Feykir


Feykir - 20.04.2016, Síða 22

Feykir - 20.04.2016, Síða 22
22 15/2016 Magna og Siggu Beinteins hlakka til að koma fram á stórsýningunni „Árið er…“ í Sæluviku Skemmtileg og mjög grand hugmynd Fullkomið brúðkaup á fjalirnar í Sæluviku „Þessi týpíski farsi – hraði og misskilningur“ Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks þetta árið er Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon, þýtt af Erni Árnasyni. Um er að ræða dæmigerðan farsa sem inniheldur hraða, spennu, misskilning og allt sem góður farsi þarf að hafa til að bera. Sex leikarar taka þátt í uppfærslunni, undir leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar, og verða þrettán sýningar, allt frá upphafi Sæluviku til hvítasunnudags. „Þetta er náttúrulega bara þessi týpíski farsi, hraði og smá misskilningur, en allt mjög skemmtilegt,” sagði Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, for- maður Leikfélags Sauðárkróks, þegar blaðamaður Feykis spurði hana út í umfjöllunarefni leikritsins. „Það er haldið steggjapartí rétt fyrir brúðkaup, sem fer kannski ekki alveg eins og áætlað var,“ sagði hún, en vildi lítið tjá sig um innihaldið að öðru leyti, enda erfitt að gera það án þess að eyðileggja spennuna fyrir áhorfendum. Fullkomið brúðkaup var sýnt við miklar vinsældir á Akureyri árið 2005. Sigurlaug Dóra segir að margir Skagfirðingar og nærsveitamenn hafi lagt leið sína þangað á sínum tíma og nú sé kjörið að koma aftur í leikhús og endurnýja kynnin af þessu skemmtilega leikriti, í aðeins öðrum búningi, enda séu engar tvær uppfærslur eins. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, sem leikstýrt hefur fjölmörgum sýningum hjá Leikfélagi Sauðárkróki, Leikfélagi FNV, Árskóla og víðar. Sex leikarar taka þátt í uppfærslunni. Aldrei þessu vant komust færri að en vildu í leikarahópinn. „En starf í áhugaleikhúsi er mun fjöl- breyttara en bara að leika, það eru líka mörg skemmtileg verkefni á bak við tjöldin, enda þarf alltaf svipaðan fjölda baksviðs,“ segir Sigurlaug Dóra. Leikararnir eru blandað- ur hópur mismikilla reynslu- bolta, sumir eru að koma aftur eftir hlé og aðrir hafi sjaldnar tekið þátt. Eins og hefð er fyrir verður frumsýning í byrjun Sæluviku, eða sunnudaginn 24. apríl. Auglýstar verða þrettán sýn- ingar og verður sú síðasta um hvítasunnuhelgina. Það er því upplagt fyrir þá sem leggja leið sína í Skagafjörð, hvort sem er í Sæluviku eða um hvítasunn- una, að bregða sér í leikhús. „Í öllum þessum látum sem eru búin að vera í þjóðfélaginu undanfarnar vikur held ég að sé mjög gott að koma í leikhús og hlæja mikið og gleyma sér eina kvöldstund,“ sagði Sigur- laug Dóra að lokum. UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sýningartímar: Frumsýning sunnudaginn 24. apríl kl. 20 2. sýning þriðjudaginn 26. apríl kl. 20 3. sýning miðvikudaginn 27. apríl kl. 20 4. sýning laugardaginn 30. apríl kl. 15 5. sýning sunnudaginn 1. maí kl. 20 6. sýning þriðjudaginn 3. maí kl. 20 7. sýning miðvikudaginn 4. maí kl. 20 8. sýning föstudaginn 6. maí kl. 20 9. sýning laugardaginn 7. maí kl 15 10. sýning sunnudaginn 8. maí kl. 20 11. sýning miðvikudaginn 11. maí kl. 20 12. sýning laugardaginn 14. maí kl. 15 Lokasýning sunnudaginn 15. maí kl. 20 Undirbúningur fyrir Sæluvikuhátíðina Árið er… lögin sem lifa gengur vonum framar, að sögn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar. Um er að ræða glæsilega sam- suðu af videoklippum, tónleikum og balli sem verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 29. apríl næstkomandi. Á hátíðinni verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur; Siggu Bein- teins, Magna Ásgeirs, Sigríði Thorlacius, Sigvalda Helga, Ellert Jóhanns, Sigurlaugu Vordísi, Róbert Óttars, Bergrúnu Sólu og Malen Áskelsdætur. Feykir tók púlsinn á Magna og Siggu Beinteins. „Hugmyndin á bakvið þetta er skemmtileg og mjög „grand“ og þættirnir sem þetta er byggt á eru auðvitað með því betra sem hefur verið gert í íslensku útvarpi. Ég held að þetta verði mjög skemmtileg kvöldstund,“ sagði Magni, í samtali við Feyki, um væntingar sínar til kvöldsins. Þegar hann var spurður hvort hann hefði komið áður fram í Skagafirði játaði hann því. „Ég hef ekki alveg tölu á því hversu oft ég hef stigið á stokk þarna - sennilega komið á fimmta tuginn með hinum ýmsu hljómsveitum og atriðum. Það skemmta sér fáir jafn vel og „skál og syngja“ Skagfirðingar! Þarna á ég marga vini og vandamenn þannig að ég hlakka alltaf til að koma þangað,“ sagði Magni og bætir við að lokum: „Sjáumst með sparibrosið.“ Við í Stjórninni elskuðum að spila í Miðgarði „Ég hlakka mjög mikið til að koma og syngja í Sæluvikunni, og vona bara að sem flestir mæti því þetta verður eitthvað sem fólk mun muna eftir. Mér finnst mjög flott pæling að búa til „show“ úr þessum þáttum sem hafa verið svo vinsælir,“ sagði Sigga þegar Feykir hafði samband við hana. Líkt og Magni hefur Sigga stigið margsinnis á svið í Skagafirði. „Þetta er sko ekki í fyrsta sinn og vonandi ekki það síðasta. Stjórnin spilaði mikið í Skagafirðinum, bæði á Króknum og svo var Miðgarður eitt stærsta vígi sveitaballanna. Þar spiluðum við í Stjórninni oft og elskuðum að koma í Miðgarð og spila, svo hef ég líka komið fram áður að syngja í Sæluvikunni. Þá var ég að syngja með hljómsveitinni Von og Sigga Dodda snillingi. Ég verð nú bara að segja það, Skagfirðingar kunna að skemmta sér og það er aldrei leiðinlegt að skemmta þeim, og maður hlakkar alltaf til. Þeir eru manna hressastir,“ segir hún. Þegar Sigga er spurð út í lagaval „Árið er…“ segist hún ekki geta upplýst mikið um það því hún viti ekki mikið um það sjálf. „Það er búið að segja mér að sviðið verði mjög flott og lagavalið verður æðislegt, ég mun til dæmis syngja íslensk lög sem að ég hef aldrei sungið áður, svo það verður gaman að prófa það.“ Samkomulag hefur náðst við Rás 2 sem ætlar að koma og taka upp tónleikana, sem síðan verða fluttir í útvarpi allra landsmanna. Aðspurð segir Sigurlaug miðasölu hafa farið vel af stað, en hún fer fram í gegnum Tix.is. Hópar hafa verið hvattir til að mæta og hafa gaman saman, t.d. saumaklúbbar, vinnustaðir, árgangar og fleiri. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og bendir hún þeim sem ætli að fjölmenna að hafa samband við hana sem fyrst til að tryggja sér borð. /BÞ

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.