Feykir


Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 28

Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 28
28 15/2016 Páli Friðrikssyni var boðinn ritstjórnastóllinn eftir að hafa starfað sem blaðamaður hjá Feyki í þrjú ár og segist ekki sjá eftir því að hafa þegið boðið. Páll var ritstjóri Feykis frá 2011- 2014. Páll er jafnframt krossgátusmiður Feykis og á heiðurinn af því að útbúa nýja krossgátu í blaðið á hverri viku. -Það hafði þann aðdraganda að Guðný Jóhannesdóttir hættir sem ritstjóri og mér, sem hafði starfað sem blaðamaður á Feyki þrjú árin á undan, var boðinn ritstjórnarstóllinn. Eftir örlitla umhugsun tók ég boðinu og sé ekki eftir því. Ég sinnti því starfi í tvö ár eða þangað til ég snéri mér að öðrum hlutum. Starfið lagðist bara vel í mig. Ég hafði gaman af því að skrifa en maður var stundum pirraður yfir því hvað tíminn leið hratt og hve litlum tíma var hægt að eyða í hvert verkefni. Blaðið varð að fara í prentun á réttum tíma hvernig sem á stóð og þess vegna fór eitthvað frá manni sem ekki var alveg eins og maður vildi hafa það. Ég get mér þess til að svona sé þetta yfir alla blaðamannastéttina. Gætir þú nefnt fyndna frétt eða fyrirsögn sem þú manst eftir? -Það er VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir nú örugglega hægt að finna eitthvað þegar leitað er. Það poppaði upp nú fyrir skemmstu minning á Fésbókinni þar sem ég hafði tekið viðtal við for- stöðumenn meðferðarheimilis- ins Háholts, þá Ara og Hinrik. Það skondna var að á forsíðu var mynd af þeim standandi fyrir framan hænsnakofa í garðin- um, en hann kom lítillega fyrir í viðtalinu, og var eins og fyrir- sögnin ætti við hann: Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði – Heimili en ekki fangelsi Svo man ég eftir einu atriði sem mér fannst fyndið þegar ég sá það í blaðinu. Það var í matarþættinum og einhver dýrindis uppskrift sem vinir mínir í Ási í Hegranesi voru með, þau Bjarney og Einar Valur. Í uppskriftina voru notuð ýmis hráefni og upptalning á þeim eins og gengur. En það skemmtilega var að síðustu tvö hráefnin fóru í nýja línu og stóðu eins og um myndatexta væri að ræða. Undir myndinni af þeim hjónum stóð skýrum stöfum: Salt og pipar. „Græðum“ mannlífið með skemmtilegu blaði og lifandi umræðu Það var mjög eftirminnilegt fyrsta sumarið mitt á Feyki þegar hvítabirnirnir gengu á land. Fyrst svokallaði Þverár- fjalls ísbjörn og svo sá sem gerði vart við sig á Hrauni á Skaga. Sá fyrri var bara skotinn þegar færi gafst en hinum Forsetafrúin og skrípaleikurinn í kringum hvítabirnina eftirminnilegast Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Páll Friðriksson ritstjóri 2011-2014 Páll Friðriksson glottir út í bæði á ritstjórnarskrifstofu Feykis vorið 2012. MYND: ÓAB síðari átti að reyna að bjarga á einhvern hátt vegna pólitískrar réttsýni íslenskra ráðamanna. Að mínu mati var þar eintómur skrípaleikur á ferðinni en ég geri mér alveg grein fyrir því að margir trúðu því og gera kannski enn að hægt hefði verið að bjarga honum og koma honum „heim til sín“. Eins og m a r g i r muna var hann skotinn rétt áður en hann kom sér í sjóinn. Á staðinn voru mættir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og ráðuneytismenn til að fylgjast með björgun- inni en vonbrigðin leyndu sér ekki hjá ráðherranum yfir sorglegum endi. Svo verð ég líka að nefna forsetafrúna sem kom með eiginmanni sínum í opinbera

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.