efa samstarfsfólkið og
þá fjölmörgu sem lögðu
blaðinu lið.
-Ég hafði unnið við blaða- og
fréttamennsku í tíu ár, bæði á
Akureyri og í Reykjavík áður en
ég flutti aftur í Skagafjörðinn
árið 2000. Ég var formaður
blaðstjórnar Feykis árið 2004
þegar þáverandi ritstjóri, Þór-
hallur Ásmundsson, færði sig
um set til Siglufjarðar og tók við
nýju starfi þar.
Útgáfa blaðsins stöðvaðist í
einhvern tíma og ég var beðinn
um að ritstýra blaðinu og
skrifa það í nokkrar vikur. Á
þessum tíma var ég fram-
kvæmdastjóri Leiðbeininga-
miðstöðvarinnar og verk-
efnisstjóri Upplýsingatækni í
dreifbýli og vann yfirleitt við
blaðið seinnipart dags og fram
eftir kvöldi. Fyrirtækið Hinir
sömu, sem er í eigu snill-
inganna Óla Arnars Brynjars-
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
sonar og Péturs Inga Björns-
sonar, sá um umbrot og
uppsetningu Feykis. Frá þeim
kom líka mikið af ljósmyndum
í blaðið. Við Óli unnum oft
fram á nótt við að ganga frá
blaðinu fyrir útgáfudag og ég
dáðist oft að þolinmæði og
jafnaðargeði Óla.
„Tilkomumikil sjón“
Við keyrðum blaðið út á PDF
formi og síðan fór ég með
myndskrána í prentsmiðjuna
Hvítt og svart, sem prentaði
Feyki, en þar var gerð endanleg
myndskrá fyrir prentið. Ég
lagði mikið upp úr fyrirsögnum
og yfirfyrirsögnum og var
stundum að breyta þeim á
síðustu stundu, stundum með
Þuríði Sigurðardóttur í prent-
smiðjunni. Eitt sinn gerði ég
breytingar á yfirfyrirsögn á
frétt með mynd frá Jóni
Sigurðarsyni, ljósmyndara á
Blönduósi, af borgarísjaka á
Húnaflóa. Yfirfyrirsögnin var
„Tilkomumikil sjón“. Ekki vildi
betur til en að þessi yfir-
fyrirsögn festist inni og kom
yfir óskyldar fréttir á sama stað
í blaðinu næstu þrjár vikurnar.
Meðal annars yfir frétt um það
þegar Ingibjörg í Vík var kjörin
formaður Búnaðarsambands-
ins, fyrst kvenna í Skagafirði.
Það glottu ýmsir þegar því var
lýst sem „Tilkomumikilli sjón“.
Ég hætti með Feyki í lok árs
2006. Það eru margar skemmti-
legar minningar frá þessum
árum. Mörg góð viðtöl eins og
t.d. dæmis við Einar Odd
Kristjánsson, sem var kallaður
„bjargvætturinn frá Flateyri“
eftir þjóðarsáttarsamningana á
sínum tíma. Einnig fékk ég að
taka viðtal við Baltasar og Lilju
heima hjá þeim á Hofi á
Höfðaströnd fyrir jólablað
Feykis. Ég held að Feykir hafi
verið eina glansmagasínið sem
fékk að taka svona drottn-
ingarviðtal við þau heima á
Hofi. Bestu minningarnar eru
þegar upp er staðið án efa
samvinnan með Óla, Þuríði,
Guðna og því fjölmarga fólki
sem lagði blaðinu lið. Það mátti
ekki miklu muna að útgáfan
legðist af á þessum tíma. Sem
betur fer varð það ekki og ég
óska aðstandendum Feykis til
hamingju með árin 35.
Nú rekur Árni Gunnarsson Skottu kvikmyndafjelag og hefur verið ötull við gerð heimildamynda. Hér er hann í Beirút við gerð myndar
um komu flóttafólks til Íslands. MYND: ÚR EINKASAFNI
„Mátti ekki miklu muna
að útgáfan legðist af“
Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin
Árni Gunnarsson ritstjóri 2004-2006
Yfirfyrirsögnin sem gekk aftur. Það var ekki laust við að ritstjóri og uppsetjari klóruðu
sér í höfðinu þegar yfirfyrirsögnin birtist í annað sinn en ritstjóri fór fyrst að hafa áhyggjur
af málinu í þriðja skiptið sem hún birtist – enda kannski pínu óheppileg í það skiptið.
Loks kom þó í ljós hvar hnífurinn stóð í kúnni en allt kom fyrir ekki. Hún birtist aftur!
Byggðasaga Skagafjarðar
Fellshreppur og Haganes-
hreppur kemur út 2017
Á síðasta ári voru liðin 20 ár
síðan hafist var handa við
undirbúning að ritun
Byggðasögu Skagafjarðar.
Lokið er umfjöllun um tíu
hreppa í sjö bindum og
vinna við 8. bindið er langt á
veg komin. Áætlanir gerðu
ráð fyrir að það bindi
(Fellshreppur og Haganes-
hreppur) kæmi út haustið
2016 en ákveðið hefur verið
að fresta útgáfu þess til
hausts 2017.
Umfang Byggðasögunnar
er mikið og þegar hefur verið
fjallað um 556 býli, á 3204
blaðsíðum og ljósmyndirnar
orðnar á fimmta þúsund.
Níunda bindi Byggðasögunnar
mun fjalla um Holtshrepp,
sem er þrettándi hreppurinn í
ritröðinni, sem hófst árið 1999
með útgáfu 1. bindis um
Skefilsstaða- og Skarðshreppa.
Samhliða ritun verksins
hefur verið unnið að gerð
nafnaskrár fyrir þau sjö bindi
sem út eru komin. Þar koma
fyrir 21.400 mannanöfn.
Nafnaskrár verða í lokabindi,
sem og sérnafnaskrá en vinna
við gerð hennar hefst á þessu
ári. Í lokabindinu verður sögð
saga verslunarstaðanna Hofs-
óss og Grafaróss, og jarða í
Hofsósshreppi. Drangey og
Málmey fá einnig umfjöllun í
því bindi.
Byggðasagan þykir einstak-
lega vandað og fjölbreytt
fræði- og uppflettirit um
byggð í Skagafirði að fornu og
nýju. Ritstjóri Byggðasögunnar
er Hjalti Pálsson frá Hofi og
hefur hann unnið að ritun
verksins frá upphafi. Aðstoðar-
ritstjóri er Kári Gunnarsson
frá Flata-tungu. Byggðasagan
er vinsæl til tækifærisgjafa,
ýmist einstök bindi eða verkið
í heild. /Tilk.
Frá Bakka á Bökkum í Haganeshreppi, þar sem hinir skagfirsku
Bakkabræður bjuggu. MYND: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR