Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 21
15/2016 21
N
Ý
P
R
E
N
T
MJÓLKURSAMLAG
Vönduð vinnubrögð skila okkur í fremstu röð!
Fáðu þér Sveitabita á brauðsneiðina
og Mozzarella í salatið
Sveitabiti &
Mozzarella
Tveir góðir frá KS
Hallrún Ásgrímsdóttir með myndlistarsýningu í Sæluviku
„Náttúran, hrossin,
fólkið í samfélaginu
og sveitalífið heillar mig“
Listasafn Skagfirðinga, í
samvinnu við Safna-
húsið, stendur fyrir
myndlistarsýningu
Hallrúnar Ásgríms-
dóttur í Sæluviku.
Hallrún, sem er frá
Tumabrekku í Óslands-
hlíð, er nemi við
Myndlistarskólann á
Akureyri. Hún segist
hafa alla tíð hafa verið
að teikna en myndlistar-
námið hóf hún fyrir
fáeinum árum og er nú
að ljúka öðru ári af
þremur í námi við
fagurlistadeild.
„Ég hef teiknað frá því að
ég man eftir mér. Ég hafði
samt ekkert lært fyrr en ég
byrjaði í Myndlistarskól-
ann á Akureyri fyrir
þremur árum,“ segir Hall-
rún. Hún byrjaði í svo-
kölluðu fornámi við
skólann og er núna á öðru
ári í fagurlist, sem er önnur
af tveimur sérbrautum
skólans.
„Ég hef aðallega verið
að mála olíumálverk í
vetur og vil stefna á að
halda áfram í því,“ segir
Hallrún, aðspurð um hvers
konar myndlist hún fæst
við. „Það má segja að ég sé
frekar þjóðleg í myndavali.
Það er náttúran, hrossin,
fólkið í samfélaginu í
kringum mig og sveitalífið
sem að heillar mig,“ bætir
hún við.
Hallrún segist hafa
verið mikið í kringum
hesta og áður en hún hóf
myndlistarnámið hafði
hún lokið námi í tamn-
ingum við Háskólann á
Hólum. Einnig hafði hún
lokið sveinsprófi í húsa-
smíði frá VMA og námi í
búfræði á Hólum. „Ég hef
valið mér að gera bara það
sem mér finnst skemmti-
legt að gera og svo vonast
ég til að geta bara fléttað
þessu saman á einhvern
hátt,“ segir hún.
Hallrún með folald í Danmörku. Myndin er tekin þegar hún starfaði þar
við tamningar síðasta sumar. MYND: ÚR EINKASAFNI
Hallrún tók þátt í sam-
sýningu nemenda í fagur-
list við Myndlistaskólann á
Akureyri í Mjólkurbúðinni
í Gilinu á Akureyri, sem
haldin var í vetur. Sýningin
í Sæluviku Skagfirðinga er
hennar fyrsta einkasýning.
Þegar Feykir hafði sam-
band við hana var hún
ekki búin að leggja loka-
hönd á að velja myndir á
sýninguna en sagðist
reikna með að þær yrðu
nokkuð margar. Sýningin
verður í Safnahúsi Skag-
firðinga og verður opin
alla daga Sæluvikunnar,
frá klukkan 11-18.
Hallrún hefur gert
töluvert af því að mála og
teikna eftir pöntunum, til
að mynda skopmyndir og
segist ennþá gera töluvert
á því, auk þess að mála
eftir pöntunum. Hún er
með fésbókarsíðuna
Hallrún, þar sem hægt er
að skoða myndir af
verkum hennar og setja sig
í samband við hana.
Lokaverk úr áfanga í Málun, sem sýnt var á sýningunni Guð minn góður!
í Mjólkurbúðinni á Akureyri í vetur. „Viðfangsefnið var að mála okkur sjálf
eftir spegli og setja okkur í hlutverk trúarpersónu eða guðs. Ég málaði
rómversku gyðjuna Eponu (guð hestanna) með Sleipni og Gera, hesti og
úlfi Óðins, með sér,“ segir Hallrún um þessa mynd. MYND: ÚR EINKASAFNI
VIÐTAL
Kristín S. Einarsdóttir