Feykir


Feykir - 20.04.2016, Page 29

Feykir - 20.04.2016, Page 29
15/2016 29 „Ég byrjaði á þessu eftir að ég gerðist ritstjóri. Mig langaði að vera með eina létta afþreyingarsíðu aftarlega í blaðinu. Þar átti m.a. að vera spurning vikunnar, sudoku og helst krossgáta. Þar sem ég vissi ekki um neinn sem smíðaði þær prófaði ég að útbúa eina. Mér til mikillar gleði tókst það ágætlega að eigin mati,“ svarar Páll þegar hann er spurður útí hvernig hann byrjaði að gera krossgátur fyrir Feyki. „Þetta var nokkuð snúið fyrst en er komið í betri farveg núna. Erfiðast er að láta þetta ganga upp í restina þegar fáir reitir eru eftir.“ „Hugmyndirnar fæðast við myndirnar sem ég vel. Síðan þarf að útbúa stuttan texta sem ég leiði í gegnum reiti gátunnar og því næst hefst prjónaskapurinn. Hjálpartækin eru veforða- bókin Snara og Beygingarlýsing íslensks nútímamáls á vef stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ómissandi fyrir alla sem eitthvað vinna með íslenskt mál,“ segir hann að lokum. Palli er krossgátusmiður Feykis Erfiðast er að láta þetta ganga upp í restina heimsókn í Skagafjörð rétt á undan hvítabjörnunum. Hún var eins og drottning sem heillaði alla hvar sem hún kom. Ég var sendur í það verkefni að taka mynd af þeim hjónum upp á sjúkrahúsi þar sem þau voru að húsvitja en endaði með því að elta þau um allan Skaga- fjörð. Ég vil bara að lokum hvetja alla til að gerast áskrifendur að Feyki. Ég veit það af eigin raun að þetta er ekki rekstur sem hægt er að græða á en við íbúar Norðurlands vestra „græðum“ mannlífið með skemmtilegu blaði og lifandi umræðu um okkur sjálf. Skipulegt kaos á skrifborði Palla ritstjóra í byrjun september 2012. Þarna er Palli ásamt Berglindi Þorsteinsdóttur blaðamanni sem nú ritstýrir Feyki. MYND: ÓAB Afmæliskrossgátan Verðlaunakrossgáta Fern verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn á krossgát-unni, sem felur í sér stutta setningu. Lausnin skal sendast á netfangið feykir@feykir.is eða í pósti á: Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki, ekki síðar en 1. maí nk. Vinningarnir eru: Geisladiskur Karlakórsins Lóuþræla, Senn kemur vor Tveir miðar á Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauðárkróks, Fullkomið brúðkaup. Geisladiskur Gísla Þórs Ólafssonar, Gillon. Matreiðslubókin Undir Bláhimni.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.